Vinstri grænir vilja rannsókn á tengslum Íslendinga við skattaskjól Birgir Olgeirsson skrifar 9. apríl 2016 19:14 Katrín Jakobsdóttir er formaður Vinstri grænna. Vísir Þingflokkur Vinstri grænna vill að Alþingi láti fara fram rannsókn á fjölda og starfsemi félaga sem tengjast íslenskum aðilum, einstaklingum og lögaðilum, og eru í skattaskjólum sem skilgreind hafa verið á Efnahags- og framfarastofnun, OECD, og íslenskum stjórnvöldum. Er það vilji þingflokks Vinstri grænna að forseti Alþingis skipi í því skyni fjögurra manna rannsóknarnefnd auk formanns sem hefur sérþekkingu á alþjóðaviðskiptum, fjármálum og skattamálum. Nefndin skrái öll aflandsfélög, hvar sem er í heiminum, sem tengjast eða hafa tengst íslekum aðilum. Gefin verði út í lok nefndastarfsins sérstök aflandsfélagaskrá yfir alla þá sem í hlut eiga þar sem fram komi nöfn hlutaðeigandi félaga og einstaklinga og upplýsingar um staðsetningu skattaskjólanna. Rannsóknarnefndin miðli upplýsingum og niðurstöðum til skattyfirvalda og annarra yfirvalda eftir því sem efni standa til meðan á starfi hennar stendur. Vill þingflokkur Vinstri grænna að nefndi skili Alþingi skýrslu í september 2016 um þá íslensku aðila sem hún hefur orðið áskynja um en lokaskýrslu fyrir 31. september 2016 sem innihaldi mat á umfangi aflandsstarfseminnar og áhrifa hennar á íslenskt samfélag. Þá yrði fjármálaráðherra jafnframt falið að stofna sérstakan rannsóknarhóp sem á að fara yfir og meta skattaundaskot og aðra ólögmæta starfsemi, svo sem peningaþvætti, sem kunni að hafa átt sér stað með aflandsfélögum og byggist á upplýsingum og niðurstöðum rannsóknarnefndarinnar. Rannsóknarhópurinn starfi með embættum ríkisskattstjóra og skattrannsóknarstjóra á þeim forsendum sem skattrannsóknarstjóri ákveður. Fjármálaráðherra- og efnahagsráðherra sjái til þess að veitt verði fé úr ríkissjóði til þess að kosta viðbótarstarfslið sérfræðinga og annars starfsfólks sem þarf að mati ríkisskattstjóra og skattrannsóknarstjóra til starfa fyrir rannsóknarhópinn og hlutaðeigandi skattyfirvöld. Skattrannsóknarstjóri skili skýrslu um störf og niðurstöður rannsóknarhópsins með ábendingum um úrbætur til forseta Alþingis fyrir lok ágúst 2017. Panama-skjölin Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Fleiri fréttir Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Sjá meira
Þingflokkur Vinstri grænna vill að Alþingi láti fara fram rannsókn á fjölda og starfsemi félaga sem tengjast íslenskum aðilum, einstaklingum og lögaðilum, og eru í skattaskjólum sem skilgreind hafa verið á Efnahags- og framfarastofnun, OECD, og íslenskum stjórnvöldum. Er það vilji þingflokks Vinstri grænna að forseti Alþingis skipi í því skyni fjögurra manna rannsóknarnefnd auk formanns sem hefur sérþekkingu á alþjóðaviðskiptum, fjármálum og skattamálum. Nefndin skrái öll aflandsfélög, hvar sem er í heiminum, sem tengjast eða hafa tengst íslekum aðilum. Gefin verði út í lok nefndastarfsins sérstök aflandsfélagaskrá yfir alla þá sem í hlut eiga þar sem fram komi nöfn hlutaðeigandi félaga og einstaklinga og upplýsingar um staðsetningu skattaskjólanna. Rannsóknarnefndin miðli upplýsingum og niðurstöðum til skattyfirvalda og annarra yfirvalda eftir því sem efni standa til meðan á starfi hennar stendur. Vill þingflokkur Vinstri grænna að nefndi skili Alþingi skýrslu í september 2016 um þá íslensku aðila sem hún hefur orðið áskynja um en lokaskýrslu fyrir 31. september 2016 sem innihaldi mat á umfangi aflandsstarfseminnar og áhrifa hennar á íslenskt samfélag. Þá yrði fjármálaráðherra jafnframt falið að stofna sérstakan rannsóknarhóp sem á að fara yfir og meta skattaundaskot og aðra ólögmæta starfsemi, svo sem peningaþvætti, sem kunni að hafa átt sér stað með aflandsfélögum og byggist á upplýsingum og niðurstöðum rannsóknarnefndarinnar. Rannsóknarhópurinn starfi með embættum ríkisskattstjóra og skattrannsóknarstjóra á þeim forsendum sem skattrannsóknarstjóri ákveður. Fjármálaráðherra- og efnahagsráðherra sjái til þess að veitt verði fé úr ríkissjóði til þess að kosta viðbótarstarfslið sérfræðinga og annars starfsfólks sem þarf að mati ríkisskattstjóra og skattrannsóknarstjóra til starfa fyrir rannsóknarhópinn og hlutaðeigandi skattyfirvöld. Skattrannsóknarstjóri skili skýrslu um störf og niðurstöður rannsóknarhópsins með ábendingum um úrbætur til forseta Alþingis fyrir lok ágúst 2017.
Panama-skjölin Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Fleiri fréttir Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Sjá meira