Katla taldi öll Coco Pops-in í heilum kassa til að róa taugarnar eftir sigur Donald Trump Birgir Olgeirsson skrifar 10. nóvember 2016 16:39 Katla segist vera mun rólegri í dag eftir talninguna sem hún lagðist í eftir sigur Donald Trump í forsetakosningunum. Vísir/Getty/Facebook Katla Guðbjörg Gunnarsdóttir tók upp á því að telja hvert einasta korn í Coco Pops-kassa til að róa taugarnar eftir sigur Donalds Trump í forsetakosningum Bandaríkjanna. Verkið tók sjö klukkustundir en niðurstaðan er sú að í 375 gramma kassa af Coco Pops-i leyndust 10.808 korn. „Ég nota það að telja sem leið til að róa mig niður,“ segir Katla Guðbjörg í samtali við Vísi um málið. Hún segist hafa orðið mjög ringluð og stressuð þegar ljóst var að Trump hafði unnið kosningarnar og fannst Kötlu óvissan að vita ekkert hvað muni gerast á næstu fjórum árum svo yfirþyrmandi að hún ákvað að leggjast í þessa talningu. „Ég var búin að vera að telja svolítið dagana áður. Svo bara datt mér í hug að telja Coco Pops, því mig langaði að telja eitthvað sem ég gæti borðað.“Svona eins og sumir gera til að sofna, telja kindur jafnvel? „Jú, þetta er svolítið þannig, nema ég borða ekki kindur.“ Hún segist hafa sturtað litlu í einu úr kassanum, talið það og skrifað niður töluna. Sjö klukkutímum síðar, þegar hún var búin að telja upp úr öllum kassanum, þá lagði hún allt saman og talan sem kom oftast upp var 10.808.Spurð hvort þetta hafi ekki haft góð áhrif á hana svarar hún því játandi. „Ég er allavega rosa róleg núna, þannig að þetta skilaði einhverju af sér,“ segir Katla sem ætlar sér að halda talningunni áfram. „Ég get ekki hætt. Ég byrjaði á mánudaginn að telja ræmur á teppi. Það var frekar auðvelt, það voru um 48.000 ræmur á Ikea-teppi. Svo var ég að telja Coco Pops-ið í gær. Núna er ég að telja alla sopa sem ég tek,“ segir Katla. Hún segist hafa byrjað á þessu þegar hún var um 10 ára gömul og bað pabba sinn um ís. „Hann sagði mér að ef ég myndi telja 100 strá í garðinum þá myndi ég fá ís. Þannig að ég fór út í garð og bjó til rosa gott talningarkerfi og taldi hundrað strá, svo fékk ég ís.“Tíu ára gömul fór Katla út í garð og taldi strá og var þetta afraksturinn. Donald Trump Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sjá meira
Katla Guðbjörg Gunnarsdóttir tók upp á því að telja hvert einasta korn í Coco Pops-kassa til að róa taugarnar eftir sigur Donalds Trump í forsetakosningum Bandaríkjanna. Verkið tók sjö klukkustundir en niðurstaðan er sú að í 375 gramma kassa af Coco Pops-i leyndust 10.808 korn. „Ég nota það að telja sem leið til að róa mig niður,“ segir Katla Guðbjörg í samtali við Vísi um málið. Hún segist hafa orðið mjög ringluð og stressuð þegar ljóst var að Trump hafði unnið kosningarnar og fannst Kötlu óvissan að vita ekkert hvað muni gerast á næstu fjórum árum svo yfirþyrmandi að hún ákvað að leggjast í þessa talningu. „Ég var búin að vera að telja svolítið dagana áður. Svo bara datt mér í hug að telja Coco Pops, því mig langaði að telja eitthvað sem ég gæti borðað.“Svona eins og sumir gera til að sofna, telja kindur jafnvel? „Jú, þetta er svolítið þannig, nema ég borða ekki kindur.“ Hún segist hafa sturtað litlu í einu úr kassanum, talið það og skrifað niður töluna. Sjö klukkutímum síðar, þegar hún var búin að telja upp úr öllum kassanum, þá lagði hún allt saman og talan sem kom oftast upp var 10.808.Spurð hvort þetta hafi ekki haft góð áhrif á hana svarar hún því játandi. „Ég er allavega rosa róleg núna, þannig að þetta skilaði einhverju af sér,“ segir Katla sem ætlar sér að halda talningunni áfram. „Ég get ekki hætt. Ég byrjaði á mánudaginn að telja ræmur á teppi. Það var frekar auðvelt, það voru um 48.000 ræmur á Ikea-teppi. Svo var ég að telja Coco Pops-ið í gær. Núna er ég að telja alla sopa sem ég tek,“ segir Katla. Hún segist hafa byrjað á þessu þegar hún var um 10 ára gömul og bað pabba sinn um ís. „Hann sagði mér að ef ég myndi telja 100 strá í garðinum þá myndi ég fá ís. Þannig að ég fór út í garð og bjó til rosa gott talningarkerfi og taldi hundrað strá, svo fékk ég ís.“Tíu ára gömul fór Katla út í garð og taldi strá og var þetta afraksturinn.
Donald Trump Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sjá meira