Alfreð: Fæ töluvert færri færi en í fyrra Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. október 2016 19:39 Alfreð skoraði mark Íslands í 1-1 jafnteflinu við Úkraínu í fyrsta leik íslenska liðsins í undankeppni HM 2018. vísir/epa Alfreð Finnbogason segir að það reyni á breiddina í íslenska fótboltalandsliðinu í leikjunum gegn Finnlandi og Tyrklandi í undankeppni HM 2018. Kolbeinn Sigþórsson er frá vegna meiðsla og þá er óvíst með þátttöku fleiri leikmanna. Aðrir leikmenn, sem hafa verið í smærri hlutverkum, gæti því þurft að taka aukna ábyrgð í leikjunum tveimur sem framundan eru. „Það er rétt. Þetta var magnað í síðustu undankeppni og á EM, hvað meiðsli og leikbönn varðar. Við gátum alltaf spilað á sama liðinu,“ sagði Alfreð í samtali við Tómas Þór Þórðarson á æfingu landsliðsins í Egilshöll í kvöld. „Núna reynir á breiddina og ég held að það sé gott inni á milli, að sjá hvernig staðan á liðinu er. Kannski gefur þetta liðinu fleiri möguleika í framtíðinni. Þetta er eitthvað sem þjálfararnir þurfa að útfæra og það verður forvitnilegt að sjá hvernig það gengur,“ bætti framherjinn við. Hann segir að það sé eitt að spila vináttulandsleiki og annað að byrja alvöru keppnisleiki þar sem allt er undir. „Æfingaleikir og keppnisleikir eru ekki alveg það sama. Það vilja allir spila mikilvægu leikina. Við fáum örugglega svör við ýmsum spurningum þegar leikmenn fá eldskírn í alvöru leikjum,“ sagði Alfreð sem leikur með Augsburg í Þýskalandi. Liðið hefur farið þokkalega af stað í vetur og er með sjö stig eftir fyrstu sex umferðirnar í þýsku deildinni. En er Alfreð ánægður með byrjunina? „Já, að mörgu leyti. Ég væri alveg til í að vera kominn með 10 mörk og fullt hús stiga. Við erum með nýjan þjálfara og nýjan leikstíl sem er svolítið öðruvísi frá því í fyrra. Það hefur tekið tíma fyrir mig og liðið að komast í takt við það,“ sagði Alfreð sem er kominn með eitt mark á tímabilinu. „Við erum á pari. Persónulega er ég að vinna meira fyrir liðið og fæ töluvert færri færi en í fyrra. Svo lengi sem ég spila hef ég ekki teljandi áhyggjur af því. Ef ég held áfram að taka hlaupin og spila fleiri mínútur koma mörkin.“ Alfreð og félagar mættu Werder Bremen, sem Aron Jóhannsson leikur með, á dögunum. Sá síðarnefndi kom Bremen yfir með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Áður en Aron steig á punktinn gekk Alfreð til markvarðar Augsburg, Marwin Hitz, og hvíslaði einhverju að honum. „Ég sagði við hann að ég vissi ekkert hvert hann myndi skjóta,“ sagði Alfreð um þessa sálfræðibrellu sína. „Ég ætlaði aðeins að rugla í hausnum á Aroni. Ég veit það sjálfur þegar þú ert að taka víti og einhver gerir svona ferðu að efast. Ég var ekki með neinar innherjaupplýsingar en markvörðurinn hlustaði allavega ekki á mig. Þetta voru ekki góð fyrirmæli,“ sagði Alfreð að endingu. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hörður Björgvin: Aldrei liðið jafn vel Varnarmaðurinn færði sig um set í sumar og kann afar vel við sig hjá Bristol City. 3. október 2016 19:03 Börsungurinn ekki með Tyrkjum gegn Íslandi Besti fótboltamaður tyrkneska landsliðsins er enn þá úti í kuldanum hjá þjálfarnaum. 2. október 2016 14:15 900 miðar á Tyrklandsleikinn í sölu á morgun Níuhundruð miðar á leik Íslands og Tyrklands í undankeppni HM 2018 fara í sölu á hádegi á morgun. 3. október 2016 17:34 Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Íslenski boltinn Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Fleiri fréttir James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjá meira
Alfreð Finnbogason segir að það reyni á breiddina í íslenska fótboltalandsliðinu í leikjunum gegn Finnlandi og Tyrklandi í undankeppni HM 2018. Kolbeinn Sigþórsson er frá vegna meiðsla og þá er óvíst með þátttöku fleiri leikmanna. Aðrir leikmenn, sem hafa verið í smærri hlutverkum, gæti því þurft að taka aukna ábyrgð í leikjunum tveimur sem framundan eru. „Það er rétt. Þetta var magnað í síðustu undankeppni og á EM, hvað meiðsli og leikbönn varðar. Við gátum alltaf spilað á sama liðinu,“ sagði Alfreð í samtali við Tómas Þór Þórðarson á æfingu landsliðsins í Egilshöll í kvöld. „Núna reynir á breiddina og ég held að það sé gott inni á milli, að sjá hvernig staðan á liðinu er. Kannski gefur þetta liðinu fleiri möguleika í framtíðinni. Þetta er eitthvað sem þjálfararnir þurfa að útfæra og það verður forvitnilegt að sjá hvernig það gengur,“ bætti framherjinn við. Hann segir að það sé eitt að spila vináttulandsleiki og annað að byrja alvöru keppnisleiki þar sem allt er undir. „Æfingaleikir og keppnisleikir eru ekki alveg það sama. Það vilja allir spila mikilvægu leikina. Við fáum örugglega svör við ýmsum spurningum þegar leikmenn fá eldskírn í alvöru leikjum,“ sagði Alfreð sem leikur með Augsburg í Þýskalandi. Liðið hefur farið þokkalega af stað í vetur og er með sjö stig eftir fyrstu sex umferðirnar í þýsku deildinni. En er Alfreð ánægður með byrjunina? „Já, að mörgu leyti. Ég væri alveg til í að vera kominn með 10 mörk og fullt hús stiga. Við erum með nýjan þjálfara og nýjan leikstíl sem er svolítið öðruvísi frá því í fyrra. Það hefur tekið tíma fyrir mig og liðið að komast í takt við það,“ sagði Alfreð sem er kominn með eitt mark á tímabilinu. „Við erum á pari. Persónulega er ég að vinna meira fyrir liðið og fæ töluvert færri færi en í fyrra. Svo lengi sem ég spila hef ég ekki teljandi áhyggjur af því. Ef ég held áfram að taka hlaupin og spila fleiri mínútur koma mörkin.“ Alfreð og félagar mættu Werder Bremen, sem Aron Jóhannsson leikur með, á dögunum. Sá síðarnefndi kom Bremen yfir með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Áður en Aron steig á punktinn gekk Alfreð til markvarðar Augsburg, Marwin Hitz, og hvíslaði einhverju að honum. „Ég sagði við hann að ég vissi ekkert hvert hann myndi skjóta,“ sagði Alfreð um þessa sálfræðibrellu sína. „Ég ætlaði aðeins að rugla í hausnum á Aroni. Ég veit það sjálfur þegar þú ert að taka víti og einhver gerir svona ferðu að efast. Ég var ekki með neinar innherjaupplýsingar en markvörðurinn hlustaði allavega ekki á mig. Þetta voru ekki góð fyrirmæli,“ sagði Alfreð að endingu.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hörður Björgvin: Aldrei liðið jafn vel Varnarmaðurinn færði sig um set í sumar og kann afar vel við sig hjá Bristol City. 3. október 2016 19:03 Börsungurinn ekki með Tyrkjum gegn Íslandi Besti fótboltamaður tyrkneska landsliðsins er enn þá úti í kuldanum hjá þjálfarnaum. 2. október 2016 14:15 900 miðar á Tyrklandsleikinn í sölu á morgun Níuhundruð miðar á leik Íslands og Tyrklands í undankeppni HM 2018 fara í sölu á hádegi á morgun. 3. október 2016 17:34 Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Íslenski boltinn Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Fleiri fréttir James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjá meira
Hörður Björgvin: Aldrei liðið jafn vel Varnarmaðurinn færði sig um set í sumar og kann afar vel við sig hjá Bristol City. 3. október 2016 19:03
Börsungurinn ekki með Tyrkjum gegn Íslandi Besti fótboltamaður tyrkneska landsliðsins er enn þá úti í kuldanum hjá þjálfarnaum. 2. október 2016 14:15
900 miðar á Tyrklandsleikinn í sölu á morgun Níuhundruð miðar á leik Íslands og Tyrklands í undankeppni HM 2018 fara í sölu á hádegi á morgun. 3. október 2016 17:34
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn