Gummi Ben vill ekkert um skopmynd Moggans segja Jakob Bjarnar skrifar 24. júní 2016 12:41 Davíð smyr boltann í samskeytin, við erum komin með nýjan forseta og hinir frambjóðendur eru sem áhorfendur. Guðmundur Benediktsson, sem er í aðalhlutverki í nýjasta verki skopmyndateiknarans Helga Sigurðssonar, vill ekkert tjá sig um umdeilda teikninguna. Ýmsir eiga erfitt með að sjá húmorinn í myndinni. Í téðri teikningu er Gummi Ben í aðalhlutverki. Hann hefur öðlast heimsfrægð fyrir framgöngu sína við míkrófóninn þá er hann hefur lýst leikjum íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, og nú bregður svo við að í meðförum skopmyndateiknara Morgunblaðsins er Gummi að lýsa niðurstöðum kosningaúrslita. Og það er enginn annar en ritstjóri Morgunblaðsins, forsetaframbjóðandinn Davíð Oddsson sem óvænt vinnur sigur með því að smyrja boltanum í samskeytin. Hinir forsetaframbjóðendur eru sem áhorfendur og er þar vísað til fraseringar Gumma Ben. Gummi vildi sem minnst um málið segja í samtali við Vísi. „Ekkert. Núll.“ Þegar Gummi er spurður hvort hann styðji einhvern tiltekinn í forsetakjörinu segir hann það sitt að vita. Og Gummi afgreiddi spurninguna um það hvort honum þætti myndin fyndin fremur snaggaralega: „Ég er ekki búinn að sjá hana. Ég heyrði bara af þessu áðan.“ Og, svo mörg voru þau orð. Ýmsir á Facebook birta þessa skopteikningu og furða sig á myndinni. Talað er um lágkúru og átakanlegan skort á fyndni -- það sé fátt eitt tvírætt við teikningar Helga. Þórður Snær Júlíusson, svo eitt dæmi sé nefnt, er einn fjölmargra sem furðar sig á myndinni: „Þetta er eiginlega fyndið, vegna þess hversu sorglegt þetta er.“ Halldór Auðar Svansson borgarfulltrúi leggur orð í belg og segir: „Hvílík firring. Verst er að þetta er ekki einu sinni í áttina að því að vera fyndið.“ Teikningar Helga hafa vakið talsverða hneykslan og hér má sjá þegar skopmyndateiknarinn útskýrir grínið í einni af sínum umdeildu teikningum. Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fleiri fréttir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Sjá meira
Guðmundur Benediktsson, sem er í aðalhlutverki í nýjasta verki skopmyndateiknarans Helga Sigurðssonar, vill ekkert tjá sig um umdeilda teikninguna. Ýmsir eiga erfitt með að sjá húmorinn í myndinni. Í téðri teikningu er Gummi Ben í aðalhlutverki. Hann hefur öðlast heimsfrægð fyrir framgöngu sína við míkrófóninn þá er hann hefur lýst leikjum íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, og nú bregður svo við að í meðförum skopmyndateiknara Morgunblaðsins er Gummi að lýsa niðurstöðum kosningaúrslita. Og það er enginn annar en ritstjóri Morgunblaðsins, forsetaframbjóðandinn Davíð Oddsson sem óvænt vinnur sigur með því að smyrja boltanum í samskeytin. Hinir forsetaframbjóðendur eru sem áhorfendur og er þar vísað til fraseringar Gumma Ben. Gummi vildi sem minnst um málið segja í samtali við Vísi. „Ekkert. Núll.“ Þegar Gummi er spurður hvort hann styðji einhvern tiltekinn í forsetakjörinu segir hann það sitt að vita. Og Gummi afgreiddi spurninguna um það hvort honum þætti myndin fyndin fremur snaggaralega: „Ég er ekki búinn að sjá hana. Ég heyrði bara af þessu áðan.“ Og, svo mörg voru þau orð. Ýmsir á Facebook birta þessa skopteikningu og furða sig á myndinni. Talað er um lágkúru og átakanlegan skort á fyndni -- það sé fátt eitt tvírætt við teikningar Helga. Þórður Snær Júlíusson, svo eitt dæmi sé nefnt, er einn fjölmargra sem furðar sig á myndinni: „Þetta er eiginlega fyndið, vegna þess hversu sorglegt þetta er.“ Halldór Auðar Svansson borgarfulltrúi leggur orð í belg og segir: „Hvílík firring. Verst er að þetta er ekki einu sinni í áttina að því að vera fyndið.“ Teikningar Helga hafa vakið talsverða hneykslan og hér má sjá þegar skopmyndateiknarinn útskýrir grínið í einni af sínum umdeildu teikningum.
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fleiri fréttir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Sjá meira