Sjáðu gögnin sem Vigdís segir sanna skjalafals Bjarki Ármannsson skrifar 10. febrúar 2016 10:45 Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, sem ítrekað hefur gagnrýnt það að gögn sem snúi að endurreisn föllnu bankana skuli ekki vera opinber, segir samning um eignatilfærslu úr þrotabúi gamla Landsbankans sanna það að skjalafals hafi átt sér stað í fjármálaráðuneytinu í tíð síðustu ríkisstjórnar. Vigdís mætti með eintök sín af samningnum í viðtal við útvarpsþáttinn Í Bítið á Bylgjunni í morgun. Í samningnum, sem birtur hefur verið opinberlega, er vísað í lið 4.2 (b) sem vantar. Vigdís telur að þessi samningsliður hafi verið útmáður og hvatti þáttastjórnendur til að birta vinnugögn hennar á Vísi, en þau má finna með fréttinni. „Samkvæmt þessu vantar lið 4.2 (b) sem vísað er í hér að ofan, og fyrst það er kominn b-liður, þá vantar líka a-lið,“ sagði Vigdís í viðtalinu. „Þetta vísar í skilyrta skuldabréfið sem var fært inn í Landsbankann sem leiddi það af sér að ef starfsmenn bankans myndu geta rukkað lánasafnið upp í topp, rúma níutíu milljarða, af skuldugum heimilum og fyrirtækjum, þá fengju starfsmenn tvö prósent í Landsbankanum. Og það gekk eftir. Og þennan lið vantar, útskýringu á því.“Uppfært 12.05: Líkt og lesendur Vísis hafa bent á, er alls ekki ósennilegt að einfaldlega sé um innsláttarvillu að ræða og að vísa eigi í lið 3.2 (b) en ekki 4.2 (b), sem finnst hvergi. Tilvísunin er á þriðju síðu samningsins, sem skoða má í heild sinni neðst í fréttinni.Ekki í herferð gegn neinum sérstökum Vigdís hefur áður sakað starfsmenn fjármálaráðuneytisins um skjalafals. Hún hefur sagt að átt hafi verið við gögn um stofnun nýju bankanna á síðasta kjörtímabili sem þingmenn á Alþingi óskuðu eftir í fyrra. „Ég ætla ekki að benda á neinn sekan og það má enginn halda það að ég sé í einhverri herferð gegn einhverjum sérstökum,“ segir Vigdís meðal annars í viðtalinu. „Ég ber þá skyldu, sem kjörinn þingmaður þjóðarinnar, að upplýsa afglöp á vegum framkvæmdavaldsins.“ Sem fyrr segir, er samningurinn sem Vigdís vísar til í viðtalinu ekki trúnaðargagn. Þingmaðurinn segist þó telja að birta ætti öll trúnaðarskjöl um endurreisn bankanna og telur best að þingið fari í rannsókn á henni, sem og fyrri einkavæðingu bankanna. „Þjóðin verður að vita hvernig staðið var að einkavæðingu bankanna hinna síðari, þegar kröfuhöfum voru færðir nýju bankarnir á silfurfati á einni nóttu,“ segir hún.Hlýða má á viðtalið við Vigdísi í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Tengdar fréttir "Það vita allir þingmenn að leynimappan er uppi í leyniherberginu“ Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, gagnrýnir að gögn sem snúa að endurreisn bankanna skuli ekki vera opinber heldur ríki algjör trúnaður um þau. 1. febrúar 2016 08:37 Ekki í valdi ráðuneytisins að gera gögnin opinber Ástæða þess að hluti gagna, sem varða samninga stjórnvalda við kröfuhafa föllnu bankanna, hefur stöðu trúnaðargagna er tvíþættur. 1. febrúar 2016 16:23 Segir framkomu Eyglóar og Vigdísar gagnvart starfsmönnum fjármálaráðuneytisins óásættanlega Oddný Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra, kemur starfsmönnum fjármálaráðuneytisins til varnar. 2. febrúar 2016 16:09 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, sem ítrekað hefur gagnrýnt það að gögn sem snúi að endurreisn föllnu bankana skuli ekki vera opinber, segir samning um eignatilfærslu úr þrotabúi gamla Landsbankans sanna það að skjalafals hafi átt sér stað í fjármálaráðuneytinu í tíð síðustu ríkisstjórnar. Vigdís mætti með eintök sín af samningnum í viðtal við útvarpsþáttinn Í Bítið á Bylgjunni í morgun. Í samningnum, sem birtur hefur verið opinberlega, er vísað í lið 4.2 (b) sem vantar. Vigdís telur að þessi samningsliður hafi verið útmáður og hvatti þáttastjórnendur til að birta vinnugögn hennar á Vísi, en þau má finna með fréttinni. „Samkvæmt þessu vantar lið 4.2 (b) sem vísað er í hér að ofan, og fyrst það er kominn b-liður, þá vantar líka a-lið,“ sagði Vigdís í viðtalinu. „Þetta vísar í skilyrta skuldabréfið sem var fært inn í Landsbankann sem leiddi það af sér að ef starfsmenn bankans myndu geta rukkað lánasafnið upp í topp, rúma níutíu milljarða, af skuldugum heimilum og fyrirtækjum, þá fengju starfsmenn tvö prósent í Landsbankanum. Og það gekk eftir. Og þennan lið vantar, útskýringu á því.“Uppfært 12.05: Líkt og lesendur Vísis hafa bent á, er alls ekki ósennilegt að einfaldlega sé um innsláttarvillu að ræða og að vísa eigi í lið 3.2 (b) en ekki 4.2 (b), sem finnst hvergi. Tilvísunin er á þriðju síðu samningsins, sem skoða má í heild sinni neðst í fréttinni.Ekki í herferð gegn neinum sérstökum Vigdís hefur áður sakað starfsmenn fjármálaráðuneytisins um skjalafals. Hún hefur sagt að átt hafi verið við gögn um stofnun nýju bankanna á síðasta kjörtímabili sem þingmenn á Alþingi óskuðu eftir í fyrra. „Ég ætla ekki að benda á neinn sekan og það má enginn halda það að ég sé í einhverri herferð gegn einhverjum sérstökum,“ segir Vigdís meðal annars í viðtalinu. „Ég ber þá skyldu, sem kjörinn þingmaður þjóðarinnar, að upplýsa afglöp á vegum framkvæmdavaldsins.“ Sem fyrr segir, er samningurinn sem Vigdís vísar til í viðtalinu ekki trúnaðargagn. Þingmaðurinn segist þó telja að birta ætti öll trúnaðarskjöl um endurreisn bankanna og telur best að þingið fari í rannsókn á henni, sem og fyrri einkavæðingu bankanna. „Þjóðin verður að vita hvernig staðið var að einkavæðingu bankanna hinna síðari, þegar kröfuhöfum voru færðir nýju bankarnir á silfurfati á einni nóttu,“ segir hún.Hlýða má á viðtalið við Vigdísi í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Tengdar fréttir "Það vita allir þingmenn að leynimappan er uppi í leyniherberginu“ Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, gagnrýnir að gögn sem snúa að endurreisn bankanna skuli ekki vera opinber heldur ríki algjör trúnaður um þau. 1. febrúar 2016 08:37 Ekki í valdi ráðuneytisins að gera gögnin opinber Ástæða þess að hluti gagna, sem varða samninga stjórnvalda við kröfuhafa föllnu bankanna, hefur stöðu trúnaðargagna er tvíþættur. 1. febrúar 2016 16:23 Segir framkomu Eyglóar og Vigdísar gagnvart starfsmönnum fjármálaráðuneytisins óásættanlega Oddný Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra, kemur starfsmönnum fjármálaráðuneytisins til varnar. 2. febrúar 2016 16:09 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Sjá meira
"Það vita allir þingmenn að leynimappan er uppi í leyniherberginu“ Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, gagnrýnir að gögn sem snúa að endurreisn bankanna skuli ekki vera opinber heldur ríki algjör trúnaður um þau. 1. febrúar 2016 08:37
Ekki í valdi ráðuneytisins að gera gögnin opinber Ástæða þess að hluti gagna, sem varða samninga stjórnvalda við kröfuhafa föllnu bankanna, hefur stöðu trúnaðargagna er tvíþættur. 1. febrúar 2016 16:23
Segir framkomu Eyglóar og Vigdísar gagnvart starfsmönnum fjármálaráðuneytisins óásættanlega Oddný Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra, kemur starfsmönnum fjármálaráðuneytisins til varnar. 2. febrúar 2016 16:09