Mikill titringur í þingflokki Samfylkingarinnar Heimir Már Pétursson skrifar 12. febrúar 2016 19:00 Mikill titringur er í þingflokki Samfylkingarinnar eftir að formaðurinn sendi félögum í flokknum bréf í gær þar sem hann tíundaði ýmis mistök flokksins á undanförnum árum. Formaðurinn hafði ekkert samráð við þingflokkinn áður en bréfið var sent út. Hafi Árni Páll Árnason ætlað sér að hræra upp í flokksfélögum sínum með bréfi sínu í gær hefur honum tekist ætlunarverk sitt. Samfylkingarþingmenn sem fréttastofa hefur rætt við í dag lýsa allir undrun sinni á vinnubrögðum formannsins. Ekkert samráð hafi verið haft við þingmenn og þeir aðeins fengið bréfið sent til sín klukkstund áður en það var sent til almennra flokksfélaga. Þingmönnum er mismikið niðri fyrir en þeir tala m.a um að hann sé að splundra flokkum þegar þörf sé á að sameina fólk um mikilvæg málefni. Einn þingmaður sagði bréfið hafa komið eins og kalda vatnsgusu og formaðurinn gengi alltof langt. Í skuldamálum þjóðarinnar hafi til að mynda verið mikill þrýstingur í þingflokknum á þáverandi ráðherra að gera meira fyrir heimilin og spjótunum sérstaklega beint að Árna Páli þegar hann var ráðherra að gera meira. Ólína Þorvarðardóttir sem hleypti umræðunni um að flýta landsfundi og formannskjöri af stað segir hins vegar gott að formaðurinn tjái sig. Ekki sé hægt að gagnrýna það þegar krafist sé opinnar umræðu. Formaðurinn og aðrir mögulegir frambjóðendur til formanns verði þá núna að svara því hvaða stefnu þeir hafi í miklivægum stefnumálum sem ekki hafi náðst fram. „Styður formaður flokksins innkölluna aflaheimilda til dæmis? Hver er afstaða þeirra sem gefa kost á sér til forystu í flokknum til stjórnarskrárbreytinganna. Styðja þeir tillögu stjórnlagaráðs í stjórnarskrármálinu,“ spurði Ólína í hádegisfréttum Bylgjunnar. Nú fái flokkurinn tækifæri til að gera upp við sig hverjum hann treysti til að leiða þessi mikilvægu mál til lykta. Hún reikni með að mótframboð gegn Árna Páli komi fram á næstu dögum eða örfáu vikum. „Ég myndi halda að það væri flokknum holt eins og sakir standa að menn reyndu sig í formannskjöri. Aðalatriðið er þó að hver svosem forystan er sem velst til starfa hafi skýrt umboð. Ótvíræðan meirihluta flokksmana á bakvið sig,“ segir Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir. Tengdar fréttir Árni Páll segir mannfórnir ekki bjarga Samfylkingunni Aðildarumsókn að ESB byggð á baktjaldasamkomulagi og Icesave samninginn ekki hafa varið ítrustu hagsmuni þjóðarinnar. 11. febrúar 2016 16:21 Árni Páll: „Fólk treystir ekki þeim sem henda einum fyrir ljónin og hlaupa burt“ Árni Páll Árnason segir Samfylkinguna hafa gert fjölmörg mistök allt frá ríkisstjórnarþátttöku 2007 án þess að gangast við þeim og gera þau upp. 11. febrúar 2016 18:57 Baráttan um formannsembættið í Samfylkingunni hefst formlega í apríl Ósk um allsherjaratkvæðagreiðslu og formannsframboð í Samfylkingunni þurfa að koma fram fyrir miðjan apríl. 11. febrúar 2016 13:19 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Sjá meira
Mikill titringur er í þingflokki Samfylkingarinnar eftir að formaðurinn sendi félögum í flokknum bréf í gær þar sem hann tíundaði ýmis mistök flokksins á undanförnum árum. Formaðurinn hafði ekkert samráð við þingflokkinn áður en bréfið var sent út. Hafi Árni Páll Árnason ætlað sér að hræra upp í flokksfélögum sínum með bréfi sínu í gær hefur honum tekist ætlunarverk sitt. Samfylkingarþingmenn sem fréttastofa hefur rætt við í dag lýsa allir undrun sinni á vinnubrögðum formannsins. Ekkert samráð hafi verið haft við þingmenn og þeir aðeins fengið bréfið sent til sín klukkstund áður en það var sent til almennra flokksfélaga. Þingmönnum er mismikið niðri fyrir en þeir tala m.a um að hann sé að splundra flokkum þegar þörf sé á að sameina fólk um mikilvæg málefni. Einn þingmaður sagði bréfið hafa komið eins og kalda vatnsgusu og formaðurinn gengi alltof langt. Í skuldamálum þjóðarinnar hafi til að mynda verið mikill þrýstingur í þingflokknum á þáverandi ráðherra að gera meira fyrir heimilin og spjótunum sérstaklega beint að Árna Páli þegar hann var ráðherra að gera meira. Ólína Þorvarðardóttir sem hleypti umræðunni um að flýta landsfundi og formannskjöri af stað segir hins vegar gott að formaðurinn tjái sig. Ekki sé hægt að gagnrýna það þegar krafist sé opinnar umræðu. Formaðurinn og aðrir mögulegir frambjóðendur til formanns verði þá núna að svara því hvaða stefnu þeir hafi í miklivægum stefnumálum sem ekki hafi náðst fram. „Styður formaður flokksins innkölluna aflaheimilda til dæmis? Hver er afstaða þeirra sem gefa kost á sér til forystu í flokknum til stjórnarskrárbreytinganna. Styðja þeir tillögu stjórnlagaráðs í stjórnarskrármálinu,“ spurði Ólína í hádegisfréttum Bylgjunnar. Nú fái flokkurinn tækifæri til að gera upp við sig hverjum hann treysti til að leiða þessi mikilvægu mál til lykta. Hún reikni með að mótframboð gegn Árna Páli komi fram á næstu dögum eða örfáu vikum. „Ég myndi halda að það væri flokknum holt eins og sakir standa að menn reyndu sig í formannskjöri. Aðalatriðið er þó að hver svosem forystan er sem velst til starfa hafi skýrt umboð. Ótvíræðan meirihluta flokksmana á bakvið sig,“ segir Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir.
Tengdar fréttir Árni Páll segir mannfórnir ekki bjarga Samfylkingunni Aðildarumsókn að ESB byggð á baktjaldasamkomulagi og Icesave samninginn ekki hafa varið ítrustu hagsmuni þjóðarinnar. 11. febrúar 2016 16:21 Árni Páll: „Fólk treystir ekki þeim sem henda einum fyrir ljónin og hlaupa burt“ Árni Páll Árnason segir Samfylkinguna hafa gert fjölmörg mistök allt frá ríkisstjórnarþátttöku 2007 án þess að gangast við þeim og gera þau upp. 11. febrúar 2016 18:57 Baráttan um formannsembættið í Samfylkingunni hefst formlega í apríl Ósk um allsherjaratkvæðagreiðslu og formannsframboð í Samfylkingunni þurfa að koma fram fyrir miðjan apríl. 11. febrúar 2016 13:19 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Sjá meira
Árni Páll segir mannfórnir ekki bjarga Samfylkingunni Aðildarumsókn að ESB byggð á baktjaldasamkomulagi og Icesave samninginn ekki hafa varið ítrustu hagsmuni þjóðarinnar. 11. febrúar 2016 16:21
Árni Páll: „Fólk treystir ekki þeim sem henda einum fyrir ljónin og hlaupa burt“ Árni Páll Árnason segir Samfylkinguna hafa gert fjölmörg mistök allt frá ríkisstjórnarþátttöku 2007 án þess að gangast við þeim og gera þau upp. 11. febrúar 2016 18:57
Baráttan um formannsembættið í Samfylkingunni hefst formlega í apríl Ósk um allsherjaratkvæðagreiðslu og formannsframboð í Samfylkingunni þurfa að koma fram fyrir miðjan apríl. 11. febrúar 2016 13:19