Sjáðu gögnin sem Vigdís segir sanna skjalafals Bjarki Ármannsson skrifar 10. febrúar 2016 10:45 Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, sem ítrekað hefur gagnrýnt það að gögn sem snúi að endurreisn föllnu bankana skuli ekki vera opinber, segir samning um eignatilfærslu úr þrotabúi gamla Landsbankans sanna það að skjalafals hafi átt sér stað í fjármálaráðuneytinu í tíð síðustu ríkisstjórnar. Vigdís mætti með eintök sín af samningnum í viðtal við útvarpsþáttinn Í Bítið á Bylgjunni í morgun. Í samningnum, sem birtur hefur verið opinberlega, er vísað í lið 4.2 (b) sem vantar. Vigdís telur að þessi samningsliður hafi verið útmáður og hvatti þáttastjórnendur til að birta vinnugögn hennar á Vísi, en þau má finna með fréttinni. „Samkvæmt þessu vantar lið 4.2 (b) sem vísað er í hér að ofan, og fyrst það er kominn b-liður, þá vantar líka a-lið,“ sagði Vigdís í viðtalinu. „Þetta vísar í skilyrta skuldabréfið sem var fært inn í Landsbankann sem leiddi það af sér að ef starfsmenn bankans myndu geta rukkað lánasafnið upp í topp, rúma níutíu milljarða, af skuldugum heimilum og fyrirtækjum, þá fengju starfsmenn tvö prósent í Landsbankanum. Og það gekk eftir. Og þennan lið vantar, útskýringu á því.“Uppfært 12.05: Líkt og lesendur Vísis hafa bent á, er alls ekki ósennilegt að einfaldlega sé um innsláttarvillu að ræða og að vísa eigi í lið 3.2 (b) en ekki 4.2 (b), sem finnst hvergi. Tilvísunin er á þriðju síðu samningsins, sem skoða má í heild sinni neðst í fréttinni.Ekki í herferð gegn neinum sérstökum Vigdís hefur áður sakað starfsmenn fjármálaráðuneytisins um skjalafals. Hún hefur sagt að átt hafi verið við gögn um stofnun nýju bankanna á síðasta kjörtímabili sem þingmenn á Alþingi óskuðu eftir í fyrra. „Ég ætla ekki að benda á neinn sekan og það má enginn halda það að ég sé í einhverri herferð gegn einhverjum sérstökum,“ segir Vigdís meðal annars í viðtalinu. „Ég ber þá skyldu, sem kjörinn þingmaður þjóðarinnar, að upplýsa afglöp á vegum framkvæmdavaldsins.“ Sem fyrr segir, er samningurinn sem Vigdís vísar til í viðtalinu ekki trúnaðargagn. Þingmaðurinn segist þó telja að birta ætti öll trúnaðarskjöl um endurreisn bankanna og telur best að þingið fari í rannsókn á henni, sem og fyrri einkavæðingu bankanna. „Þjóðin verður að vita hvernig staðið var að einkavæðingu bankanna hinna síðari, þegar kröfuhöfum voru færðir nýju bankarnir á silfurfati á einni nóttu,“ segir hún.Hlýða má á viðtalið við Vigdísi í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Tengdar fréttir "Það vita allir þingmenn að leynimappan er uppi í leyniherberginu“ Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, gagnrýnir að gögn sem snúa að endurreisn bankanna skuli ekki vera opinber heldur ríki algjör trúnaður um þau. 1. febrúar 2016 08:37 Ekki í valdi ráðuneytisins að gera gögnin opinber Ástæða þess að hluti gagna, sem varða samninga stjórnvalda við kröfuhafa föllnu bankanna, hefur stöðu trúnaðargagna er tvíþættur. 1. febrúar 2016 16:23 Segir framkomu Eyglóar og Vigdísar gagnvart starfsmönnum fjármálaráðuneytisins óásættanlega Oddný Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra, kemur starfsmönnum fjármálaráðuneytisins til varnar. 2. febrúar 2016 16:09 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, sem ítrekað hefur gagnrýnt það að gögn sem snúi að endurreisn föllnu bankana skuli ekki vera opinber, segir samning um eignatilfærslu úr þrotabúi gamla Landsbankans sanna það að skjalafals hafi átt sér stað í fjármálaráðuneytinu í tíð síðustu ríkisstjórnar. Vigdís mætti með eintök sín af samningnum í viðtal við útvarpsþáttinn Í Bítið á Bylgjunni í morgun. Í samningnum, sem birtur hefur verið opinberlega, er vísað í lið 4.2 (b) sem vantar. Vigdís telur að þessi samningsliður hafi verið útmáður og hvatti þáttastjórnendur til að birta vinnugögn hennar á Vísi, en þau má finna með fréttinni. „Samkvæmt þessu vantar lið 4.2 (b) sem vísað er í hér að ofan, og fyrst það er kominn b-liður, þá vantar líka a-lið,“ sagði Vigdís í viðtalinu. „Þetta vísar í skilyrta skuldabréfið sem var fært inn í Landsbankann sem leiddi það af sér að ef starfsmenn bankans myndu geta rukkað lánasafnið upp í topp, rúma níutíu milljarða, af skuldugum heimilum og fyrirtækjum, þá fengju starfsmenn tvö prósent í Landsbankanum. Og það gekk eftir. Og þennan lið vantar, útskýringu á því.“Uppfært 12.05: Líkt og lesendur Vísis hafa bent á, er alls ekki ósennilegt að einfaldlega sé um innsláttarvillu að ræða og að vísa eigi í lið 3.2 (b) en ekki 4.2 (b), sem finnst hvergi. Tilvísunin er á þriðju síðu samningsins, sem skoða má í heild sinni neðst í fréttinni.Ekki í herferð gegn neinum sérstökum Vigdís hefur áður sakað starfsmenn fjármálaráðuneytisins um skjalafals. Hún hefur sagt að átt hafi verið við gögn um stofnun nýju bankanna á síðasta kjörtímabili sem þingmenn á Alþingi óskuðu eftir í fyrra. „Ég ætla ekki að benda á neinn sekan og það má enginn halda það að ég sé í einhverri herferð gegn einhverjum sérstökum,“ segir Vigdís meðal annars í viðtalinu. „Ég ber þá skyldu, sem kjörinn þingmaður þjóðarinnar, að upplýsa afglöp á vegum framkvæmdavaldsins.“ Sem fyrr segir, er samningurinn sem Vigdís vísar til í viðtalinu ekki trúnaðargagn. Þingmaðurinn segist þó telja að birta ætti öll trúnaðarskjöl um endurreisn bankanna og telur best að þingið fari í rannsókn á henni, sem og fyrri einkavæðingu bankanna. „Þjóðin verður að vita hvernig staðið var að einkavæðingu bankanna hinna síðari, þegar kröfuhöfum voru færðir nýju bankarnir á silfurfati á einni nóttu,“ segir hún.Hlýða má á viðtalið við Vigdísi í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Tengdar fréttir "Það vita allir þingmenn að leynimappan er uppi í leyniherberginu“ Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, gagnrýnir að gögn sem snúa að endurreisn bankanna skuli ekki vera opinber heldur ríki algjör trúnaður um þau. 1. febrúar 2016 08:37 Ekki í valdi ráðuneytisins að gera gögnin opinber Ástæða þess að hluti gagna, sem varða samninga stjórnvalda við kröfuhafa föllnu bankanna, hefur stöðu trúnaðargagna er tvíþættur. 1. febrúar 2016 16:23 Segir framkomu Eyglóar og Vigdísar gagnvart starfsmönnum fjármálaráðuneytisins óásættanlega Oddný Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra, kemur starfsmönnum fjármálaráðuneytisins til varnar. 2. febrúar 2016 16:09 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Sjá meira
"Það vita allir þingmenn að leynimappan er uppi í leyniherberginu“ Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, gagnrýnir að gögn sem snúa að endurreisn bankanna skuli ekki vera opinber heldur ríki algjör trúnaður um þau. 1. febrúar 2016 08:37
Ekki í valdi ráðuneytisins að gera gögnin opinber Ástæða þess að hluti gagna, sem varða samninga stjórnvalda við kröfuhafa föllnu bankanna, hefur stöðu trúnaðargagna er tvíþættur. 1. febrúar 2016 16:23
Segir framkomu Eyglóar og Vigdísar gagnvart starfsmönnum fjármálaráðuneytisins óásættanlega Oddný Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra, kemur starfsmönnum fjármálaráðuneytisins til varnar. 2. febrúar 2016 16:09