Túlkun Vigdísar á Litlu gulu hænunni vekur furðu Jakob Bjarnar skrifar 3. október 2016 10:32 Líkingarmál Vigdísar hefur vakið furðu en hún segir að ekki gefist vel að skreyta sig stolnum fjöðurum og því miður lifi Litla gula hænan góðu lífi enn þann dag í dag. Helstu stuðningsmenn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sem tapaði fyrir Sigurði Inga Jóhannssyni í formannsslag í Framsóknarflokknum á flokksþingi í gær, eiga erfitt með að leyna gremju sinni og vonbrigðum. Enda lögðu þeir talsvert mikið undir í aðdraganda kosninga með hástemmdum lýsingum á því hversu mikill yfirburðamaður Sigmundur er. Úr þeim ranni hafa þó ummæli Vigdísar Hauksdóttur, formanns fjárlaganefndar, vakið mestu athyglina. Og þá einkum líkingarmál hennar. Vigdís segir: „Framsóknarmenn gerðu risastór mistök í dag á flokksþinginu Það hefur aldrei reynst vel að skreyta sig með stolnum fjöðrum Litla gula hænan lifir góðu lífi - því miður“.Vinstra pakkið er Litla gula hænan Afrit af þessum ummælum Vigdísar flugu um Facebook í gærkvöldi og fáir fá botn í þetta líkingarmál; helst er á Vigdísi að skilja að aðalpersónan í Litlu gulu hænunni, dæmisaga sem notuð hefur verið við lestrarkennslu í barnaskóla til margra ára, sé skúrkurinn í sögunni. Sem skreytir sig stolnum fjöðrum. Bókmenntafræðingar hafa lengi talið boðskap sögunnar þann að fólk (Litla gula hænan) eigi að njóta afraksturs vinnu sinnar en ekki þeir sem ekkert leggja af mörkum og teljast þannig afætur. En, vinir Vigdísar á Facebook virðast hins vegar vita hvað hún meinar. Þannig segir Helgi Bjarnason í athugasemd: „Vinstra pakkið, a.k.a. litla gula hænan hefur allt of lengi fengið að verpa lýðskrums eggjum sínum í hreiður sannleikans, Sigmundur D. er afburðarmaður, hann hefur tamið og beislað erlenda kröfuhafa til hlýðni og verið hvatamaður að innspýtingu fjármagns frá skattaskjólum og hefur núllstillt skuldastöðu ríkissjóðs!!“Ráðist á þann einstakling sem helst barðist fyrir þjóðina Vigdís vitnar í ummæli annars stuðningsmanns Sigmundar Davíðs, sem leynir ekki vonbrigðum sínum. Nefnilega Guðfinnu Jóh. Guðmundsdóttur borgarfulltrúa en hún og Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknarmanna í borginni, hafa verið áberandi í hópi stuðningsmanna Sigmundar: „Mikið rosalega er dapurt að sjá hvernig fólkið sem virðist lifa fyrir það eitt að skíta aðra út til að reyna upphefja sig sjálft ræðst á þann einstakling sem barðist fyrir þjóðina gegn Icesave, kom skuldaleiðréttingunni í gegn fyrir heimilin í landinu og tók slaginn við kröfuhafa föllnu bankanna og hafði þannig betur gegn fjármálaöflunum. Barátta hans, kjarkur og þor skilaði nokkur hundruð milljörðum í ríkiskassann og því er nú hægt að bæta kjör fólksins í landinu og m.a. byggja nýjan spítala. Kjör fólksins í landinu verða nefnilega ekki bætt með umræðustjórunum á feisbúkk.“ Tengdar fréttir Ósigur Sigmundar Flokksþing Framsóknarflokksins hverfðist um formannskjör á milli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sitjandi formanns, og Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra. 3. október 2016 08:00 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Helstu stuðningsmenn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sem tapaði fyrir Sigurði Inga Jóhannssyni í formannsslag í Framsóknarflokknum á flokksþingi í gær, eiga erfitt með að leyna gremju sinni og vonbrigðum. Enda lögðu þeir talsvert mikið undir í aðdraganda kosninga með hástemmdum lýsingum á því hversu mikill yfirburðamaður Sigmundur er. Úr þeim ranni hafa þó ummæli Vigdísar Hauksdóttur, formanns fjárlaganefndar, vakið mestu athyglina. Og þá einkum líkingarmál hennar. Vigdís segir: „Framsóknarmenn gerðu risastór mistök í dag á flokksþinginu Það hefur aldrei reynst vel að skreyta sig með stolnum fjöðrum Litla gula hænan lifir góðu lífi - því miður“.Vinstra pakkið er Litla gula hænan Afrit af þessum ummælum Vigdísar flugu um Facebook í gærkvöldi og fáir fá botn í þetta líkingarmál; helst er á Vigdísi að skilja að aðalpersónan í Litlu gulu hænunni, dæmisaga sem notuð hefur verið við lestrarkennslu í barnaskóla til margra ára, sé skúrkurinn í sögunni. Sem skreytir sig stolnum fjöðrum. Bókmenntafræðingar hafa lengi talið boðskap sögunnar þann að fólk (Litla gula hænan) eigi að njóta afraksturs vinnu sinnar en ekki þeir sem ekkert leggja af mörkum og teljast þannig afætur. En, vinir Vigdísar á Facebook virðast hins vegar vita hvað hún meinar. Þannig segir Helgi Bjarnason í athugasemd: „Vinstra pakkið, a.k.a. litla gula hænan hefur allt of lengi fengið að verpa lýðskrums eggjum sínum í hreiður sannleikans, Sigmundur D. er afburðarmaður, hann hefur tamið og beislað erlenda kröfuhafa til hlýðni og verið hvatamaður að innspýtingu fjármagns frá skattaskjólum og hefur núllstillt skuldastöðu ríkissjóðs!!“Ráðist á þann einstakling sem helst barðist fyrir þjóðina Vigdís vitnar í ummæli annars stuðningsmanns Sigmundar Davíðs, sem leynir ekki vonbrigðum sínum. Nefnilega Guðfinnu Jóh. Guðmundsdóttur borgarfulltrúa en hún og Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknarmanna í borginni, hafa verið áberandi í hópi stuðningsmanna Sigmundar: „Mikið rosalega er dapurt að sjá hvernig fólkið sem virðist lifa fyrir það eitt að skíta aðra út til að reyna upphefja sig sjálft ræðst á þann einstakling sem barðist fyrir þjóðina gegn Icesave, kom skuldaleiðréttingunni í gegn fyrir heimilin í landinu og tók slaginn við kröfuhafa föllnu bankanna og hafði þannig betur gegn fjármálaöflunum. Barátta hans, kjarkur og þor skilaði nokkur hundruð milljörðum í ríkiskassann og því er nú hægt að bæta kjör fólksins í landinu og m.a. byggja nýjan spítala. Kjör fólksins í landinu verða nefnilega ekki bætt með umræðustjórunum á feisbúkk.“
Tengdar fréttir Ósigur Sigmundar Flokksþing Framsóknarflokksins hverfðist um formannskjör á milli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sitjandi formanns, og Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra. 3. október 2016 08:00 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Ósigur Sigmundar Flokksþing Framsóknarflokksins hverfðist um formannskjör á milli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sitjandi formanns, og Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra. 3. október 2016 08:00