Ástþór brást illa við spurningu um dræmt fylgi: „Hvers vegna ertu að boða mig hingað“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. maí 2016 20:50 Ástþór Magnússon vísir/Vilhelm Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi brást ókvæða við spurningu Arnars Páls Haukssonar Í speglinum á Rás 1 í dag þegar Ástþór var spurður um dræmt fylgi sitt í skoðanakönnunum vegna forsetakosninga síðustu ára. „Hvers vegna ertu að boða mig hingað? Ég hélt að þetta væri þáttur til þess að kynna mín stefnumál og mitt framboð á hlutlausan hátt,“ spurði Ástþór Arnar Pál eftir að sá síðarnefndi bar saman skoðanakannanir fyrir forsetakosningarnar árið 2004 og þær sem halda á nú í sumar og spurði af hverju Ástþór hefði ekki bætt við sig fylgi síðustu tólf árin. Ástþór sagðist einnig hafa hlustað á viðtal Arnars Páls við Andra Snæ Magnason forsetaframbjóðanda og ofboðið og spurði Ástþór Arnar Pál hvort heppilegra væri fyrir hann að starfa á kassa í verslunum Bónus frekar en að stýra umræðuþætti hjá RÚV. „Ég velti því fyrir mér hvort þú væri kannski betur kominn á kassa í Bónus heldur en að starfa hér eða að þú seljir sál þína auglýsingafyrirtæki til að troða bandarískum vörum inn á þjóðina fram yfir þær íslensku,“ sagði Ástþór sem bætti við að fjölmörg ríki Evrópusambandsins bönnuðu skoðanakannanir í aðdraganda kosninga vegna skoðanamyndandi áhrifa þeirra.Segir RÚV tefla fram sínum eigin frambjóðanda Þá sakaði hann RÚV um að hafa rænt kosningunum með því að tefla fram sínum eigin frambjóðenda. Spurður að því hver væri frambjóðandi RÚV svaraði Ástþór því ekki en ýjaði sterklega að því að sá maður væri Guðni Th. Jóhannesson sem RÚV leitaði til sem álitsgjafa í byrjun apríl í kringum þá atburði sem áttu sér stað þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, sagði af sér. Við skulum bara horfa á þann mann sem var mættur þegar þið tókuð niður forsætisráðherra þjóðarinnar í Kastljósviðtali. Og hver var svo mættur við hliðina á fréttakonunni? Var það ekki viss maður allt í einu uppáklæddur sem forseti,“ sagði Ástþór sem las svo upp grein sem birtist í Kjarnanum frá Hildi Þórðardóttur forsetaframbjóðenda þar sem hún spyr hvort að Guðni Th sé forsetaframbjóðandi valdsins. Eftir þessa orðaskipti ræddu Ástþór og Arnar Páll um stefnumál Ástþórs en Ástþór sagði meðal annars að hann vildi að landið á milli Hafnarfjarðar og Keflavíkurflugvallar yrði boðið undir starfsemi Sameinuðu þjóðanna þar sem hýsa mætti Öryggisráð og Allsherjarþing SÞ. Hlusta má á viðtal Arnars Páls við Ástþór hér. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir „Þegar Ólafur sagði "no, no, no, no“ heyrði ég "yes, yes, yes““ Forsetaframbjóðandinn Ástþór Magnússon segir að Dorrit Moussaieff hafi logið að þjóðinni. 26. apríl 2016 22:50 Ástþór kominn með 3000 undirskriftir: "Hef fundið fyrir mjög auknum stuðningi“ Ástþór Magnússon gagnrýnir það að kjörstjórn veiti listanum ekki viðtöku. 13. apríl 2016 15:30 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi brást ókvæða við spurningu Arnars Páls Haukssonar Í speglinum á Rás 1 í dag þegar Ástþór var spurður um dræmt fylgi sitt í skoðanakönnunum vegna forsetakosninga síðustu ára. „Hvers vegna ertu að boða mig hingað? Ég hélt að þetta væri þáttur til þess að kynna mín stefnumál og mitt framboð á hlutlausan hátt,“ spurði Ástþór Arnar Pál eftir að sá síðarnefndi bar saman skoðanakannanir fyrir forsetakosningarnar árið 2004 og þær sem halda á nú í sumar og spurði af hverju Ástþór hefði ekki bætt við sig fylgi síðustu tólf árin. Ástþór sagðist einnig hafa hlustað á viðtal Arnars Páls við Andra Snæ Magnason forsetaframbjóðanda og ofboðið og spurði Ástþór Arnar Pál hvort heppilegra væri fyrir hann að starfa á kassa í verslunum Bónus frekar en að stýra umræðuþætti hjá RÚV. „Ég velti því fyrir mér hvort þú væri kannski betur kominn á kassa í Bónus heldur en að starfa hér eða að þú seljir sál þína auglýsingafyrirtæki til að troða bandarískum vörum inn á þjóðina fram yfir þær íslensku,“ sagði Ástþór sem bætti við að fjölmörg ríki Evrópusambandsins bönnuðu skoðanakannanir í aðdraganda kosninga vegna skoðanamyndandi áhrifa þeirra.Segir RÚV tefla fram sínum eigin frambjóðanda Þá sakaði hann RÚV um að hafa rænt kosningunum með því að tefla fram sínum eigin frambjóðenda. Spurður að því hver væri frambjóðandi RÚV svaraði Ástþór því ekki en ýjaði sterklega að því að sá maður væri Guðni Th. Jóhannesson sem RÚV leitaði til sem álitsgjafa í byrjun apríl í kringum þá atburði sem áttu sér stað þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, sagði af sér. Við skulum bara horfa á þann mann sem var mættur þegar þið tókuð niður forsætisráðherra þjóðarinnar í Kastljósviðtali. Og hver var svo mættur við hliðina á fréttakonunni? Var það ekki viss maður allt í einu uppáklæddur sem forseti,“ sagði Ástþór sem las svo upp grein sem birtist í Kjarnanum frá Hildi Þórðardóttur forsetaframbjóðenda þar sem hún spyr hvort að Guðni Th sé forsetaframbjóðandi valdsins. Eftir þessa orðaskipti ræddu Ástþór og Arnar Páll um stefnumál Ástþórs en Ástþór sagði meðal annars að hann vildi að landið á milli Hafnarfjarðar og Keflavíkurflugvallar yrði boðið undir starfsemi Sameinuðu þjóðanna þar sem hýsa mætti Öryggisráð og Allsherjarþing SÞ. Hlusta má á viðtal Arnars Páls við Ástþór hér.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir „Þegar Ólafur sagði "no, no, no, no“ heyrði ég "yes, yes, yes““ Forsetaframbjóðandinn Ástþór Magnússon segir að Dorrit Moussaieff hafi logið að þjóðinni. 26. apríl 2016 22:50 Ástþór kominn með 3000 undirskriftir: "Hef fundið fyrir mjög auknum stuðningi“ Ástþór Magnússon gagnrýnir það að kjörstjórn veiti listanum ekki viðtöku. 13. apríl 2016 15:30 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
„Þegar Ólafur sagði "no, no, no, no“ heyrði ég "yes, yes, yes““ Forsetaframbjóðandinn Ástþór Magnússon segir að Dorrit Moussaieff hafi logið að þjóðinni. 26. apríl 2016 22:50
Ástþór kominn með 3000 undirskriftir: "Hef fundið fyrir mjög auknum stuðningi“ Ástþór Magnússon gagnrýnir það að kjörstjórn veiti listanum ekki viðtöku. 13. apríl 2016 15:30