Innlent

Fjórir í gæsluvarðhaldi eftir aðgerð sérsveitarinnar vegna rannsóknar á íkveikju

Birgir Olgeirsson skrifar
Fjórir eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins.
Fjórir eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Vísir/Heiða
Fjórir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna gruns um að tengjast íkveikju á húðflúrstofu í Hafnarfirði aðfaranótt síðastliðins þriðjudags.

Þetta staðfesti Grímur Grímsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við DV.is. Um er að ræða húðflúrstofuna Immortal Art í Dalshrauni en fimm voru handteknir í aðgerðum sérsveitar ríkislögreglustjóra í gærkvöldi og fjórir þeirra úrskurðaðir í gæsluvarðhald.

Rannsókn lögreglubeinist að því hver kastaði tívolíubombu inn um rúðu á húðflúrstofunni, sem hafði verið opin í einn dag þegar það var gert, en allir innanstokksmunir hennar eyðilögðust í eldinum.

Fjallað hefur verið ítarlega um málið á vef Stundarinnar sem og vef DV.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×