Vilja kynnast innflytjendum Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 3. október 2016 06:45 Eyrún Eyþórsdóttir lögreglufulltrúi vill auka traust innflytjenda á lögreglunni og skapa samtalsvettvang fyrir lögreglumenn og innflytjendur. vísir/ernir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill kynnast innflytjendum betur. Hafið er verkefni innan embættisins þar sem innflytjendur og lögreglumenn embættisins hittast og ræða saman. Í sumar fékk embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu einnar milljónar króna styrk frá þróunarsjóði innflytjendamála til að vinna verkefnið: Lögregla í fjölbreyttu samfélagi. Verkefnið gengur út á það að skapa vettvang þar sem lögreglumenn og innflytjendur, utan Evrópu, eiga samtal með því markmiði að skapa þekkingu, traust og efla menningarlæsi lögreglumanna. Eyrún Eyþórsdóttir, lögreglufulltrúi og mannfræðingur sem sér um hatursglæpi og minnihlutatengsl hjá embættinu, stýrir verkefninu. Hún segist vonast til þess að með verkefninu verði til samráðsvettvangur lögreglu og innflytjenda til frambúðar. „Væntingar til verkefnisins eru helst að einhvers konar „afurð“ eins og handbók eða tillögur fyrir lögreglumenn verði til, skrifaðar af hópnum. Einnig að þátttakendur fái jákvæða mynd af lögreglunni og upplifi fagleika lögreglumanna og á hinn bóginn að lögreglumenn upplifi öryggi í starfi sínu gagnvart fjölbreytni samfélagsins. Það er von okkar að þessi jákvæða reynsla skili sér víðar t.d. til annarra lögreglumanna og innflytjenda sem tóku ekki sjálfir þátt í verkefninu. Og að grundvöllur skapist, til að mynda eins konar samráðsvettvangur lögreglu og innflytjenda, sem yrði til frambúðar,“ segir Eyrún. Hún segir að víða erlendis upplifi fólk að það eigi ekki gott aðgengi að lögreglu og leiti ekki til hennar. „Með þessu verkefni viljum við að allir upplifi að lögreglan á Íslandi þjónusti alla þegna samfélagsins,“ segir Eyrún og minnir á að verkefnið snúi ekki síður að því að fá lögreglumenn til að upplifa fjölbreytni samfélagsins. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur óskað eftir þátttakendum í verkefnið og meðal annars auglýst eftir þátttakendum á Facebook. Eyrún segir marga hafa sýnt áhuga á því að vera með en stefnt sé að því að rúmlega þrjátíu manns taki þátt í verkefninu. „Lögð er áhersla á að þátttakendur endurspegli fjölbreytni m.a. með tilliti til kyns og kynvitundar, aldurs, trúar og uppruna auk þess sem við horfum til skörunar þátta sem byggja upp sjálfsmynd fólks,“ segir Eyrún sem segir að enn sé verið að bæta í hópinn. Kröfurnar séu þær að viðkomandi sé innflytjandi, eigi rætur að rekja til landa utan Evrópu og sé búsettur á höfuðborgarsvæðinu. Eyrún segir að þörf sé fyrir verkefnið. „Mikil einsleitni er innan lögreglunnar auk þess sem í gegnum tíðina hefur fræðsla um fjölbreytni samfélagsins verið af afar skornum skammti í grunnnámi lögreglumanna og ekki til staðar í framhaldsnámskeiðum sem hafa verið í boði. Þegar lögregla endurspeglar ekki samfélag sitt eða hefur ekki þekkingu á öllum kimum samfélagsins má ætla að hún eigi erfitt með að tengjast samfélaginu í heild sinni og skilja þarfir ólíkra hópa gagnvart þjónustuhlutverki stofnunarinnar,“ segir Eyrún sem segist vona að í nýju lögreglunámi á háskólastigi verði þessi fræðsla efld.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill kynnast innflytjendum betur. Hafið er verkefni innan embættisins þar sem innflytjendur og lögreglumenn embættisins hittast og ræða saman. Í sumar fékk embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu einnar milljónar króna styrk frá þróunarsjóði innflytjendamála til að vinna verkefnið: Lögregla í fjölbreyttu samfélagi. Verkefnið gengur út á það að skapa vettvang þar sem lögreglumenn og innflytjendur, utan Evrópu, eiga samtal með því markmiði að skapa þekkingu, traust og efla menningarlæsi lögreglumanna. Eyrún Eyþórsdóttir, lögreglufulltrúi og mannfræðingur sem sér um hatursglæpi og minnihlutatengsl hjá embættinu, stýrir verkefninu. Hún segist vonast til þess að með verkefninu verði til samráðsvettvangur lögreglu og innflytjenda til frambúðar. „Væntingar til verkefnisins eru helst að einhvers konar „afurð“ eins og handbók eða tillögur fyrir lögreglumenn verði til, skrifaðar af hópnum. Einnig að þátttakendur fái jákvæða mynd af lögreglunni og upplifi fagleika lögreglumanna og á hinn bóginn að lögreglumenn upplifi öryggi í starfi sínu gagnvart fjölbreytni samfélagsins. Það er von okkar að þessi jákvæða reynsla skili sér víðar t.d. til annarra lögreglumanna og innflytjenda sem tóku ekki sjálfir þátt í verkefninu. Og að grundvöllur skapist, til að mynda eins konar samráðsvettvangur lögreglu og innflytjenda, sem yrði til frambúðar,“ segir Eyrún. Hún segir að víða erlendis upplifi fólk að það eigi ekki gott aðgengi að lögreglu og leiti ekki til hennar. „Með þessu verkefni viljum við að allir upplifi að lögreglan á Íslandi þjónusti alla þegna samfélagsins,“ segir Eyrún og minnir á að verkefnið snúi ekki síður að því að fá lögreglumenn til að upplifa fjölbreytni samfélagsins. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur óskað eftir þátttakendum í verkefnið og meðal annars auglýst eftir þátttakendum á Facebook. Eyrún segir marga hafa sýnt áhuga á því að vera með en stefnt sé að því að rúmlega þrjátíu manns taki þátt í verkefninu. „Lögð er áhersla á að þátttakendur endurspegli fjölbreytni m.a. með tilliti til kyns og kynvitundar, aldurs, trúar og uppruna auk þess sem við horfum til skörunar þátta sem byggja upp sjálfsmynd fólks,“ segir Eyrún sem segir að enn sé verið að bæta í hópinn. Kröfurnar séu þær að viðkomandi sé innflytjandi, eigi rætur að rekja til landa utan Evrópu og sé búsettur á höfuðborgarsvæðinu. Eyrún segir að þörf sé fyrir verkefnið. „Mikil einsleitni er innan lögreglunnar auk þess sem í gegnum tíðina hefur fræðsla um fjölbreytni samfélagsins verið af afar skornum skammti í grunnnámi lögreglumanna og ekki til staðar í framhaldsnámskeiðum sem hafa verið í boði. Þegar lögregla endurspeglar ekki samfélag sitt eða hefur ekki þekkingu á öllum kimum samfélagsins má ætla að hún eigi erfitt með að tengjast samfélaginu í heild sinni og skilja þarfir ólíkra hópa gagnvart þjónustuhlutverki stofnunarinnar,“ segir Eyrún sem segist vona að í nýju lögreglunámi á háskólastigi verði þessi fræðsla efld.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira