Íslenska Evrópuævintýrið ekki nóg til að fá tilnefningu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2016 10:00 Ragnar Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson í sigrinum á Englendingum. Vísir/Getty Joe Allen, miðjumaður Stoke City, er einn þeirra sem koma til greina í úrvalslið UEFA fyrir árið 2016. Enginn Íslendingur er aftur á móti á 40 manna listanum. Íslenska fótboltalandsliðið var spútnikliðið á EM í Frakklandi síðasta sumar ásamt landsliði Wales. Ísland komst í átta liða úrslit á sínu fyrsta stórmóti hjá karlalandsliðum og Wales fór í undanúrslit á fyrsta stórmóti sínu frá HM 1958. Velsku landsliðsmennirnir Joe Allen, Aaron Ramsey og Gareth Bale eru allir tilnefndir en hvergi má sjá nafn Gylfa Þórs Sigurðsson, Ragnars Sigurðssonar eða Kára Árnasonar. Íslensku landsliðsmennirnir fóru þetta mikið á liðsheildinni og það má líta á þessar tilnefningar sem enn frekari sönnun þess. Íslensku strákarnir eru heldur ekki að spila með bestu liðunum í bestu deildunum og það hjálpar heldur ekki til. Málið er bara að ef það var einhvern tímann von um að sjá íslenskan leikmann koma til greina í lið ársins hjá UEFA þá var það núna. Allen og Ramsey eru tveir af tólf leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar sem komast á þennan 40 manna lista og besta deildin í Evrópu er því ekki að skila alltof mörgum mönnum inn. Hinir eru Riyad Mahrez, N'Golo Kante, Toby Alderweireld, Laurent Koscielny, Paul Pogba, Kevin de Bruyne, Dimitri Payet, Sergio Aguero, Alexis Sanchez og Zlatan Ibrahimovic. Evrópumeistarar Real Madrid eiga flesta menn á listanum eða alls átta leikmenn. Þeir eru Keylor Navas, Sergio Ramos, Dani Carvajal, Pepe, Luka Modric, Toni Kroos, Gareth Bale og Cristiano Ronaldo. Barcelona er með fimm leikmenn eða þá Lionel Messi, Luis Suarez, Neymar, Andres Iniesta og Gerard Pique. Real Madrid og Barcelona eiga þar með fleiri leikmenn sem koma til greina í lið ársins hjá UEFA heldur en öll ensku úrvalsdeildarliðin til samans.Tilnefningar fyrir lið ársins 2016 hjá UEFA:Markmenn: Gianluigi Buffon (Juventus), Keylor Navas (Real Madrid), Jan Oblak (Atletico Madrid) Rui Patricio (Sporting Lisbon).Varnarmenn: Toby Alderweireld (Tottenham Hostspur) Jerome Boateng (Bayern Munich), Leonardo Bonnuci (Juventus), Dani Carvajal (Real Madrid), Diego Godin (Atletico Madrid), Raphael Guerreiro (Borussia Dortmund), Juanfran (Atletico Madrid), Joshua Kimmich (Bayern Munich), Laurent Koscielny (Arsenal), Pepe (Real Madrid), Gerard Pique (Barcelona), Sergio Ramos (Real Madrid).Miðjumenn: Joe Allen (Stoke), Kevin De Bruyne (Man City), Yannick Carrasco (Atletico Madrid), Andres Iniesta (Barcelona), N'Golo Kante (Chelsea), Toni Kroos (Real Madrid), Grzegorz Krychowiak (PSG), Riyad Mahrez (Leicester), Luka Modric (Real Madrid), Dimitri Payet (West Ham), Paul Pogba (Man Utd), Aaron Ramsey (Arsenal).Sóknarmenn: Sergio Aguero (Man City), Pierre-Emerick Aubameyang (Borussia Dortmund), Gareth Bale (Real Madrid), Antoine Griezmann (Atletico Madrid), Gonzalo Higuain (Juventus), Zlatan Ibrahimovic (Man Utd), Robert Lewandowski (Bayern Munich), Lionel Messi (Barcelona), Neymar (Barcelona), Cristiano Ronaldo (Real Madrid), Alexis Sanchez (Arsenal), Luis Suarez (Barcelona). EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Fótbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Fleiri fréttir Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Sjá meira
Joe Allen, miðjumaður Stoke City, er einn þeirra sem koma til greina í úrvalslið UEFA fyrir árið 2016. Enginn Íslendingur er aftur á móti á 40 manna listanum. Íslenska fótboltalandsliðið var spútnikliðið á EM í Frakklandi síðasta sumar ásamt landsliði Wales. Ísland komst í átta liða úrslit á sínu fyrsta stórmóti hjá karlalandsliðum og Wales fór í undanúrslit á fyrsta stórmóti sínu frá HM 1958. Velsku landsliðsmennirnir Joe Allen, Aaron Ramsey og Gareth Bale eru allir tilnefndir en hvergi má sjá nafn Gylfa Þórs Sigurðsson, Ragnars Sigurðssonar eða Kára Árnasonar. Íslensku landsliðsmennirnir fóru þetta mikið á liðsheildinni og það má líta á þessar tilnefningar sem enn frekari sönnun þess. Íslensku strákarnir eru heldur ekki að spila með bestu liðunum í bestu deildunum og það hjálpar heldur ekki til. Málið er bara að ef það var einhvern tímann von um að sjá íslenskan leikmann koma til greina í lið ársins hjá UEFA þá var það núna. Allen og Ramsey eru tveir af tólf leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar sem komast á þennan 40 manna lista og besta deildin í Evrópu er því ekki að skila alltof mörgum mönnum inn. Hinir eru Riyad Mahrez, N'Golo Kante, Toby Alderweireld, Laurent Koscielny, Paul Pogba, Kevin de Bruyne, Dimitri Payet, Sergio Aguero, Alexis Sanchez og Zlatan Ibrahimovic. Evrópumeistarar Real Madrid eiga flesta menn á listanum eða alls átta leikmenn. Þeir eru Keylor Navas, Sergio Ramos, Dani Carvajal, Pepe, Luka Modric, Toni Kroos, Gareth Bale og Cristiano Ronaldo. Barcelona er með fimm leikmenn eða þá Lionel Messi, Luis Suarez, Neymar, Andres Iniesta og Gerard Pique. Real Madrid og Barcelona eiga þar með fleiri leikmenn sem koma til greina í lið ársins hjá UEFA heldur en öll ensku úrvalsdeildarliðin til samans.Tilnefningar fyrir lið ársins 2016 hjá UEFA:Markmenn: Gianluigi Buffon (Juventus), Keylor Navas (Real Madrid), Jan Oblak (Atletico Madrid) Rui Patricio (Sporting Lisbon).Varnarmenn: Toby Alderweireld (Tottenham Hostspur) Jerome Boateng (Bayern Munich), Leonardo Bonnuci (Juventus), Dani Carvajal (Real Madrid), Diego Godin (Atletico Madrid), Raphael Guerreiro (Borussia Dortmund), Juanfran (Atletico Madrid), Joshua Kimmich (Bayern Munich), Laurent Koscielny (Arsenal), Pepe (Real Madrid), Gerard Pique (Barcelona), Sergio Ramos (Real Madrid).Miðjumenn: Joe Allen (Stoke), Kevin De Bruyne (Man City), Yannick Carrasco (Atletico Madrid), Andres Iniesta (Barcelona), N'Golo Kante (Chelsea), Toni Kroos (Real Madrid), Grzegorz Krychowiak (PSG), Riyad Mahrez (Leicester), Luka Modric (Real Madrid), Dimitri Payet (West Ham), Paul Pogba (Man Utd), Aaron Ramsey (Arsenal).Sóknarmenn: Sergio Aguero (Man City), Pierre-Emerick Aubameyang (Borussia Dortmund), Gareth Bale (Real Madrid), Antoine Griezmann (Atletico Madrid), Gonzalo Higuain (Juventus), Zlatan Ibrahimovic (Man Utd), Robert Lewandowski (Bayern Munich), Lionel Messi (Barcelona), Neymar (Barcelona), Cristiano Ronaldo (Real Madrid), Alexis Sanchez (Arsenal), Luis Suarez (Barcelona).
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Fótbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Fleiri fréttir Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Sjá meira