Þrír karlar og ein kona í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á íkveikju í Hafnarfirði Birgir Olgeirsson skrifar 4. nóvember 2016 15:48 Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að farið hafi verið fram á gæsluvarðhald yfir fólkinu vegna rannsóknarhagsmuna. Vísir/Eyþór Þrír karlar og ein kona eru í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar lögreglu á eldsvoða á húðflúrstofu í Hafnarfirði aðfaranótt síðastliðins þriðjudags. Þau voru handtekin í aðgerðum sérsveitar ríkislögreglustjóra í gær. Gerð var húsleit á sjö stöðum á höfuðborgarsvæðinu vegna málsins. Fjórir voru handteknir um morguninn en einn síðdegis. Alls voru því fimm einstaklingar handteknir en einn þeirra var látinn laus í gær en hinir úrskurðaðir í viku langt gæsluvarðhald.Sjá einnig: Fjórir í gæsluvarðhaldi eftir aðgerð sérsveitarinnar vegna rannsóknar á íkveikju Rannsókn lögreglu beinist að því hver kastaði tívolíbombu inn um rúðu á húðflúrstofunni Immortal Art í Dalshrauni í Hafnarfirði en allir innanstokksmunir stofunnar eyðilögðust í eldinum. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að farið hafi verið fram á gæsluvarðhald yfir fólkinu vegna rannsóknarhagsmuna. „Við mátum það ekki þannig að það væri hætta á því að þetta mundi verða einhver faraldur,“ segir Grímur. Var fremur horft í það að þeir sem liggja undir grun vegna málsins samræmi ekki frásagnir eða hafi ekki áhrif á vitni. Spurður hvort málið sé rannsakað sem skipulögð glæpastarfsemi svarar Grímur því neitandi, einungis sé verið að reyna að komast að því hver kveikti eldinn. Spurður hvort eigendur húðflúrstofunnar hafi notið verndar frá lögreglunni eftir að rannsókn málsins svarar Grímur: „Ég get ekki farið út í það.“Stundin og DV hafa greint frá því að um sé að ræða deilur vegna húðflúrmarkaðarins á höfuðborgarsvæðinu, en húðflúrstofan í Hafnarfirði hafði verið opin í einn sólarhring þegar tívolíbombunni var kastað þangað inn. Tengdar fréttir Fjórir í gæsluvarðhaldi eftir aðgerð sérsveitarinnar vegna rannsóknar á íkveikju Grunur um að kveikt hafi verið í húðflúrstofu sem skemmdist mikið í eldsvoða. 4. nóvember 2016 12:32 Mest lesið Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Þrír karlar og ein kona eru í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar lögreglu á eldsvoða á húðflúrstofu í Hafnarfirði aðfaranótt síðastliðins þriðjudags. Þau voru handtekin í aðgerðum sérsveitar ríkislögreglustjóra í gær. Gerð var húsleit á sjö stöðum á höfuðborgarsvæðinu vegna málsins. Fjórir voru handteknir um morguninn en einn síðdegis. Alls voru því fimm einstaklingar handteknir en einn þeirra var látinn laus í gær en hinir úrskurðaðir í viku langt gæsluvarðhald.Sjá einnig: Fjórir í gæsluvarðhaldi eftir aðgerð sérsveitarinnar vegna rannsóknar á íkveikju Rannsókn lögreglu beinist að því hver kastaði tívolíbombu inn um rúðu á húðflúrstofunni Immortal Art í Dalshrauni í Hafnarfirði en allir innanstokksmunir stofunnar eyðilögðust í eldinum. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að farið hafi verið fram á gæsluvarðhald yfir fólkinu vegna rannsóknarhagsmuna. „Við mátum það ekki þannig að það væri hætta á því að þetta mundi verða einhver faraldur,“ segir Grímur. Var fremur horft í það að þeir sem liggja undir grun vegna málsins samræmi ekki frásagnir eða hafi ekki áhrif á vitni. Spurður hvort málið sé rannsakað sem skipulögð glæpastarfsemi svarar Grímur því neitandi, einungis sé verið að reyna að komast að því hver kveikti eldinn. Spurður hvort eigendur húðflúrstofunnar hafi notið verndar frá lögreglunni eftir að rannsókn málsins svarar Grímur: „Ég get ekki farið út í það.“Stundin og DV hafa greint frá því að um sé að ræða deilur vegna húðflúrmarkaðarins á höfuðborgarsvæðinu, en húðflúrstofan í Hafnarfirði hafði verið opin í einn sólarhring þegar tívolíbombunni var kastað þangað inn.
Tengdar fréttir Fjórir í gæsluvarðhaldi eftir aðgerð sérsveitarinnar vegna rannsóknar á íkveikju Grunur um að kveikt hafi verið í húðflúrstofu sem skemmdist mikið í eldsvoða. 4. nóvember 2016 12:32 Mest lesið Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Fjórir í gæsluvarðhaldi eftir aðgerð sérsveitarinnar vegna rannsóknar á íkveikju Grunur um að kveikt hafi verið í húðflúrstofu sem skemmdist mikið í eldsvoða. 4. nóvember 2016 12:32