KSÍ átti að leggja fyrsta flokks gervigras Sveinn Arnarson skrifar 23. júní 2016 10:00 Sparkvellir eru gríðarlega mikið notaðir um land allt og voru byggðir í námunda við skólastofnanir. Ekki hefur komið til tals að Knattspyrnusamband Íslands taki þátt í kostnaði við að skipta út dekkjakurli á sparkvöllum á landinu þrátt fyrir að það hafi verið eina verkefni þess við gerð sparkvallanna að leggja til fyrsta flokks gervigras á vellina. „Fyrir mína tíð,“ segir framkvæmdastjóri KSÍ. KSÍ, í samstarfi við sveitarfélög vítt og breitt um landið, byggði upp 111 sparkvelli í sparkvallaátaki KSÍ sem hófst árið 2004. Hugmynd KSÍ var að semja við sveitarfélög í landinu um að gera sparkvelli. Knattspyrnusambandið átti að leggja til fyrsta flokks gervigras á vellina sem gerðir væru eftir fyrirframgefnum leiðbeiningum. Vellirnir urðu að endingu mun fleiri en áætlað var í upphafi og tók ríkissjóður því að sér að styrkja KSÍ enn frekar í uppbyggingunni. Sveitarfélög gerðu vellina á sinn kostnað en KSÍ átti einungis að setja niður fyrsta flokks gervigras eins og segir í samningum við sveitarfélögin. KSÍ fékk síðan að setja upp auglýsingar við hvern einasta sparkvöll. Gúmmíkurlið er þekktur krabbameinsvaldur og hefur Læknafélag Íslands ályktað í tvígang um að þessum efnum þurfi að skipta út sem allra fyrst til að tryggja heilsu barna sem leika sér á þessum sparkvöllum. Hafnfirðingar áætla að kostnaðurinn við að skipta út þessum efnum nemi um 15 milljónum króna en átta svona vellir eru í bæjarfélaginu. Því má áætla að kostnaður við að skipta á öllum völlum landsins nemi á þriðja hundrað milljónum króna. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir sparkvallaátak sambandsins hafa hafist löngu fyrir sína tíð. Gerðir hafi verið samningar við öll þau sveitarfélög sem vildu gera sparkvelli við sína skóla. „Í samningunum sem gerðir voru við sveitarfélögin er ákvæði um að þegar framkvæmdum ljúki færist vellirnir í eigu bæjarins og hann sér um bæði umhirðu og rekstur á völlunum,“ segir Klara og segir það ekki hafa komið til tals að taka þátt í kostnaðinum. Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Sjá meira
Ekki hefur komið til tals að Knattspyrnusamband Íslands taki þátt í kostnaði við að skipta út dekkjakurli á sparkvöllum á landinu þrátt fyrir að það hafi verið eina verkefni þess við gerð sparkvallanna að leggja til fyrsta flokks gervigras á vellina. „Fyrir mína tíð,“ segir framkvæmdastjóri KSÍ. KSÍ, í samstarfi við sveitarfélög vítt og breitt um landið, byggði upp 111 sparkvelli í sparkvallaátaki KSÍ sem hófst árið 2004. Hugmynd KSÍ var að semja við sveitarfélög í landinu um að gera sparkvelli. Knattspyrnusambandið átti að leggja til fyrsta flokks gervigras á vellina sem gerðir væru eftir fyrirframgefnum leiðbeiningum. Vellirnir urðu að endingu mun fleiri en áætlað var í upphafi og tók ríkissjóður því að sér að styrkja KSÍ enn frekar í uppbyggingunni. Sveitarfélög gerðu vellina á sinn kostnað en KSÍ átti einungis að setja niður fyrsta flokks gervigras eins og segir í samningum við sveitarfélögin. KSÍ fékk síðan að setja upp auglýsingar við hvern einasta sparkvöll. Gúmmíkurlið er þekktur krabbameinsvaldur og hefur Læknafélag Íslands ályktað í tvígang um að þessum efnum þurfi að skipta út sem allra fyrst til að tryggja heilsu barna sem leika sér á þessum sparkvöllum. Hafnfirðingar áætla að kostnaðurinn við að skipta út þessum efnum nemi um 15 milljónum króna en átta svona vellir eru í bæjarfélaginu. Því má áætla að kostnaður við að skipta á öllum völlum landsins nemi á þriðja hundrað milljónum króna. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir sparkvallaátak sambandsins hafa hafist löngu fyrir sína tíð. Gerðir hafi verið samningar við öll þau sveitarfélög sem vildu gera sparkvelli við sína skóla. „Í samningunum sem gerðir voru við sveitarfélögin er ákvæði um að þegar framkvæmdum ljúki færist vellirnir í eigu bæjarins og hann sér um bæði umhirðu og rekstur á völlunum,“ segir Klara og segir það ekki hafa komið til tals að taka þátt í kostnaðinum.
Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Sjá meira