Dómar falla þótt lög skorti um hrelliklám Snærós Sindradóttir skrifar 10. febrúar 2016 06:00 Samkvæmt greininni virðast konur oftar þolendur hrellikláms og karlar gerendur. Reiðir fyrrverandi kærastar eru erkitýpurnar sem deila myndefni en einnig eru dæmi um að myndum sé dreift án þess að illvilji liggi þar að NordicPhotos/Getty Nokkrir dómar hafa fallið hér á landi í svokölluðum hrelliklámsmálum þrátt fyrir að Alþingi hafi ekki skilgreint hugtakið í lögum eða sett því refsiramma. Erfitt getur reynst að heimfæra hrelliklám upp á núgildandi lagaákvæði. Þetta kemur fram í grein Kolbrúnar Benediktsdóttur varahéraðssaksóknara og Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur, sviðsstjóra lögfræðisviðs Háskólans á Bifröst, sem birtist í Úlfljóti, tímariti laganema, nýverið. „Ekkert Norðurlandanna hefur skilgreint hrelliklám í lögum en umræðan er í gangi alls staðar. Okkar löggjöf er veik varðandi friðhelgisbrot og þess vegna höfum við á Íslandi verið að heimfæra þessa háttsemi upp á kynferðisbrot. Þetta er árás á þinn kynferðislega sjálfsákvörðunarrétt en þetta er líka gróft brot á friðhelgi einkalífs,“ segir Þorbjörg.Þorbjörg Sigríður GunnlaugsdóttirHún telur að skilgreining brotsins í lögum ætti ekki að vera flókin. Það þurfi einungis pólitíska ákvörðun um að veita þessu broti sess í lögum. „Ég held ekki að það vanti pólitískan vilja til að skilgreina þetta heldur er þetta nýr veruleiki sem menn standa frammi fyrir. Löggjafinn er hægt og rólega að vakna til vitundar en á sama tíma eru lögregla og ákæruvald fyrir löngu farin að fást við þetta.“ Þorbjörg segir að það geti flækt rannsókn slíkra mála að þurfa að beita öðrum lagaákvæðum til að ná utan um brotið. „Í einhverjum tilvikum getur hefndarklám birst lögreglu á þann veg að mörkin eru orðin óljós. Í upphafi hefur kynferðislegt myndband verið tekið og eftir samband er það notað með hótunum um að það fari í dreifingu ef þolandinn kemur ekki aftur til að hafa samfarir eða gera það sem brotamaðurinn vill að hann geri. Hótunin um að dreifa myndefninu er þá verknaðaraðferð til þess að ná fram kynferðisbroti. Þannig gæti hefndarklámið orðið nauðgun.“Kolbrún Benediktsdóttir, meðhöfundur greinarinnarvísir/valliÍ greininni kemur fram að hugtakið hefndarklám, sem er á góðri leið með að festa sig í málvitund Íslendinga, geti verið villandi. Í einhverjum tilfellum sé engin hefnd til staðar heldur sé myndum eða myndböndum dreift til skemmtunar af hálfu þeirra sem eru að dreifa því eða til að afla fjár. Í greininni er tekið dæmi um íslenskt par sem fór út að skemmta sér og hafði samfarir á almannafæri. Einhver ókunnugur tók myndband af atlotunum sem á örskömmum tíma fór í dreifingu á samfélagsmiðlum. Áður en kvöldinu lauk hafði mikill fjöldi fólks séð myndbandið, þar á meðal vinir fólksins. „Ég upplifi það þannig með hefndarklámið að eins og með önnur kynferðisbrot eru brotaþolar feimnir að koma með þessi mál fram.“Niðurlægja fyrrverandi á FacebookÍ mars á síðasta ári var karlmaður dæmdur í 60 daga skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Austurlands fyrir að birta fimm nektarmyndir af fyrrverandi kærustu sinni á Facebook og „tagga“ hana á myndunum. Þannig gátu allir vinir hans og allir vinir hennar á samfélagsmiðlinum séð myndirnar. Dómurinn sagði að með myndbirtingunni hefði maðurinn brotið gegn blygðunarsemi stúlkunnar en hafnaði því að um miska gegn fyrrverandi maka væri að ræða, þrátt fyrir að þau sem að málinu komu hefðu verið kærustupar í eitt ár. Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Innlent Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Fleiri fréttir Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Sjá meira
Nokkrir dómar hafa fallið hér á landi í svokölluðum hrelliklámsmálum þrátt fyrir að Alþingi hafi ekki skilgreint hugtakið í lögum eða sett því refsiramma. Erfitt getur reynst að heimfæra hrelliklám upp á núgildandi lagaákvæði. Þetta kemur fram í grein Kolbrúnar Benediktsdóttur varahéraðssaksóknara og Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur, sviðsstjóra lögfræðisviðs Háskólans á Bifröst, sem birtist í Úlfljóti, tímariti laganema, nýverið. „Ekkert Norðurlandanna hefur skilgreint hrelliklám í lögum en umræðan er í gangi alls staðar. Okkar löggjöf er veik varðandi friðhelgisbrot og þess vegna höfum við á Íslandi verið að heimfæra þessa háttsemi upp á kynferðisbrot. Þetta er árás á þinn kynferðislega sjálfsákvörðunarrétt en þetta er líka gróft brot á friðhelgi einkalífs,“ segir Þorbjörg.Þorbjörg Sigríður GunnlaugsdóttirHún telur að skilgreining brotsins í lögum ætti ekki að vera flókin. Það þurfi einungis pólitíska ákvörðun um að veita þessu broti sess í lögum. „Ég held ekki að það vanti pólitískan vilja til að skilgreina þetta heldur er þetta nýr veruleiki sem menn standa frammi fyrir. Löggjafinn er hægt og rólega að vakna til vitundar en á sama tíma eru lögregla og ákæruvald fyrir löngu farin að fást við þetta.“ Þorbjörg segir að það geti flækt rannsókn slíkra mála að þurfa að beita öðrum lagaákvæðum til að ná utan um brotið. „Í einhverjum tilvikum getur hefndarklám birst lögreglu á þann veg að mörkin eru orðin óljós. Í upphafi hefur kynferðislegt myndband verið tekið og eftir samband er það notað með hótunum um að það fari í dreifingu ef þolandinn kemur ekki aftur til að hafa samfarir eða gera það sem brotamaðurinn vill að hann geri. Hótunin um að dreifa myndefninu er þá verknaðaraðferð til þess að ná fram kynferðisbroti. Þannig gæti hefndarklámið orðið nauðgun.“Kolbrún Benediktsdóttir, meðhöfundur greinarinnarvísir/valliÍ greininni kemur fram að hugtakið hefndarklám, sem er á góðri leið með að festa sig í málvitund Íslendinga, geti verið villandi. Í einhverjum tilfellum sé engin hefnd til staðar heldur sé myndum eða myndböndum dreift til skemmtunar af hálfu þeirra sem eru að dreifa því eða til að afla fjár. Í greininni er tekið dæmi um íslenskt par sem fór út að skemmta sér og hafði samfarir á almannafæri. Einhver ókunnugur tók myndband af atlotunum sem á örskömmum tíma fór í dreifingu á samfélagsmiðlum. Áður en kvöldinu lauk hafði mikill fjöldi fólks séð myndbandið, þar á meðal vinir fólksins. „Ég upplifi það þannig með hefndarklámið að eins og með önnur kynferðisbrot eru brotaþolar feimnir að koma með þessi mál fram.“Niðurlægja fyrrverandi á FacebookÍ mars á síðasta ári var karlmaður dæmdur í 60 daga skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Austurlands fyrir að birta fimm nektarmyndir af fyrrverandi kærustu sinni á Facebook og „tagga“ hana á myndunum. Þannig gátu allir vinir hans og allir vinir hennar á samfélagsmiðlinum séð myndirnar. Dómurinn sagði að með myndbirtingunni hefði maðurinn brotið gegn blygðunarsemi stúlkunnar en hafnaði því að um miska gegn fyrrverandi maka væri að ræða, þrátt fyrir að þau sem að málinu komu hefðu verið kærustupar í eitt ár.
Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Innlent Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Fleiri fréttir Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Sjá meira
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent