Sjáðu gögnin sem Vigdís segir sanna skjalafals Bjarki Ármannsson skrifar 10. febrúar 2016 10:45 Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, sem ítrekað hefur gagnrýnt það að gögn sem snúi að endurreisn föllnu bankana skuli ekki vera opinber, segir samning um eignatilfærslu úr þrotabúi gamla Landsbankans sanna það að skjalafals hafi átt sér stað í fjármálaráðuneytinu í tíð síðustu ríkisstjórnar. Vigdís mætti með eintök sín af samningnum í viðtal við útvarpsþáttinn Í Bítið á Bylgjunni í morgun. Í samningnum, sem birtur hefur verið opinberlega, er vísað í lið 4.2 (b) sem vantar. Vigdís telur að þessi samningsliður hafi verið útmáður og hvatti þáttastjórnendur til að birta vinnugögn hennar á Vísi, en þau má finna með fréttinni. „Samkvæmt þessu vantar lið 4.2 (b) sem vísað er í hér að ofan, og fyrst það er kominn b-liður, þá vantar líka a-lið,“ sagði Vigdís í viðtalinu. „Þetta vísar í skilyrta skuldabréfið sem var fært inn í Landsbankann sem leiddi það af sér að ef starfsmenn bankans myndu geta rukkað lánasafnið upp í topp, rúma níutíu milljarða, af skuldugum heimilum og fyrirtækjum, þá fengju starfsmenn tvö prósent í Landsbankanum. Og það gekk eftir. Og þennan lið vantar, útskýringu á því.“Uppfært 12.05: Líkt og lesendur Vísis hafa bent á, er alls ekki ósennilegt að einfaldlega sé um innsláttarvillu að ræða og að vísa eigi í lið 3.2 (b) en ekki 4.2 (b), sem finnst hvergi. Tilvísunin er á þriðju síðu samningsins, sem skoða má í heild sinni neðst í fréttinni.Ekki í herferð gegn neinum sérstökum Vigdís hefur áður sakað starfsmenn fjármálaráðuneytisins um skjalafals. Hún hefur sagt að átt hafi verið við gögn um stofnun nýju bankanna á síðasta kjörtímabili sem þingmenn á Alþingi óskuðu eftir í fyrra. „Ég ætla ekki að benda á neinn sekan og það má enginn halda það að ég sé í einhverri herferð gegn einhverjum sérstökum,“ segir Vigdís meðal annars í viðtalinu. „Ég ber þá skyldu, sem kjörinn þingmaður þjóðarinnar, að upplýsa afglöp á vegum framkvæmdavaldsins.“ Sem fyrr segir, er samningurinn sem Vigdís vísar til í viðtalinu ekki trúnaðargagn. Þingmaðurinn segist þó telja að birta ætti öll trúnaðarskjöl um endurreisn bankanna og telur best að þingið fari í rannsókn á henni, sem og fyrri einkavæðingu bankanna. „Þjóðin verður að vita hvernig staðið var að einkavæðingu bankanna hinna síðari, þegar kröfuhöfum voru færðir nýju bankarnir á silfurfati á einni nóttu,“ segir hún.Hlýða má á viðtalið við Vigdísi í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Tengdar fréttir "Það vita allir þingmenn að leynimappan er uppi í leyniherberginu“ Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, gagnrýnir að gögn sem snúa að endurreisn bankanna skuli ekki vera opinber heldur ríki algjör trúnaður um þau. 1. febrúar 2016 08:37 Ekki í valdi ráðuneytisins að gera gögnin opinber Ástæða þess að hluti gagna, sem varða samninga stjórnvalda við kröfuhafa föllnu bankanna, hefur stöðu trúnaðargagna er tvíþættur. 1. febrúar 2016 16:23 Segir framkomu Eyglóar og Vigdísar gagnvart starfsmönnum fjármálaráðuneytisins óásættanlega Oddný Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra, kemur starfsmönnum fjármálaráðuneytisins til varnar. 2. febrúar 2016 16:09 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Innlent Fleiri fréttir „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, sem ítrekað hefur gagnrýnt það að gögn sem snúi að endurreisn föllnu bankana skuli ekki vera opinber, segir samning um eignatilfærslu úr þrotabúi gamla Landsbankans sanna það að skjalafals hafi átt sér stað í fjármálaráðuneytinu í tíð síðustu ríkisstjórnar. Vigdís mætti með eintök sín af samningnum í viðtal við útvarpsþáttinn Í Bítið á Bylgjunni í morgun. Í samningnum, sem birtur hefur verið opinberlega, er vísað í lið 4.2 (b) sem vantar. Vigdís telur að þessi samningsliður hafi verið útmáður og hvatti þáttastjórnendur til að birta vinnugögn hennar á Vísi, en þau má finna með fréttinni. „Samkvæmt þessu vantar lið 4.2 (b) sem vísað er í hér að ofan, og fyrst það er kominn b-liður, þá vantar líka a-lið,“ sagði Vigdís í viðtalinu. „Þetta vísar í skilyrta skuldabréfið sem var fært inn í Landsbankann sem leiddi það af sér að ef starfsmenn bankans myndu geta rukkað lánasafnið upp í topp, rúma níutíu milljarða, af skuldugum heimilum og fyrirtækjum, þá fengju starfsmenn tvö prósent í Landsbankanum. Og það gekk eftir. Og þennan lið vantar, útskýringu á því.“Uppfært 12.05: Líkt og lesendur Vísis hafa bent á, er alls ekki ósennilegt að einfaldlega sé um innsláttarvillu að ræða og að vísa eigi í lið 3.2 (b) en ekki 4.2 (b), sem finnst hvergi. Tilvísunin er á þriðju síðu samningsins, sem skoða má í heild sinni neðst í fréttinni.Ekki í herferð gegn neinum sérstökum Vigdís hefur áður sakað starfsmenn fjármálaráðuneytisins um skjalafals. Hún hefur sagt að átt hafi verið við gögn um stofnun nýju bankanna á síðasta kjörtímabili sem þingmenn á Alþingi óskuðu eftir í fyrra. „Ég ætla ekki að benda á neinn sekan og það má enginn halda það að ég sé í einhverri herferð gegn einhverjum sérstökum,“ segir Vigdís meðal annars í viðtalinu. „Ég ber þá skyldu, sem kjörinn þingmaður þjóðarinnar, að upplýsa afglöp á vegum framkvæmdavaldsins.“ Sem fyrr segir, er samningurinn sem Vigdís vísar til í viðtalinu ekki trúnaðargagn. Þingmaðurinn segist þó telja að birta ætti öll trúnaðarskjöl um endurreisn bankanna og telur best að þingið fari í rannsókn á henni, sem og fyrri einkavæðingu bankanna. „Þjóðin verður að vita hvernig staðið var að einkavæðingu bankanna hinna síðari, þegar kröfuhöfum voru færðir nýju bankarnir á silfurfati á einni nóttu,“ segir hún.Hlýða má á viðtalið við Vigdísi í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Tengdar fréttir "Það vita allir þingmenn að leynimappan er uppi í leyniherberginu“ Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, gagnrýnir að gögn sem snúa að endurreisn bankanna skuli ekki vera opinber heldur ríki algjör trúnaður um þau. 1. febrúar 2016 08:37 Ekki í valdi ráðuneytisins að gera gögnin opinber Ástæða þess að hluti gagna, sem varða samninga stjórnvalda við kröfuhafa föllnu bankanna, hefur stöðu trúnaðargagna er tvíþættur. 1. febrúar 2016 16:23 Segir framkomu Eyglóar og Vigdísar gagnvart starfsmönnum fjármálaráðuneytisins óásættanlega Oddný Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra, kemur starfsmönnum fjármálaráðuneytisins til varnar. 2. febrúar 2016 16:09 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Innlent Fleiri fréttir „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Sjá meira
"Það vita allir þingmenn að leynimappan er uppi í leyniherberginu“ Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, gagnrýnir að gögn sem snúa að endurreisn bankanna skuli ekki vera opinber heldur ríki algjör trúnaður um þau. 1. febrúar 2016 08:37
Ekki í valdi ráðuneytisins að gera gögnin opinber Ástæða þess að hluti gagna, sem varða samninga stjórnvalda við kröfuhafa föllnu bankanna, hefur stöðu trúnaðargagna er tvíþættur. 1. febrúar 2016 16:23
Segir framkomu Eyglóar og Vigdísar gagnvart starfsmönnum fjármálaráðuneytisins óásættanlega Oddný Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra, kemur starfsmönnum fjármálaráðuneytisins til varnar. 2. febrúar 2016 16:09
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent