Lífið

Demanturinn átti ekki séns gegn vökvapressunni

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Demanturinn skömmu áður en hann varð fyrir barðinu á pressunni.
Demanturinn skömmu áður en hann varð fyrir barðinu á pressunni.
Það er óhætt að fullyrða að síðustu mánuðir hafi verið viðburðaríkir hjá Finnanum Lauri Vuohensilta. Í upphafi árs var hann og hans verk nær óþekkt en að undanförnu hefur hann öðlast frægð í netheimum fyrir að kremja hluti með vökvapressu.

Stærstan hluta frægðar sinnar má Vuohensilta þakka notendum síðunnar Reddit. Áður horfðu nokkur þúsund manns á myndbönd hans en nú er áhorf á hvert myndband mælt í milljónum.

Meðal hluta sem hafa orðið fyrir barðinu á græjunni má nefna ávexti, pappír, álpappír, „jawbreaker“ og svo mætti lengi telja.

Sjá einnig:Milljónir manna vilja sjá hluti kramda - Myndbönd

Frægðin skilaði sér í því að demantafamleiðandi sendi Finnanum demant svo hægt væri að kanna hvort hann stæðist prófið.

„Þeir segja að demantar séu eilífir. En hve lengi?“ sagði Vuohensilta áður en kveikt var á pressunni. Óhætt er að fyllyrða að demanturinn hafi ekki átt mikinn séns gegn græjunni.

Myndband af þessu má sjá hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×