Fótbolti

Börsungurinn ekki með Tyrkjum gegn Íslandi

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Arda Turan er leikmaður Barcelona.
Arda Turan er leikmaður Barcelona. vísir/getty
Arda Turan, leikmaður Barcelona, verður ekki með tyrkneska landsliðinu þegar það mætir Íslandi á sunnudaginn í undankeppni HM 2018.

Arda, sem er að flestra mati besti leikmaður Tyrklands, hefur verið úti í kuldanum hjá landsliðsþjálfaranum Fatih Terim eftir að liðið féll úr leik í riðlakeppni EM 2016 í sumar.

Hann er í skammarkróknum ásamt öðrum reynsluboltum á borð við Selcuk Inan og Caner Erkin. Hvorugur þeirra hefur fengið kall í landsliðið eftir vonbrigðin í Frakklandi.

Þremenningarnir voru ekki heldur í landsliðshópnum sem mætti Króatíu í fyrsta leik riðilsins en þar gerðu liðin jafntefli í Zagreb. Öll liðin í riðli Íslands eru með eitt stig.

Tyrkneska liðið er engu að síður gríðarlega vel mannað en í hópnum eru Leverkusen-mennirnir Omer Toprak og Hakan Cahanoglu og Emre Bor, leikmaður Borussia Dortmund.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×