Lífið

Það er mun meira eftir í tannkremstúpunni en þú heldur - Myndband

Stefán Árni Pálsson skrifar
Margir sem glíma við þetta vandamál, ná ekki að klára túpuna.
Margir sem glíma við þetta vandamál, ná ekki að klára túpuna.
Það er bókstaflega allt til á YouTube og þar virðast menn oft hafa sérstakan áhuga á því að eyðileggja hluti og taka það upp.

Skemmst er að minnast þess að milljónir manns horfa á hvert myndband sem Finninn Lauri Vuohensilta gerir en hann kremur hluti með vökvapressu.

Í nýjasta myndbandi kappans má sjá mjög skemmtilega tilraun. Þar má sjá hversu mikið tannkrem er eftir í tannkremstúpunni þegar fólk heldur að það sé allt búið.

Það sama má segja um magnið sem eftir er í tómatssósuflöskunni. Þetta er töluvert magn og gæti fólk með vökvapressu eflaust sparað sér fullt af peningum ef þeir myndu nýta sér krafta hennar.

Hér að neðan má sjá þetta skemmtilega myndband í þessari pressuseríu frá Vuohensilta.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×