Lífið

Finnska vökvapressan skapaði list

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Finninn Lauri Vuohensilta ætti að vera lesendum Vísis góðu kunnur. Reglulega segjum við frá því þegar hann beitir vökvapressu sinni á hina ýmsu hluti. Nýjasta myndband hans, sem birtist í dag, sýnir hann búa til nokkuð frumlega málverk með græjunni.

Í myndbandinu lenda lítil málningarhylki undir pressunni. Þegar þau springa slettist málningin úr þeim og endar á striga. Útkoman svo sem fyrirséð en það verður forvitnilegt að sjá hvað Vuohensilta fær fyrir gripina.

Það er merkilegt hvað það veitir mikla fró að sjá hluti kremjast á þennan hátt. Myndband af gerð þessara einstöku listaverka má sjá hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×