Silfra á kafi í köfurum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 8. júní 2016 06:00 VÍSIR/VILHELM Átta fyrirtæki selja köfunarþjónustu fyrir ferðamenn við gjána Silfru á Þingvöllum. Það kostar um fjörutíu þúsund krónur á mann að kafa og tuttugu þúsund krónur að snorkla í gjánni. Þjóðgarðurinn fær þúsund krónur fyrir hvern kafara. Einn til tveir starfsmenn á vegum Þjóðgarðsins vakta svæðið á hverjum tíma og sér garðurinn um alla uppbyggingu og þjónustu á svæðinu. „Miðað við þær miklu tekjur sem hljótast af þessum rekstri má alveg velta því upp hvort gjaldið sem við fáum eigi að vera hærra. Við höfum þó látið þessar tekjur duga,“ segir Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður. Fjöldi kafara og snorklara í Silfru árið 2015 var um 30.000. Þjóðgarðurinn fékk rúmar 28 milljónir í tekjur af köfuninni. „Þetta hefur vaxið gríðarlega mikið. Það voru sex þúsund gestir fyrir sex árum,“ segir Ólafur Örn. Engar fjöldatakmarkanir eru á rekstraraðilum né takmarkanir á fjölda kafara sem fara í gegn um gjána á hverjum degi. „Við teljum að það sé löngu kominn tími til að takmarka þetta eitthvað. Það gengur ekki lengur að það sé endalaust verið að fjölga. Það er komið að því að breyta þessu og hef ég öryggismálin að leiðarljósi í þeim efnum. Því miður hafa orðið mjög slæm slys og fólk hefur farist í Silfru. Stundum hefur tilviljun ein ráðið því að fólk hefur ekki dáið,“ segir Ólafur Örn og bætir við að umferðin á bökkum Silfru sé orðin gríðarlega mikil. „Það eru þó ekki endilega kafararnir en þarna koma aðrir gestir til að fylgjast með og líka til að skoða staðinn. Það hafa því orðið miklar skemmdir á mosa og öðrum gróðri á bökkunum.“Vísir/Vilhelmvísir/vilhelm Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem að endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Átta fyrirtæki selja köfunarþjónustu fyrir ferðamenn við gjána Silfru á Þingvöllum. Það kostar um fjörutíu þúsund krónur á mann að kafa og tuttugu þúsund krónur að snorkla í gjánni. Þjóðgarðurinn fær þúsund krónur fyrir hvern kafara. Einn til tveir starfsmenn á vegum Þjóðgarðsins vakta svæðið á hverjum tíma og sér garðurinn um alla uppbyggingu og þjónustu á svæðinu. „Miðað við þær miklu tekjur sem hljótast af þessum rekstri má alveg velta því upp hvort gjaldið sem við fáum eigi að vera hærra. Við höfum þó látið þessar tekjur duga,“ segir Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður. Fjöldi kafara og snorklara í Silfru árið 2015 var um 30.000. Þjóðgarðurinn fékk rúmar 28 milljónir í tekjur af köfuninni. „Þetta hefur vaxið gríðarlega mikið. Það voru sex þúsund gestir fyrir sex árum,“ segir Ólafur Örn. Engar fjöldatakmarkanir eru á rekstraraðilum né takmarkanir á fjölda kafara sem fara í gegn um gjána á hverjum degi. „Við teljum að það sé löngu kominn tími til að takmarka þetta eitthvað. Það gengur ekki lengur að það sé endalaust verið að fjölga. Það er komið að því að breyta þessu og hef ég öryggismálin að leiðarljósi í þeim efnum. Því miður hafa orðið mjög slæm slys og fólk hefur farist í Silfru. Stundum hefur tilviljun ein ráðið því að fólk hefur ekki dáið,“ segir Ólafur Örn og bætir við að umferðin á bökkum Silfru sé orðin gríðarlega mikil. „Það eru þó ekki endilega kafararnir en þarna koma aðrir gestir til að fylgjast með og líka til að skoða staðinn. Það hafa því orðið miklar skemmdir á mosa og öðrum gróðri á bökkunum.“Vísir/Vilhelmvísir/vilhelm
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem að endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira