Kæra Bakkalínur til ESA Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. október 2016 09:53 Það er mat samtakanna að slík lög væru brot á rétti umhverfisverndarsamtaka til að bera ákvarðanir stjórnvalda undir dómstól. fréttablaðið/anton Náttúruverndarsamtökin Fjöregg í Mývatnssveit og Landvernd hafa kært fyrirhugaða lagasetningu um Bakkalínur til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindarmála stöðvaði framkvæmdir við lagningu háspennulína frá Kröflu og Þeistareykjum að kísilverksmiðju þýska fyrirtæksins CCP á Bakka fyrir nokkrum vikum að kröfu Landverndar á grundvelli náttúruverndarlaga frá árinu 2015. Nefndin leggst ekki gegn framkvæmdinni en áskilur sér rétt til að fara yfir forsendur framkvæmdanna vegna kæru Landverndar sem telur að háspennulínurnar muni valda tjóni á vernduðu hrauni. Skömmu síðar samþykkti ríkisstjórnin á sérstökum aukafundi að leggja fram frumvarp um lagningu háspennulína frá Þeistareykjum og Kröflu að Bakka Sem veitir Landsneti framkvæmdaleyfi með lögum og heimild til að reisa línurnar sem um ræðir. Er frumvarpið nú til umræðu á þingi. Í tilkynningu frá Landvernd og Fjöreggi segir að það sé mat samtakanna að slík lög væru brot á rétti umhverfisverndarsamtaka til að bera ákvarðanir stjórnvalda undir dómstól eða annan óháðan og sjálfstæðan úrskurðaraðila. „Við ákváðum að leita strax til ESA með þetta mál og höfum fengið það staðfest að þau muni skoða málið ef og þá um leið og lögin yrðu samþykkt af Alþingi“, er haft eftir Ólafi Þresti Stefánssyni, formanni Fjöreggs í Mývatnssveit í tilkynningu frá samtökunum. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar segir að samtökin séu einnig að kanna möguleikann á því að kvarta til eftirlitsnefndar Árósasamningsins og að senda kæru til Mannréttindadómstóls Evrópu verði frumvarpið samþykkt. Vísar hann til umsagnar hollenska lagaprófessorsins Kees Bastmeijer um lögin til atvinnuveganefndar Alþingis þar sem hann segir líklegt að lögin fari gegn ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu um réttláta málsmeðferð. „Sú staðreynd að líklega eru bara ein til tvær vikur í úrskurð sýna einbeittan brotavilja stjórnvalda gegn náttúruvernd og umhverfisverndarsamtökum í landinu. Á sama tíma þegja þunnu hljóði þau yfirvöld sem bera ábyrgð á framfylgd umhverfis- og náttúruverndarlaga í landinu, þ.e.a.s. umhverfisráðuneytið og undirstofnanir þess“, segir Guðmundur Ingi. Tengdar fréttir Stöðva framkvæmdir við Þeistareykjalínu 1 og Kröflulínu 4 Forstjóra Landsnets segir að stöðvun sem þessi hafi mikil áhrif á framkvæmdir og mögulega standi Landsnet frammi fyrir því að geta ekki staðið við skuldbindingar sínar vegna Bakka og Þeistareykjavirkjunar. 21. ágúst 2016 17:31 Stjórnarandstaðan leggst gegn flýtimeðferð á raflínum til Bakka Iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir ekki hægt að bíða fram yfir kosningar með að heimila lagningu raflína frá Þeistareykjum og Kröflu til Bakka. 21. september 2016 20:15 Ríkisstjórnin leggur fram frumvarp um háspennulínur að Bakka Iðnaðar- og viðskiptaráðherra segist ekki trúa öðru en samstaða náist við stjórnarandstöðuna enda miklir hagsmunir í húfi. 21. september 2016 12:18 Landvernd fer fram á nýtt umhverfismat Landvernd ítrekar fyrri afstöðu sína um að umhverfismeta beri fleiri valkosti en loftlínu frá Kröflu að Bakka svo draga megi úr umhverfisáhrifum. 23. ágúst 2016 12:28 Mælt fyrir umdeildu frumvarpi um raflínur til Bakka Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hætti við að vera viðstödd lagningu hornsteins að Þeistareykjavirkjun til að að mæla fyrir frumvarpi um raflínur. 23. september 2016 13:42 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Náttúruverndarsamtökin Fjöregg í Mývatnssveit og Landvernd hafa kært fyrirhugaða lagasetningu um Bakkalínur til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindarmála stöðvaði framkvæmdir við lagningu háspennulína frá Kröflu og Þeistareykjum að kísilverksmiðju þýska fyrirtæksins CCP á Bakka fyrir nokkrum vikum að kröfu Landverndar á grundvelli náttúruverndarlaga frá árinu 2015. Nefndin leggst ekki gegn framkvæmdinni en áskilur sér rétt til að fara yfir forsendur framkvæmdanna vegna kæru Landverndar sem telur að háspennulínurnar muni valda tjóni á vernduðu hrauni. Skömmu síðar samþykkti ríkisstjórnin á sérstökum aukafundi að leggja fram frumvarp um lagningu háspennulína frá Þeistareykjum og Kröflu að Bakka Sem veitir Landsneti framkvæmdaleyfi með lögum og heimild til að reisa línurnar sem um ræðir. Er frumvarpið nú til umræðu á þingi. Í tilkynningu frá Landvernd og Fjöreggi segir að það sé mat samtakanna að slík lög væru brot á rétti umhverfisverndarsamtaka til að bera ákvarðanir stjórnvalda undir dómstól eða annan óháðan og sjálfstæðan úrskurðaraðila. „Við ákváðum að leita strax til ESA með þetta mál og höfum fengið það staðfest að þau muni skoða málið ef og þá um leið og lögin yrðu samþykkt af Alþingi“, er haft eftir Ólafi Þresti Stefánssyni, formanni Fjöreggs í Mývatnssveit í tilkynningu frá samtökunum. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar segir að samtökin séu einnig að kanna möguleikann á því að kvarta til eftirlitsnefndar Árósasamningsins og að senda kæru til Mannréttindadómstóls Evrópu verði frumvarpið samþykkt. Vísar hann til umsagnar hollenska lagaprófessorsins Kees Bastmeijer um lögin til atvinnuveganefndar Alþingis þar sem hann segir líklegt að lögin fari gegn ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu um réttláta málsmeðferð. „Sú staðreynd að líklega eru bara ein til tvær vikur í úrskurð sýna einbeittan brotavilja stjórnvalda gegn náttúruvernd og umhverfisverndarsamtökum í landinu. Á sama tíma þegja þunnu hljóði þau yfirvöld sem bera ábyrgð á framfylgd umhverfis- og náttúruverndarlaga í landinu, þ.e.a.s. umhverfisráðuneytið og undirstofnanir þess“, segir Guðmundur Ingi.
Tengdar fréttir Stöðva framkvæmdir við Þeistareykjalínu 1 og Kröflulínu 4 Forstjóra Landsnets segir að stöðvun sem þessi hafi mikil áhrif á framkvæmdir og mögulega standi Landsnet frammi fyrir því að geta ekki staðið við skuldbindingar sínar vegna Bakka og Þeistareykjavirkjunar. 21. ágúst 2016 17:31 Stjórnarandstaðan leggst gegn flýtimeðferð á raflínum til Bakka Iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir ekki hægt að bíða fram yfir kosningar með að heimila lagningu raflína frá Þeistareykjum og Kröflu til Bakka. 21. september 2016 20:15 Ríkisstjórnin leggur fram frumvarp um háspennulínur að Bakka Iðnaðar- og viðskiptaráðherra segist ekki trúa öðru en samstaða náist við stjórnarandstöðuna enda miklir hagsmunir í húfi. 21. september 2016 12:18 Landvernd fer fram á nýtt umhverfismat Landvernd ítrekar fyrri afstöðu sína um að umhverfismeta beri fleiri valkosti en loftlínu frá Kröflu að Bakka svo draga megi úr umhverfisáhrifum. 23. ágúst 2016 12:28 Mælt fyrir umdeildu frumvarpi um raflínur til Bakka Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hætti við að vera viðstödd lagningu hornsteins að Þeistareykjavirkjun til að að mæla fyrir frumvarpi um raflínur. 23. september 2016 13:42 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Stöðva framkvæmdir við Þeistareykjalínu 1 og Kröflulínu 4 Forstjóra Landsnets segir að stöðvun sem þessi hafi mikil áhrif á framkvæmdir og mögulega standi Landsnet frammi fyrir því að geta ekki staðið við skuldbindingar sínar vegna Bakka og Þeistareykjavirkjunar. 21. ágúst 2016 17:31
Stjórnarandstaðan leggst gegn flýtimeðferð á raflínum til Bakka Iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir ekki hægt að bíða fram yfir kosningar með að heimila lagningu raflína frá Þeistareykjum og Kröflu til Bakka. 21. september 2016 20:15
Ríkisstjórnin leggur fram frumvarp um háspennulínur að Bakka Iðnaðar- og viðskiptaráðherra segist ekki trúa öðru en samstaða náist við stjórnarandstöðuna enda miklir hagsmunir í húfi. 21. september 2016 12:18
Landvernd fer fram á nýtt umhverfismat Landvernd ítrekar fyrri afstöðu sína um að umhverfismeta beri fleiri valkosti en loftlínu frá Kröflu að Bakka svo draga megi úr umhverfisáhrifum. 23. ágúst 2016 12:28
Mælt fyrir umdeildu frumvarpi um raflínur til Bakka Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hætti við að vera viðstödd lagningu hornsteins að Þeistareykjavirkjun til að að mæla fyrir frumvarpi um raflínur. 23. september 2016 13:42