Skemmst er að minnast þess að milljónir manns horfa á hvert myndband sem Finninn Lauri Vuohensilta gerir en hann kremur hluti með vökvapressu. Í nýjasta myndbandi kappans má sjá mjög skemmtilega tilraun.
Þar matreiðir hann pítsu með vökvapressunni og það alveg frá grunni. Nokkuð skemmtilegt myndband sem sýnir glögglega að það er ekki allt hægt með vökvapressunni. Vuohensilta gerir samt sitt besta og maður verður að bera virðingu fyrir því. Hér að neðan má sjá myndbandið.