Eyjólfur: Þeir vilja slagsmál en við ætlum að halda okkur við fótboltann Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. september 2016 08:30 Íslenska U21 árs landsliðið í fótbolta mætir Norður-Írlandi í kvöld í Belfast í mikilvægum leik í undankeppni EM 2017 en leikurinn hefst klukkan 18.00 að íslenskum tíma. Ísland er í öðru sæti síns riðils með tólf stig, tveimur stigum minna en Frakkland en strákarnir okkar eiga leik til góða á Frakkana sem þeir einmitt mæta á þriðjudaginn.Sjá einnig:Oliver í Belfast: Þetta var slys og gerist ekki aftur Norður-Írland er neðst í riðlinum með eitt stig en það stig sótti liðið til Íslands í leik þar sem íslenska liðið fór illa að ráði sínu í Árbænum. „Æfingar eru búnar að ganga vel og undirbúningur í fínasta lagi. Við erum bara spenntir að fara í þennan mikilvæga leik þar sem við ætlum okkur sigur,“ segir Eyjólfur Sverrisson, þjálfari liðsins, í viðtali við heimasíðu KSÍ en við hverju býst hann í Belfast? „Mikilli baráttu. Þeir hleypa leiknum mikið upp í baráttu og slagsmál. Við ætlum að reyna að halda okkur við fótboltann og vera fljótir að færa boltann á milli vallarhelminga þannig við náum að brjóta þá á bak aftur.“ Þrátt fyrir að mæta neðsta liðinu vill Eyjólfur ekkert vanmat. Hann vill aftur á móti sigur og að strákarnir geri betur fyrir framan markið en þeir gerðu þegar liðin mættust á Íslandi. „Þeir eru með fínt lið og stóðu sig vel á Íslandi í erfiðum aðstæðum. Það var rok og rigning og var baráttuleikur. Við fengum færi til að klára leikinn en náðum ekki að nýta þau færi. Þá verða leikirnir erfiðir en við verðum að vera klárir að nýta færin núna,“ segir Eyjólfur. „Ég reikna með að þetta verði virkilega erfiður leikur og það verði erfitt að brjóta þá á bak aftur en við ætlum okkur sigur,“ segir Eyjólfur Sverrisson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Oliver í Belfast: Þetta var slys og gerist ekki aftur U21 árs landsliðið mætir Norður-Írlandi í mikilvægum leik í undankeppni EM 2017 á morgun. 1. september 2016 14:30 Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Íslenska U21 árs landsliðið í fótbolta mætir Norður-Írlandi í kvöld í Belfast í mikilvægum leik í undankeppni EM 2017 en leikurinn hefst klukkan 18.00 að íslenskum tíma. Ísland er í öðru sæti síns riðils með tólf stig, tveimur stigum minna en Frakkland en strákarnir okkar eiga leik til góða á Frakkana sem þeir einmitt mæta á þriðjudaginn.Sjá einnig:Oliver í Belfast: Þetta var slys og gerist ekki aftur Norður-Írland er neðst í riðlinum með eitt stig en það stig sótti liðið til Íslands í leik þar sem íslenska liðið fór illa að ráði sínu í Árbænum. „Æfingar eru búnar að ganga vel og undirbúningur í fínasta lagi. Við erum bara spenntir að fara í þennan mikilvæga leik þar sem við ætlum okkur sigur,“ segir Eyjólfur Sverrisson, þjálfari liðsins, í viðtali við heimasíðu KSÍ en við hverju býst hann í Belfast? „Mikilli baráttu. Þeir hleypa leiknum mikið upp í baráttu og slagsmál. Við ætlum að reyna að halda okkur við fótboltann og vera fljótir að færa boltann á milli vallarhelminga þannig við náum að brjóta þá á bak aftur.“ Þrátt fyrir að mæta neðsta liðinu vill Eyjólfur ekkert vanmat. Hann vill aftur á móti sigur og að strákarnir geri betur fyrir framan markið en þeir gerðu þegar liðin mættust á Íslandi. „Þeir eru með fínt lið og stóðu sig vel á Íslandi í erfiðum aðstæðum. Það var rok og rigning og var baráttuleikur. Við fengum færi til að klára leikinn en náðum ekki að nýta þau færi. Þá verða leikirnir erfiðir en við verðum að vera klárir að nýta færin núna,“ segir Eyjólfur. „Ég reikna með að þetta verði virkilega erfiður leikur og það verði erfitt að brjóta þá á bak aftur en við ætlum okkur sigur,“ segir Eyjólfur Sverrisson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Oliver í Belfast: Þetta var slys og gerist ekki aftur U21 árs landsliðið mætir Norður-Írlandi í mikilvægum leik í undankeppni EM 2017 á morgun. 1. september 2016 14:30 Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Oliver í Belfast: Þetta var slys og gerist ekki aftur U21 árs landsliðið mætir Norður-Írlandi í mikilvægum leik í undankeppni EM 2017 á morgun. 1. september 2016 14:30