Gamla þjóðleiðin yfir Elliðaárnar endurvakin í göngu- og hjólastíg Kristján Már Unnarsson skrifar 30. maí 2016 18:15 Tvær nýjar brýr yfir Elliðaár voru opnaðar í dag, - þó ekki fyrir bílaumferð, - því þær eru hluti af nýrri hjóla- og gönguleið þvert yfir Elliðaárhólma, sem liggur á sama stað og elsta þjóðleiðin til Reykjavíkur. Það var skammt neðan Elliðaárstöðvar sem þeir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs, klipptu á borðann á nýrri stálbrú. Þeir stigu síðan á bak og renndu af stað á hjólafákum sínum. Þar með var nýja leiðin formlega opnuð en hún kostaði um 85 milljónir króna. Athygli vekur að stígurinn er tvíbreiður, annar hlutinn verður fyrir hjólreiðamenn og hinn fyrir göngufólk. Að sögn borgarstjóra er þetta liður í þeirri stefnu borgarinnar að skilja að umferð gangandi og hjólandi þar sem umferðin er mest. Við undirgöng á móts við Bústaðaveg er risin ný trébrú yfir vestari kvísl Elliðaánna og þar er jafnframt búið að setja upp aðstöðu til hjólaviðgerða, loftpumpu og skiptilykla.Ilmur Kristjánsdóttir varaborgarfulltrúi og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hjóla á nýja stígnum í veðurblíðunni í Elliðaárhólma í dag.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Nýi stígurinn tengist öðrum stígum, bæði um Elliðarárdal og Fossvogsdal, og brátt bætast fleiri við í nágrenninu, meðfram Stekkjarbakka og Bústaðavegi. Lýsingin meðfram stígnum verður umferðarstýrð, bæði til að spara rafmagn og til að halda ljósmengun í lágmarki. „Þetta er hluti af smartvæðingu borgarinnar. Það á að kvikna á þeim þegar þú ferð hér um en annars á að vera slökkt,“ segir borgarstjóri. Svo skemmtilega vill til að nýi stígurinn er þar sem elsta þjóðleiðin lá um Elliðaárhólma til Reykjavíkur áður en Elliðaárnar voru fyrst brúaðar, að sögn Reynis Vilhjálmssonar, landslagsarkitekts og sérfræðings um sögu Elliðaárdals. Eftir að menn höfðu áð við gamla Árbæ var farið á vaði yfir eystri kvíslina skammt fyrir neðan þar sem Elliðaárstöð er núna. Vaðið yfir vestari kvíslina var á móts við Bústaðaveg. Leiðin inn í gömlu Reykjavík lá síðan þar sem nú eru Bústaðavegur og Laufásvegur. Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Tvær nýjar brýr yfir Elliðaár voru opnaðar í dag, - þó ekki fyrir bílaumferð, - því þær eru hluti af nýrri hjóla- og gönguleið þvert yfir Elliðaárhólma, sem liggur á sama stað og elsta þjóðleiðin til Reykjavíkur. Það var skammt neðan Elliðaárstöðvar sem þeir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs, klipptu á borðann á nýrri stálbrú. Þeir stigu síðan á bak og renndu af stað á hjólafákum sínum. Þar með var nýja leiðin formlega opnuð en hún kostaði um 85 milljónir króna. Athygli vekur að stígurinn er tvíbreiður, annar hlutinn verður fyrir hjólreiðamenn og hinn fyrir göngufólk. Að sögn borgarstjóra er þetta liður í þeirri stefnu borgarinnar að skilja að umferð gangandi og hjólandi þar sem umferðin er mest. Við undirgöng á móts við Bústaðaveg er risin ný trébrú yfir vestari kvísl Elliðaánna og þar er jafnframt búið að setja upp aðstöðu til hjólaviðgerða, loftpumpu og skiptilykla.Ilmur Kristjánsdóttir varaborgarfulltrúi og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hjóla á nýja stígnum í veðurblíðunni í Elliðaárhólma í dag.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Nýi stígurinn tengist öðrum stígum, bæði um Elliðarárdal og Fossvogsdal, og brátt bætast fleiri við í nágrenninu, meðfram Stekkjarbakka og Bústaðavegi. Lýsingin meðfram stígnum verður umferðarstýrð, bæði til að spara rafmagn og til að halda ljósmengun í lágmarki. „Þetta er hluti af smartvæðingu borgarinnar. Það á að kvikna á þeim þegar þú ferð hér um en annars á að vera slökkt,“ segir borgarstjóri. Svo skemmtilega vill til að nýi stígurinn er þar sem elsta þjóðleiðin lá um Elliðaárhólma til Reykjavíkur áður en Elliðaárnar voru fyrst brúaðar, að sögn Reynis Vilhjálmssonar, landslagsarkitekts og sérfræðings um sögu Elliðaárdals. Eftir að menn höfðu áð við gamla Árbæ var farið á vaði yfir eystri kvíslina skammt fyrir neðan þar sem Elliðaárstöð er núna. Vaðið yfir vestari kvíslina var á móts við Bústaðaveg. Leiðin inn í gömlu Reykjavík lá síðan þar sem nú eru Bústaðavegur og Laufásvegur.
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira