Lars vann sextíu prósent leikjanna á Laugardalsvellinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júní 2016 08:30 Lars Lagerbäck á Laugardalsvellinum á mánudagskvöldi. Vísir/Anton Lars Lagerbäck stýrði íslenska landsliðinu í síðasta sinn á Laugardalsvellinum á mánudagskvöldið og það var ógleymanleg stund þegar hann var hylltur á vellinum af leikmönnum íslenska liðsins, starfsmönnum KSÍ og að sjálfsögðu öllum áhorfendunum sem mættu til að kveðja þennan frábæra þjálfara. Frábær fjögur ár eru brátt á enda en fyrst ætlar Lars Lagerbäck þó að reyna að fara sem lengst með íslenska landsliðið á Evrópumótinu í Frakklandi. Íslenska liðið flaug til Frakklands í gær og er búið að koma sér vel fyrir í smábænum Annecy.Sjá einnig:Lars: Líður alltaf eins og ég sé kominn heim þegar ég kem til Íslands Það er gaman að skoða tölfræði Lars Lagerbäck í leikjum sínum í Laugardalnum því hún er ekki að slakari gerðinni. Fyrsti leikur Lars á Laugardalsvellinum var á móti Færeyjum haustið 2012 en leikurinn á móti Liechtenstein var fimmtándi leikur Svíans sem þjálfara íslenska landsliðsins í Laugardalnum. Lars vann bæði fyrsta leikinn (2-0 á móti Færeyjum 15. ágúst 2012) og fyrsta keppnisleikinn (2-0 á móti Noregi 7. september 2012) á Laugardalsvellinum. Ísland vann öruggan 4-0 sigur á Liechtenstein í lokaleik Lars Lagerbäck sem þýddi að hann náði að stýra íslenska liðinu til sigurs í tíu leikjum á þjóðarleikvanginum. Ef við gefum líka stig fyrir vináttuleikina þá náði íslenska landsliðið í 73 prósent stiga í boði í leikjum sínum undir stjórn Lars Lagerbäck í Laugardalnum eða liðið var með 10 sigrar og 3 jafntefli í 5 leikjum.Sjá einnig:Lagerbäck aldrei upplifað annan eins fjölmiðlaágang Lars Lagerbäck kom þrisvar til Íslands sem þjálfari sænska landsliðsins. Hann tapaði fyrsta leiknum árið 2000 þegar Tommy Söderberg þjálfaði með honum en fagnaði síðan sigrum í leikjum sínum í Laugardalnum 2004 og 2005. Lars var í raun með betri árangur með íslenska landsliðið í Laugardalnum (73 prósent stiga í húsi) en í leikjunum þremur með sænska liðið (67 prósent stiga í húsi). EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Sjá meira
Lars Lagerbäck stýrði íslenska landsliðinu í síðasta sinn á Laugardalsvellinum á mánudagskvöldið og það var ógleymanleg stund þegar hann var hylltur á vellinum af leikmönnum íslenska liðsins, starfsmönnum KSÍ og að sjálfsögðu öllum áhorfendunum sem mættu til að kveðja þennan frábæra þjálfara. Frábær fjögur ár eru brátt á enda en fyrst ætlar Lars Lagerbäck þó að reyna að fara sem lengst með íslenska landsliðið á Evrópumótinu í Frakklandi. Íslenska liðið flaug til Frakklands í gær og er búið að koma sér vel fyrir í smábænum Annecy.Sjá einnig:Lars: Líður alltaf eins og ég sé kominn heim þegar ég kem til Íslands Það er gaman að skoða tölfræði Lars Lagerbäck í leikjum sínum í Laugardalnum því hún er ekki að slakari gerðinni. Fyrsti leikur Lars á Laugardalsvellinum var á móti Færeyjum haustið 2012 en leikurinn á móti Liechtenstein var fimmtándi leikur Svíans sem þjálfara íslenska landsliðsins í Laugardalnum. Lars vann bæði fyrsta leikinn (2-0 á móti Færeyjum 15. ágúst 2012) og fyrsta keppnisleikinn (2-0 á móti Noregi 7. september 2012) á Laugardalsvellinum. Ísland vann öruggan 4-0 sigur á Liechtenstein í lokaleik Lars Lagerbäck sem þýddi að hann náði að stýra íslenska liðinu til sigurs í tíu leikjum á þjóðarleikvanginum. Ef við gefum líka stig fyrir vináttuleikina þá náði íslenska landsliðið í 73 prósent stiga í boði í leikjum sínum undir stjórn Lars Lagerbäck í Laugardalnum eða liðið var með 10 sigrar og 3 jafntefli í 5 leikjum.Sjá einnig:Lagerbäck aldrei upplifað annan eins fjölmiðlaágang Lars Lagerbäck kom þrisvar til Íslands sem þjálfari sænska landsliðsins. Hann tapaði fyrsta leiknum árið 2000 þegar Tommy Söderberg þjálfaði með honum en fagnaði síðan sigrum í leikjum sínum í Laugardalnum 2004 og 2005. Lars var í raun með betri árangur með íslenska landsliðið í Laugardalnum (73 prósent stiga í húsi) en í leikjunum þremur með sænska liðið (67 prósent stiga í húsi).
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Sjá meira