Friðarviðræðum Bandaríkjanna og Rússa slitið Samúel Karl Ólason skrifar 3. október 2016 18:08 Vísir/AFP Bandaríkin hafa slitið viðræðum sínum við Rússa um að endurvekja vopnahlé í Sýrlandi. Fyrr í dag höfðu Rússar slitið samstarfi ríkjanna varðandi eyðingu plútóníums. Samband ríkjanna hefur kólnað til muna á undanförnum mánuðum. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hótaði því í síðustu viku að slíta viðræðunum ef ekki yrði dregið úr loftárásum á austurhluta Aleppo, sem uppreisnarmenn halda. Bandaríkin segja að viðræðunum hafi verið slitið þar sem Rússar hafi ekki staðið við skuldbindingar sínar um að sjá til þess að hjálparstarfsmenn kæmu neyðarbirgðum til þeirra 250 þúsund manna sem halda til í borginni. Rússar hafa verið sakaðir um að fremja mögulega stríðsglæpi í Aleppo, af Sameinuðu þjóðunum og mannréttindasamtökum. Fyrr í dag bárust fregnir af því að stærsta sjúkrahús borgarinnar hefði verið eyðilagt í loftárás. Þrír starfsmenn sjúkrahússins létust í loftárásunum en sjúkrahúsið var rekið af samtökunum Syrian American Society.Segja Bandaríkin ógna jafnvægi Rússar tilkynntu í dag að þeir hafi slitið samstarfi þeirra við Bandaríkin varðandi eyðingu plútóníums. Samningurinn var samþykktur árið 2000 og endurnýjaður árið 2010 og samkvæmt honum átti hvort ríkið að eyða 34 tonnum af plútóníumi. Hægt væri að gera um 17 þúsund kjarnorkusprengjur úr því magni.Vladimir Putin, forseti Rússlands, sagði bandaríkin ógna jafnvægi heimsins með óvinsamlegum aðgerðum sínum gagnvart Rússlandi. Hann hefur lagt fram frumvarp þar sem skilyrði eru sett fyrir því að samkomulagið verði samþykkt aftur. Þau skilyrði fela í sér að Bandaríkin dragi úr veru hermanna og herafla í þeim ríkjum NATO sem gengu til liðs við bandalagið eftir 1. september árið 2000 og að allar viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gegn Rússlandi verði afnumdar og Rússar fái greiddar bætur vegna þeirra. Bæði Bandaríkin og Evrópusambandið hafa beitt Rússa þvingunum vegna innlimunar Krímskaga og aðgerða þeirra í austurhluta Úkraínu. Mið-Austurlönd Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Fleiri fréttir Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Sjá meira
Bandaríkin hafa slitið viðræðum sínum við Rússa um að endurvekja vopnahlé í Sýrlandi. Fyrr í dag höfðu Rússar slitið samstarfi ríkjanna varðandi eyðingu plútóníums. Samband ríkjanna hefur kólnað til muna á undanförnum mánuðum. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hótaði því í síðustu viku að slíta viðræðunum ef ekki yrði dregið úr loftárásum á austurhluta Aleppo, sem uppreisnarmenn halda. Bandaríkin segja að viðræðunum hafi verið slitið þar sem Rússar hafi ekki staðið við skuldbindingar sínar um að sjá til þess að hjálparstarfsmenn kæmu neyðarbirgðum til þeirra 250 þúsund manna sem halda til í borginni. Rússar hafa verið sakaðir um að fremja mögulega stríðsglæpi í Aleppo, af Sameinuðu þjóðunum og mannréttindasamtökum. Fyrr í dag bárust fregnir af því að stærsta sjúkrahús borgarinnar hefði verið eyðilagt í loftárás. Þrír starfsmenn sjúkrahússins létust í loftárásunum en sjúkrahúsið var rekið af samtökunum Syrian American Society.Segja Bandaríkin ógna jafnvægi Rússar tilkynntu í dag að þeir hafi slitið samstarfi þeirra við Bandaríkin varðandi eyðingu plútóníums. Samningurinn var samþykktur árið 2000 og endurnýjaður árið 2010 og samkvæmt honum átti hvort ríkið að eyða 34 tonnum af plútóníumi. Hægt væri að gera um 17 þúsund kjarnorkusprengjur úr því magni.Vladimir Putin, forseti Rússlands, sagði bandaríkin ógna jafnvægi heimsins með óvinsamlegum aðgerðum sínum gagnvart Rússlandi. Hann hefur lagt fram frumvarp þar sem skilyrði eru sett fyrir því að samkomulagið verði samþykkt aftur. Þau skilyrði fela í sér að Bandaríkin dragi úr veru hermanna og herafla í þeim ríkjum NATO sem gengu til liðs við bandalagið eftir 1. september árið 2000 og að allar viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gegn Rússlandi verði afnumdar og Rússar fái greiddar bætur vegna þeirra. Bæði Bandaríkin og Evrópusambandið hafa beitt Rússa þvingunum vegna innlimunar Krímskaga og aðgerða þeirra í austurhluta Úkraínu.
Mið-Austurlönd Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Fleiri fréttir Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Sjá meira