Loka veginum niður að flugvélaflaki á Sólheimasandi: "Þetta er allt að fara í drullusvað“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. mars 2016 15:58 Eins og sjá má er landið illa farið á leiðinni niður á Sólheimasand. mynd/benedikt bragason og Magnús Már Byron „Því miður er farið svona frjálslega þarna um landið þannig að þetta er allt að fara í drullusvað. Versta aðgerðin er auðvitað að loka en við eigum engin önnur ráð í augnablikinu,“ segir Bendikt Bragason, bóndi á Ytri-Sólheimum I og landeigandi, en á fundi landeigenda í morgun var ákveðið að loka leiðinni frá þjóðveginum og niður að flugvélaflakinu á Sólheimasandi vegna slæmrar umgengni. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd, sem Benedikt deildi á Facebook-síðunni Bakland ferðaþjónustunnar, hafa ferðamenn keyrt utan vega á leiðinni niður á sandinn en landeigendur höfðu merkt leiðina niður eftir og stikað veg. Allur gangur virðist þó vera á því hvort fólk fylgi þeim vegi eða ekki. „Við erum bara aumir bændur og eigum ekki peninga til að verja þetta meira. Við getum samt ekki haft þetta svona því þá vill enginn heimsækja okkur. Þetta er algjört neyðarúrræði en við skiljum ekki af hverju við þurfum að standa í einhverjum stórum fjárútlátum til að verja landið, nema hreinlega að við förum að rukka inn á svæðið,“ segir Benedikt. Aðspurður hvort að sá möguleiki hafi verið ræddur á meðal landeigenda segir hann svo ekki vera. Benedikt segir ekki liggja fyrir hvenær opnað verður aftur niður að flakinu en það sé mjög slæmt að loka leiðinni að því. „Vonandi finnum við fljótt út úr því hvað við getum gert þarna og þurfum ekki að hafa lokað lengi. Þetta er náttúrulega mjög vinsæll ferðamannastaður, einn sá vinsælasti hér í hreppnum, og við ætlum að reyna að leita einhverja leiða til að leysa þetta. En allavega á meðan það er svona bleytutíð þá höfum við lokað,“ segir Benedikt. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira
„Því miður er farið svona frjálslega þarna um landið þannig að þetta er allt að fara í drullusvað. Versta aðgerðin er auðvitað að loka en við eigum engin önnur ráð í augnablikinu,“ segir Bendikt Bragason, bóndi á Ytri-Sólheimum I og landeigandi, en á fundi landeigenda í morgun var ákveðið að loka leiðinni frá þjóðveginum og niður að flugvélaflakinu á Sólheimasandi vegna slæmrar umgengni. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd, sem Benedikt deildi á Facebook-síðunni Bakland ferðaþjónustunnar, hafa ferðamenn keyrt utan vega á leiðinni niður á sandinn en landeigendur höfðu merkt leiðina niður eftir og stikað veg. Allur gangur virðist þó vera á því hvort fólk fylgi þeim vegi eða ekki. „Við erum bara aumir bændur og eigum ekki peninga til að verja þetta meira. Við getum samt ekki haft þetta svona því þá vill enginn heimsækja okkur. Þetta er algjört neyðarúrræði en við skiljum ekki af hverju við þurfum að standa í einhverjum stórum fjárútlátum til að verja landið, nema hreinlega að við förum að rukka inn á svæðið,“ segir Benedikt. Aðspurður hvort að sá möguleiki hafi verið ræddur á meðal landeigenda segir hann svo ekki vera. Benedikt segir ekki liggja fyrir hvenær opnað verður aftur niður að flakinu en það sé mjög slæmt að loka leiðinni að því. „Vonandi finnum við fljótt út úr því hvað við getum gert þarna og þurfum ekki að hafa lokað lengi. Þetta er náttúrulega mjög vinsæll ferðamannastaður, einn sá vinsælasti hér í hreppnum, og við ætlum að reyna að leita einhverja leiða til að leysa þetta. En allavega á meðan það er svona bleytutíð þá höfum við lokað,“ segir Benedikt.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira