Fullt tillit tekið til athugasemda landeigenda Svavar Hávarðsson skrifar 11. júní 2016 07:00 Byggingaráform nærri Mývatni hefur mætt gagnrýni. Vísir/Vilhelm Byggingaráform Icelandair Hotels um stækkun Hótels Reykjahlíðar hefur tekið verulegum breytingum frá því sem lagt var upp með í upphafi og með því hefur verið tekið fullt tillit til athugasemda landeigenda. Landeigendur í Reykjahlíð 2 og 4 undirrituðu stuðningsyfirlýsingu vegna áforma Icelandair hótela í nóvember. Þetta kemur fram í skriflegum athugasemdum Magneu Þóreyjar Hjálmarsdóttur, framkvæmdastjóra Icelandair hótela, vegna frétta blaðsins um byggingaráform fyrirtækisins í Reykjahlíð. Þar hefur verið greint frá því að byggingarreitur nýs hótels er langt fyrir innan verndarlínu sérlaga um vernd Mývatns og Laxár, eins að sveitarstjórn Skútustaðahrepps var klofin í afstöðu til þess að leyfa skipulagsvinnu á reitnum og óánægju íbúa vegna skerts útsýnis til vatnsins og hugsanlegra neikvæðra umhverfisáhrifa. Magnea segir að frétt af óánægju íbúa sé byggð á úreltum gögnum [fundargerðum Skipulagsnefndar frá því í mars] og vísar til stuðningsyfirlýsingar landeigenda í Reykjahlíð 2 og 4. Magnea skrifar að hótelið sé á fallegum stað og tengingin við náttúruna skipi stóran sess í þeim áformum sem uppi eru um hótelið. Því verði hugað að öllum umhverfisþáttum í hvívetna og þá sérstaklega frárennslismálum. „Meðvitað er hæð viðbygginga stillt í hóf til að útsýni að vatninu frá aðalvegi haldist svo gott sem óskert frá því sem nú er. Viðbygging er því einungis á tveimur hæðum og heildarhæð hennar töluvert lægri en heimilt er í núverandi deiliskipulagi. Metnaður er lagður í að heildarútlit hótelsins verði svæðinu til framdráttar frá því sem nú er fremur en hitt, og að látlaust, umhverfisvænt útlit þess verði annarri framtíðaruppbyggingu við Mývatn til eftirbreytni, þar sem umhverfisvæn sjónarmið eru höfð að leiðarljósi,“ skrifar Magnea.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. júní 2016 Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Byggingaráform Icelandair Hotels um stækkun Hótels Reykjahlíðar hefur tekið verulegum breytingum frá því sem lagt var upp með í upphafi og með því hefur verið tekið fullt tillit til athugasemda landeigenda. Landeigendur í Reykjahlíð 2 og 4 undirrituðu stuðningsyfirlýsingu vegna áforma Icelandair hótela í nóvember. Þetta kemur fram í skriflegum athugasemdum Magneu Þóreyjar Hjálmarsdóttur, framkvæmdastjóra Icelandair hótela, vegna frétta blaðsins um byggingaráform fyrirtækisins í Reykjahlíð. Þar hefur verið greint frá því að byggingarreitur nýs hótels er langt fyrir innan verndarlínu sérlaga um vernd Mývatns og Laxár, eins að sveitarstjórn Skútustaðahrepps var klofin í afstöðu til þess að leyfa skipulagsvinnu á reitnum og óánægju íbúa vegna skerts útsýnis til vatnsins og hugsanlegra neikvæðra umhverfisáhrifa. Magnea segir að frétt af óánægju íbúa sé byggð á úreltum gögnum [fundargerðum Skipulagsnefndar frá því í mars] og vísar til stuðningsyfirlýsingar landeigenda í Reykjahlíð 2 og 4. Magnea skrifar að hótelið sé á fallegum stað og tengingin við náttúruna skipi stóran sess í þeim áformum sem uppi eru um hótelið. Því verði hugað að öllum umhverfisþáttum í hvívetna og þá sérstaklega frárennslismálum. „Meðvitað er hæð viðbygginga stillt í hóf til að útsýni að vatninu frá aðalvegi haldist svo gott sem óskert frá því sem nú er. Viðbygging er því einungis á tveimur hæðum og heildarhæð hennar töluvert lægri en heimilt er í núverandi deiliskipulagi. Metnaður er lagður í að heildarútlit hótelsins verði svæðinu til framdráttar frá því sem nú er fremur en hitt, og að látlaust, umhverfisvænt útlit þess verði annarri framtíðaruppbyggingu við Mývatn til eftirbreytni, þar sem umhverfisvæn sjónarmið eru höfð að leiðarljósi,“ skrifar Magnea.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. júní 2016
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira