Mælt fyrir umdeildu frumvarpi um raflínur til Bakka Heimir Már Pétursson skrifar 23. september 2016 13:42 Hornsteinn verður lagður að Þeistareykjavirkjun í dag en frumvarp iðnaðar- og viðskiptaráðherra um lagningu raflína frá virkjuninni og frá Kröfluvirkjun að Bakka kemur til fyrstu umræðu á Alþingi í dag. Ráðherra segir skipta miklu máli að frumvarpið verði sem fyrst að lögum. Ríkisstjórnin samþykkti á aukafundi á miðvikudag að leggja fram frumvarp til sérlaga um heimild til Landsnets að leggja raflínur frá Þeistareykjum og Kröfluvirkjun að Bakka. Þar er uppbygging þýska kísilfyrirtækisins PCC langt á veg komin. Framlagning frumvarpsins var samþykkt með afbrigðum á Alþingi í gær og fyrsta umræða um það er á dagskrá Alþingis í dag. Til stóð að Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra færi með fjármálaráðherra, forseta Íslands, forstjóra Landsvirkjunar og fleirum norður í dag þar sem forsetinn mun leggja hornstein að virkjuninni við athöfn sem hefst klukkan hálf þrjú. Ragnheiður Elín hefur hins vegar aflýst ferð sinni norður vegna umræðunnar um frumvarpið. Í viðtali sem fréttastofa tók við hana á miðvikudag sagði hún fullreynt að reyna að ná sátt um lagningu raflínanna og því þyrfti að leggja frumvarpið fram. Enda hefðu sveitarfélög fyrir norðan sem samþykkt hefðu aðal- og deiliskipulag, þrýst á stjórnvöld og ekki væri hægt að vinna við lagningu línanna yfir hörðustu vetrarmánuðina. „Og sama hvað mönnum kann að finnast þá er það óumdeilt að þarna eru gríðarlegir hagsmunir undir. Það er verið að reisa virkjun sem lagður verður hornsteinn að á föstudag (í dag). Það er þegar byrjað að framkvæma og þær komnar vel á veg á Bakka. En það vantar tenginguna á milli. Það vantar línurnar sem tengja virkjunina og koma henni í gang. Það er staða sem við getum ekki setið og horft á,“ sagði Ragnheiður Elín. Hins vegar er ljóst að frumvarpið mun mæta mikilli andstöðu frá stjórnarandstöðunni og hefur Björt Ólafsdóttir þingflokksformaður Bjartrar framtíðar m.a. lýst yfir að þingmenn flokksins leggist alfarið gegn frumvarpinu. Frumvarpið felur í sér að mat úrskurðarnefndar auðlinda- og umhverfismála á kæru Landsnets vegna línulagnarinnar verður stöðvað. Það deilir enginn um að það eru miklir hagsmunir í húfi. Teljið þið að þetta mál þoli að bíða fram yfir kosningar? „Við teljum að náttúra Íslands þoli það og eigi að njóta vafans. Ákvarðanir sem lúta að henni þurfa að fá að fara í það ferli sem lögboðið er. Annað er ekki sæmandi og það þarf að hafa sinn gang,“ sagði Björt Ólafsdóttir. Ragnheiður Elín mælir fyrir frumvarpinu á Alþingi á þingfundi sem hefst klukkan 13:40. Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira
Hornsteinn verður lagður að Þeistareykjavirkjun í dag en frumvarp iðnaðar- og viðskiptaráðherra um lagningu raflína frá virkjuninni og frá Kröfluvirkjun að Bakka kemur til fyrstu umræðu á Alþingi í dag. Ráðherra segir skipta miklu máli að frumvarpið verði sem fyrst að lögum. Ríkisstjórnin samþykkti á aukafundi á miðvikudag að leggja fram frumvarp til sérlaga um heimild til Landsnets að leggja raflínur frá Þeistareykjum og Kröfluvirkjun að Bakka. Þar er uppbygging þýska kísilfyrirtækisins PCC langt á veg komin. Framlagning frumvarpsins var samþykkt með afbrigðum á Alþingi í gær og fyrsta umræða um það er á dagskrá Alþingis í dag. Til stóð að Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra færi með fjármálaráðherra, forseta Íslands, forstjóra Landsvirkjunar og fleirum norður í dag þar sem forsetinn mun leggja hornstein að virkjuninni við athöfn sem hefst klukkan hálf þrjú. Ragnheiður Elín hefur hins vegar aflýst ferð sinni norður vegna umræðunnar um frumvarpið. Í viðtali sem fréttastofa tók við hana á miðvikudag sagði hún fullreynt að reyna að ná sátt um lagningu raflínanna og því þyrfti að leggja frumvarpið fram. Enda hefðu sveitarfélög fyrir norðan sem samþykkt hefðu aðal- og deiliskipulag, þrýst á stjórnvöld og ekki væri hægt að vinna við lagningu línanna yfir hörðustu vetrarmánuðina. „Og sama hvað mönnum kann að finnast þá er það óumdeilt að þarna eru gríðarlegir hagsmunir undir. Það er verið að reisa virkjun sem lagður verður hornsteinn að á föstudag (í dag). Það er þegar byrjað að framkvæma og þær komnar vel á veg á Bakka. En það vantar tenginguna á milli. Það vantar línurnar sem tengja virkjunina og koma henni í gang. Það er staða sem við getum ekki setið og horft á,“ sagði Ragnheiður Elín. Hins vegar er ljóst að frumvarpið mun mæta mikilli andstöðu frá stjórnarandstöðunni og hefur Björt Ólafsdóttir þingflokksformaður Bjartrar framtíðar m.a. lýst yfir að þingmenn flokksins leggist alfarið gegn frumvarpinu. Frumvarpið felur í sér að mat úrskurðarnefndar auðlinda- og umhverfismála á kæru Landsnets vegna línulagnarinnar verður stöðvað. Það deilir enginn um að það eru miklir hagsmunir í húfi. Teljið þið að þetta mál þoli að bíða fram yfir kosningar? „Við teljum að náttúra Íslands þoli það og eigi að njóta vafans. Ákvarðanir sem lúta að henni þurfa að fá að fara í það ferli sem lögboðið er. Annað er ekki sæmandi og það þarf að hafa sinn gang,“ sagði Björt Ólafsdóttir. Ragnheiður Elín mælir fyrir frumvarpinu á Alþingi á þingfundi sem hefst klukkan 13:40.
Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira