Bíður ákæru fyrir að setja Sönn íslensk sakamál á Deildu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 8. júní 2016 19:45 Lítil hreyfing hefur verið á málinu frá árslokum 2014. vísir Hæstiréttur hafnaði í dag kröfu manns um að fá tölvu sína, farsíma og flakkara afhentan úr haldi lögreglunnar. Tækin hafa verið í vörslu lögreglunnar frá 24. mars 2014. Maðurinn liggur undir grun um að hafa afritað íslenska sjónvarpsþætti og deilt þeim á skráskiptasíðu. Upplýsingar um hvaða þætti ræðir hafa verið afmáðar úr dómi Hæstaréttar og úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur sem birtur er á vefsíðu Hæstaréttar. Samkvæmt heimildum Vísis eru hinir umræddu þættir úr þáttaröðinni Sönn íslensk sakamál sem sýndir voru á Skjá einum á þessum tíma. Umræddum þáttum var deilt gífurlega á deildu.net en áætlað er að þeir hafi verið sóttir um 90.000 sinnum og að allt að 12.000 manns hafi sótt hvern þátt fyrir sig. Framleiðslu þeirra var að lokum hætt enda stóðu þeir ekki undir kostnaði sökum ólöglegs niðurhals. Rannsókn málsins hófst í febrúar 2014. Hinn kærði var yfirheyrður í þrígang á því ári en frá því í desember 2014 hefur lítil hreyfing verið á málinu þar til degi áður en það var tekið til úrskurðar í héraðsdómi. Í málflutningi lögreglunnar fyrir dómi kom fram að málið væri komið í ákærumeðferð og ákæru væri að vænta fyrir lok júnímánaðar. Sérfræðingar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafi unnið að greiningu og rannsóknum á gögnum á tölvunum og það útskýrði drátt málsins. Í niðurstöðu Hæstaréttar sagði að dráttur á rannsókn málsins væri aðfinnsluverður en í ljósi þess að ákæra verður gefin út áður en júní er á enda var ekki fallist á að fella haldlagninuna úr gildi. Jón H. B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, vildi hvorki staðfesta né neita að umræddir þættir væru Sönn íslensk sakamál. Tengdar fréttir Fimm tekjuhæstu myndir ársins sóttar 65 þúsund sinnum Fimm tekjuhæstu kvikmyndir ársins hafa verið sóttar um 65 þúsund sinnum á Deildu.net, samkvæmt gróflegri rannsókn Vísis. 27. desember 2013 12:14 Skjárinn kærir vegna dreifingar á Biggest loser Ísland Kæran lýtur nánar tiltekið að ólögmætri afritun tiltekins einstaklings á þáttunum og dreifingu þeirra á slóðinni deildu.net. 7. maí 2014 16:15 Dómur gegn Deildu: „Ég mun ekki hika við að deila minni tækniþekkingu“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingflokksformaður Pírata, er ósáttur við dóm sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, um að loka fyrir aðgang á Deildu.net og PirateBay. 14. október 2014 18:00 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Hæstiréttur hafnaði í dag kröfu manns um að fá tölvu sína, farsíma og flakkara afhentan úr haldi lögreglunnar. Tækin hafa verið í vörslu lögreglunnar frá 24. mars 2014. Maðurinn liggur undir grun um að hafa afritað íslenska sjónvarpsþætti og deilt þeim á skráskiptasíðu. Upplýsingar um hvaða þætti ræðir hafa verið afmáðar úr dómi Hæstaréttar og úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur sem birtur er á vefsíðu Hæstaréttar. Samkvæmt heimildum Vísis eru hinir umræddu þættir úr þáttaröðinni Sönn íslensk sakamál sem sýndir voru á Skjá einum á þessum tíma. Umræddum þáttum var deilt gífurlega á deildu.net en áætlað er að þeir hafi verið sóttir um 90.000 sinnum og að allt að 12.000 manns hafi sótt hvern þátt fyrir sig. Framleiðslu þeirra var að lokum hætt enda stóðu þeir ekki undir kostnaði sökum ólöglegs niðurhals. Rannsókn málsins hófst í febrúar 2014. Hinn kærði var yfirheyrður í þrígang á því ári en frá því í desember 2014 hefur lítil hreyfing verið á málinu þar til degi áður en það var tekið til úrskurðar í héraðsdómi. Í málflutningi lögreglunnar fyrir dómi kom fram að málið væri komið í ákærumeðferð og ákæru væri að vænta fyrir lok júnímánaðar. Sérfræðingar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafi unnið að greiningu og rannsóknum á gögnum á tölvunum og það útskýrði drátt málsins. Í niðurstöðu Hæstaréttar sagði að dráttur á rannsókn málsins væri aðfinnsluverður en í ljósi þess að ákæra verður gefin út áður en júní er á enda var ekki fallist á að fella haldlagninuna úr gildi. Jón H. B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, vildi hvorki staðfesta né neita að umræddir þættir væru Sönn íslensk sakamál.
Tengdar fréttir Fimm tekjuhæstu myndir ársins sóttar 65 þúsund sinnum Fimm tekjuhæstu kvikmyndir ársins hafa verið sóttar um 65 þúsund sinnum á Deildu.net, samkvæmt gróflegri rannsókn Vísis. 27. desember 2013 12:14 Skjárinn kærir vegna dreifingar á Biggest loser Ísland Kæran lýtur nánar tiltekið að ólögmætri afritun tiltekins einstaklings á þáttunum og dreifingu þeirra á slóðinni deildu.net. 7. maí 2014 16:15 Dómur gegn Deildu: „Ég mun ekki hika við að deila minni tækniþekkingu“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingflokksformaður Pírata, er ósáttur við dóm sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, um að loka fyrir aðgang á Deildu.net og PirateBay. 14. október 2014 18:00 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Fimm tekjuhæstu myndir ársins sóttar 65 þúsund sinnum Fimm tekjuhæstu kvikmyndir ársins hafa verið sóttar um 65 þúsund sinnum á Deildu.net, samkvæmt gróflegri rannsókn Vísis. 27. desember 2013 12:14
Skjárinn kærir vegna dreifingar á Biggest loser Ísland Kæran lýtur nánar tiltekið að ólögmætri afritun tiltekins einstaklings á þáttunum og dreifingu þeirra á slóðinni deildu.net. 7. maí 2014 16:15
Dómur gegn Deildu: „Ég mun ekki hika við að deila minni tækniþekkingu“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingflokksformaður Pírata, er ósáttur við dóm sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, um að loka fyrir aðgang á Deildu.net og PirateBay. 14. október 2014 18:00