Fleiri leikmenn á EM spila í Liechtenstein en í Pepsi-deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júní 2016 10:00 Kári Árnason spilaði nokkur tímabil í úrvalsdeildinni á Íslandi en Kolbeinn Sigþórsson hefur aldrei spilað þar. Hér sjást þeir koma út úr flugvélinni í Frakklandi í gær. Vísir/EPA Pepsi-deild karla á engan leikmann á Evrópumótinu í knattspyrnu í Frakklandi þrátt fyrir að þar verði 23 íslenskir leikmenn að spila undir merkjum íslenska landsliðsins í fótbolta. Allir 23 leikmenn íslenska hópsins spila nefnilega með liðum utan Íslands og er Ísland aðeins eitt af þremur landsliðum í Evrópukeppninni sem er ekki með leikmann innanborðs sem spilar í heimalandinu. Flestir íslensku leikmannanna spila á Norðurlöndunum eða 12 af 23 mönnum þar af eru sjö hjá sænskum liðum. Leikmenn íslenska liðsins dreifast samt vel um Evrópu enda spila þeir alls í ellefu löndum. Hinar tvær þjóðirnar auk Íslands sem ekki eru með leikmenn frá liði í heimalandinu eru Írland og Norður-Írland. Allir Írarnir nema einn spila í ensku deildunum en sá eini sem sker sig úr er Robbie Keane sem spilar með LA Galaxy í Bandaríkjunum. Það er aðeins meiri fjölbreytni hjá Norður-Írunum þó að 18 af 23 mönnum spili í Englandi. Fjórir leikmenn liðsins spila í Skotlandi og einn í Ástralíu. Ensk lið eiga langflesta leikmenn eða alls 134 en 65 spila með þýskum liðum. Í þriðja sætinu eru síðan ítölsk lið sem eiga 56 leikmenn. Meðal landa sem eiga fleiri leikmenn en íslenska Pepsi-deildin eru Aserbaídsjan, Kanada, Kína, Kasakstan, Sádí-Arabía og Liechtenstein. Eini leikmaður sem spilar með liði frá Liechtenstein er Albaninn Armando Sadiku sem spilar með Vaduz.Hér fyrir neðan má sjá í hvaða löndum leikmennirnir á EM spila. 134 - England (1 íslenskur) 65 - Þýskaland (2 íslenskir) 56 - Ítalía (2 íslenskir) 36 - Tyrkland 35 - Spánn 32 - Rússland (1 íslenskur) 22 - Frakkland (1 íslenskur) 21 - Úkraína 15 - Pólland 15 - Sviss (1 íslenskur) 13 - Tékkland 13 - Ungverjaland 10 - Króatía 10 - Portúgal 10 - Svíþjóð (7 íslenskir) 9 - Rúmenía 6 - Danmörk (2 íslenskir) 6 - Skotland 5 - Belgía (1 íslenskur) 5 - Grikkland 5 - Wales (2 íslenskir) 4 - Slóvakía 3 - Búlgaría 3 - Noregur (allir íslenskir) 3 - Katar 2 - Albanía 2 - Austurríki 2 - Holland 2 - Bandaríkin 1 - Ástralía 1 - Aserbaídsjan 1 - Kanada 1 - Kína 1 - Ísrael 1 - Kasakstan 1 - Liechtenstein 1 - Mexíkó 1 - Sádí-Arabía ---- 0 - Ísland 0 - Norður-Írland 0 - Írland EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Sjá meira
Pepsi-deild karla á engan leikmann á Evrópumótinu í knattspyrnu í Frakklandi þrátt fyrir að þar verði 23 íslenskir leikmenn að spila undir merkjum íslenska landsliðsins í fótbolta. Allir 23 leikmenn íslenska hópsins spila nefnilega með liðum utan Íslands og er Ísland aðeins eitt af þremur landsliðum í Evrópukeppninni sem er ekki með leikmann innanborðs sem spilar í heimalandinu. Flestir íslensku leikmannanna spila á Norðurlöndunum eða 12 af 23 mönnum þar af eru sjö hjá sænskum liðum. Leikmenn íslenska liðsins dreifast samt vel um Evrópu enda spila þeir alls í ellefu löndum. Hinar tvær þjóðirnar auk Íslands sem ekki eru með leikmenn frá liði í heimalandinu eru Írland og Norður-Írland. Allir Írarnir nema einn spila í ensku deildunum en sá eini sem sker sig úr er Robbie Keane sem spilar með LA Galaxy í Bandaríkjunum. Það er aðeins meiri fjölbreytni hjá Norður-Írunum þó að 18 af 23 mönnum spili í Englandi. Fjórir leikmenn liðsins spila í Skotlandi og einn í Ástralíu. Ensk lið eiga langflesta leikmenn eða alls 134 en 65 spila með þýskum liðum. Í þriðja sætinu eru síðan ítölsk lið sem eiga 56 leikmenn. Meðal landa sem eiga fleiri leikmenn en íslenska Pepsi-deildin eru Aserbaídsjan, Kanada, Kína, Kasakstan, Sádí-Arabía og Liechtenstein. Eini leikmaður sem spilar með liði frá Liechtenstein er Albaninn Armando Sadiku sem spilar með Vaduz.Hér fyrir neðan má sjá í hvaða löndum leikmennirnir á EM spila. 134 - England (1 íslenskur) 65 - Þýskaland (2 íslenskir) 56 - Ítalía (2 íslenskir) 36 - Tyrkland 35 - Spánn 32 - Rússland (1 íslenskur) 22 - Frakkland (1 íslenskur) 21 - Úkraína 15 - Pólland 15 - Sviss (1 íslenskur) 13 - Tékkland 13 - Ungverjaland 10 - Króatía 10 - Portúgal 10 - Svíþjóð (7 íslenskir) 9 - Rúmenía 6 - Danmörk (2 íslenskir) 6 - Skotland 5 - Belgía (1 íslenskur) 5 - Grikkland 5 - Wales (2 íslenskir) 4 - Slóvakía 3 - Búlgaría 3 - Noregur (allir íslenskir) 3 - Katar 2 - Albanía 2 - Austurríki 2 - Holland 2 - Bandaríkin 1 - Ástralía 1 - Aserbaídsjan 1 - Kanada 1 - Kína 1 - Ísrael 1 - Kasakstan 1 - Liechtenstein 1 - Mexíkó 1 - Sádí-Arabía ---- 0 - Ísland 0 - Norður-Írland 0 - Írland
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Sjá meira