Risar mætast í Marseille Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. júlí 2016 06:00 vísir/epa Leikurinn á Stade Vélodrome í kvöld er sannkallaður þungavigtarbardagi á milli ríkjandi heimsmeistara og gestgjafa mótsins. Þjóðverjar eiga góðar minningar frá leikjum gegn Frökkum í útsláttarkeppni HM en þetta er í fyrsta sinn sem liðin mætast á EM. Báðir þjálfararnir, Joachim Löw og Didier Deschamps, þurfa að taka stórar ákvarðanir varðandi liðsval og leikskipulag fyrir leikinn í kvöld. Löw er nokkur vandi á höndum því Mario Gómez og Sami Khedira eru meiddir og Mats Hummels, sem skoraði eina mark leiksins þegar liðin mættust í 8 liða úrslitum á HM í Brasilíu fyrir tveimur árum, tekur út leikbann. Þá er óvíst með þátttöku fyrirliðans Bastians Schweinsteiger. Ef hann verður ekki með þarf Löw að setja traust sitt á annaðhvort Emre Can eða Julian Weigl en hvorugur þeirra hefur spilað leik á stórmóti áður. Thomas Müller fær svo væntanlega það hlutverk að fylla skarð Gómez í framlínunni þrátt fyrir að Bayern München-maðurinn hafi verið óvenjulega kaldur fyrir framan markið á EM. Löw spilaði með þriggja manna vörn gegn Ítalíu í 8 liða úrslitunum en ólíklegt þykir að hann haldi því áfram, nema hann geri ráð fyrir því Deschamps byrji með Antoine Griezmann og Oliver Giroud saman í frönsku framlínunni.graf/fréttablaðiðSú blanda gafst vel í seinni hálfleiknum gegn Írum í 16 liða úrslitunum og svo gegn Íslendingum á sunnudaginn. Í þessum þremur hálfleikjum skoraði Griezmann þrjú mörk og Giroud tvö. Þeirra bíður samt erfitt verkefni, að sigrast á þýsku vörninni og markverðinum frábæra Manuel Neuer en Þýskaland hefur aðeins fengið á sig eitt mark á EM og það kom úr vítaspyrnu. N'Golo Kanté og Adil Rami snúa aftur í franska liðið eftir að hafa tekið út leikbann gegn Íslendingum. Rami tekur að öllum líkindum stöðu Samuels Umtiti í miðri vörninni en Deschamps þarf svo að gera upp við sig hvort hann setur Kanté aftur inn í byrjunarliðið sem þýðir að hann þarf að breyta aftur yfir í leikkerfið 4-3-3 sem gafst misvel í fyrstu fjórum leikjunum. Frakkar hafa unnið síðustu tvö stórmót sem þeir hafa haldið og franska þjóðin gerir kröfu um að þriðji titillinn komi í hús á sunnudaginn. Verkefni kvöldsins er hins vegar ærið. „Við erum að spila á móti besta liði í heimi en ætlum að gefa allt í þennan leik,“ sagði Deschamps á blaðamannafundi fyrir stórleikinn í Marseille í kvöld. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Fleiri fréttir Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Í beinni: Chelsea - Everton | Von á hörku leik á Brúnni Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Sjá meira
Leikurinn á Stade Vélodrome í kvöld er sannkallaður þungavigtarbardagi á milli ríkjandi heimsmeistara og gestgjafa mótsins. Þjóðverjar eiga góðar minningar frá leikjum gegn Frökkum í útsláttarkeppni HM en þetta er í fyrsta sinn sem liðin mætast á EM. Báðir þjálfararnir, Joachim Löw og Didier Deschamps, þurfa að taka stórar ákvarðanir varðandi liðsval og leikskipulag fyrir leikinn í kvöld. Löw er nokkur vandi á höndum því Mario Gómez og Sami Khedira eru meiddir og Mats Hummels, sem skoraði eina mark leiksins þegar liðin mættust í 8 liða úrslitum á HM í Brasilíu fyrir tveimur árum, tekur út leikbann. Þá er óvíst með þátttöku fyrirliðans Bastians Schweinsteiger. Ef hann verður ekki með þarf Löw að setja traust sitt á annaðhvort Emre Can eða Julian Weigl en hvorugur þeirra hefur spilað leik á stórmóti áður. Thomas Müller fær svo væntanlega það hlutverk að fylla skarð Gómez í framlínunni þrátt fyrir að Bayern München-maðurinn hafi verið óvenjulega kaldur fyrir framan markið á EM. Löw spilaði með þriggja manna vörn gegn Ítalíu í 8 liða úrslitunum en ólíklegt þykir að hann haldi því áfram, nema hann geri ráð fyrir því Deschamps byrji með Antoine Griezmann og Oliver Giroud saman í frönsku framlínunni.graf/fréttablaðiðSú blanda gafst vel í seinni hálfleiknum gegn Írum í 16 liða úrslitunum og svo gegn Íslendingum á sunnudaginn. Í þessum þremur hálfleikjum skoraði Griezmann þrjú mörk og Giroud tvö. Þeirra bíður samt erfitt verkefni, að sigrast á þýsku vörninni og markverðinum frábæra Manuel Neuer en Þýskaland hefur aðeins fengið á sig eitt mark á EM og það kom úr vítaspyrnu. N'Golo Kanté og Adil Rami snúa aftur í franska liðið eftir að hafa tekið út leikbann gegn Íslendingum. Rami tekur að öllum líkindum stöðu Samuels Umtiti í miðri vörninni en Deschamps þarf svo að gera upp við sig hvort hann setur Kanté aftur inn í byrjunarliðið sem þýðir að hann þarf að breyta aftur yfir í leikkerfið 4-3-3 sem gafst misvel í fyrstu fjórum leikjunum. Frakkar hafa unnið síðustu tvö stórmót sem þeir hafa haldið og franska þjóðin gerir kröfu um að þriðji titillinn komi í hús á sunnudaginn. Verkefni kvöldsins er hins vegar ærið. „Við erum að spila á móti besta liði í heimi en ætlum að gefa allt í þennan leik,“ sagði Deschamps á blaðamannafundi fyrir stórleikinn í Marseille í kvöld.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Fleiri fréttir Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Í beinni: Chelsea - Everton | Von á hörku leik á Brúnni Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Sjá meira