Viðskipti innlent

Stöðva framkvæmdir við Þeistareykjalínu 1 og Kröflulínu 4

Atli Ísleifsson skrifar
Lengd fyrirhugaðrar Þeistareykjalínu 1 er 28,2 km frá Þeistareykjum að Bakka og liggja 7,7 km innan Þingeyjarsveitar.
Lengd fyrirhugaðrar Þeistareykjalínu 1 er 28,2 km frá Þeistareykjum að Bakka og liggja 7,7 km innan Þingeyjarsveitar. Mynd/Völundur Jónsson
Framkvæmdir við Þeistareykjalínu 1 og Kröflulínu 4 hafa verið stöðvaðar að kröfu Landverndar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsneti. Þar segir að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafi á föstudag fellt tvo úrskurði um stöðvun framkvæmda vegna ákvarðana sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar um að samþykkja framkvæmdaleyfi fyrir Þeistareykjalínu 1 og Kröflulínu 4. Úrskurðirnir séu til bráðabirgða á meðan nefndin fjalli um kærur Landverndar vegna útgáfu framkvæmdaleyfanna.

Í tilkynningunni er haft eftir Guðmundi Inga Ásmundssyni, forstjóra Landsnets, að stöðvun sem þessi hafi mikil áhrif á framkvæmdir og mögulega standi Landsnet frammi fyrir því að geta ekki staðið við skuldbindingar sínar vegna Bakka og Þeistareykjavirkjunar.

Guðmundur Ingi Ásmundsson.Vísir/GVA
„Framkvæmdirnar hafa farið í gegnum alla lögbundna ferla er snúa að umhverfismati og skipulagi. Í tilviki Þeistareykjalínu 1 hefur verið  breið sátt um verkefnið og  samið við alla landeigendur á línuleiðinni. Fyrir framkvæmdaraðila eins og Landsnet er mikilvægt að ferlarnir sem fyrirtækið starfar eftir séu skýrir.  Það hlýtur að vera umhugsunarefni ef stjórnsýslan er orðin með þeim hætti að verið sé að fjalla um grundvallarþætti umhverfismatsins og fyrri stjórnsýsluákvarðanir  svo seint í ferlinu. Þó mismunandi skoðanir séu um túlkanir laga og afturvirkni breytinga á þeim þá er markmið laganna áfram  að dregið sé úr áhrifum framkvæmdanna á umhverfið og að umhverfismatið sé unnið á faglegum forsendum.  Hefur öll sú mikla vinna sem fram hefur farið miðað að því.  Landsnet hefur nú þegar óskað eftir flýtimeðferð hjá úrskurðarnefndinni,” er haft eftir Guðmundi Inga.

Þeistareykjalína 1

Lengd fyrirhugaðrar Þeistareykjalínu 1 er 28,2 km frá Þeistareykjum að Bakka og liggja 7,7 km innan Þingeyjarsveitar. Innan Norðurþings er línan rúmir 20 km. Úrskurðurinn felur í sér að Landsneti er óheimilt að hefja framkvæmdir við Þeistareykjalínu 1 innan Þingeyjarsveitar. Framkvæmdir á viðkomandi svæði voru ekki hafnar.

Kröflulína 4

Lengd fyrirhugaðrar Kröflulínu 4 er 32,7 km frá Kröflu að Þeistareykjum og liggja um 12 km innan Þingeyjarsveitar. Innan Skútustaðahrepps er línan um 21 km. Hvað varðar Kröflulínu 4 innan Þingeyjarsveitar tekur úrskurður um stöðvun til framkvæmda í nágrenni  Þeistareykjavirkjunar sem er um 7 km af línuleiðinni.  Sökum þessa hafa framkvæmdir á viðkomandi svæði þegar verið stöðvaðar,“ segir í tilkynningunni.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ARION
2,88
84
1.509.460
LEQ
1,07
3
1.561
EIK
1,02
9
162.021
ORIGO
0,87
6
8.077
MAREL
0,79
42
399.998

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REGINN
-2,53
5
5.773
BRIM
-2,18
11
121.698
REITIR
-1,2
9
30.241
EIM
-1,01
11
119.722
SKEL
-0,94
2
5.998
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.