Rannsaka andlát þungaðra kvenna sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 3. janúar 2016 21:46 Beatrice Lorenzin, heilbrigðisráðherra Ítalíu, fór fram á að rannsókn færi fram á andláti kvennanna fimm, sem létust á innan við viku í lok síðasta árs og byrjun þessa árs. vísir/afp Stjórnvöld á Ítalíu hafa hafið rannsókn á dauða fimm kvenna sem létust þar í landi í síðustu viku. Konurnar voru á þrítugs- og fertugsaldri og voru allar þungaðar þegar þær létust. Rannsóknarteymi á vegum heilbrigðisyfirvalda hafa verið send á fjögur sjúkrahús í norðurhluta landsins. Dánarorsakir kvennanna liggja fyrir en hafa þó vakið upp áhyggjur stjórnvalda og innfæddra enda er dánarhlutfall ungbarna og óléttra kvenna þar með því lægsta í heimi. Konurnar voru allar komnar langt á leið, eða um fimm til sjö mánuði. Nýlegasta dauðsfallið var á nýársdag þegar hin þrítuga Giovanna Lazzari var send í bráðakeisaraskurð. Hún var lögð inn á sjúkrahús tveimur dögum áður vegna hita. Hún var þunguð af sínu þriðja barni, en því tókst ekki að bjarga. Í sömu viku lést Marta Lazzarin, 35 ára ferðabloggari. Hún var flutt á sjúkrahús vegna kviðverkja og hita, en lést sama dag af völdum hjartaáfalls. Hún var komin sjö mánuði á leið, en ekki tókst að bjarga barninu. Þá fékk Angela Nesta einnig hjartaáfall, skömmu eftir fæðingu. Anna Massingan lést á jóladag eftir bráðakeisara. Fimmta konan hefur ekki verið nafngreind, en hún lést á heimili sínu 29. desember. Samkvæmt Guardian hafa fjögur dauðsföll tengd þungun verið skráð árlega undanfarin fimm ár. Yfir hundrað þúsund börn fæðast á Ítalíu á ári hverju. Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Sjá meira
Stjórnvöld á Ítalíu hafa hafið rannsókn á dauða fimm kvenna sem létust þar í landi í síðustu viku. Konurnar voru á þrítugs- og fertugsaldri og voru allar þungaðar þegar þær létust. Rannsóknarteymi á vegum heilbrigðisyfirvalda hafa verið send á fjögur sjúkrahús í norðurhluta landsins. Dánarorsakir kvennanna liggja fyrir en hafa þó vakið upp áhyggjur stjórnvalda og innfæddra enda er dánarhlutfall ungbarna og óléttra kvenna þar með því lægsta í heimi. Konurnar voru allar komnar langt á leið, eða um fimm til sjö mánuði. Nýlegasta dauðsfallið var á nýársdag þegar hin þrítuga Giovanna Lazzari var send í bráðakeisaraskurð. Hún var lögð inn á sjúkrahús tveimur dögum áður vegna hita. Hún var þunguð af sínu þriðja barni, en því tókst ekki að bjarga. Í sömu viku lést Marta Lazzarin, 35 ára ferðabloggari. Hún var flutt á sjúkrahús vegna kviðverkja og hita, en lést sama dag af völdum hjartaáfalls. Hún var komin sjö mánuði á leið, en ekki tókst að bjarga barninu. Þá fékk Angela Nesta einnig hjartaáfall, skömmu eftir fæðingu. Anna Massingan lést á jóladag eftir bráðakeisara. Fimmta konan hefur ekki verið nafngreind, en hún lést á heimili sínu 29. desember. Samkvæmt Guardian hafa fjögur dauðsföll tengd þungun verið skráð árlega undanfarin fimm ár. Yfir hundrað þúsund börn fæðast á Ítalíu á ári hverju.
Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Sjá meira