Fimm tekjuhæstu myndir ársins sóttar 65 þúsund sinnum Samúel Karl Ólason skrifar 27. desember 2013 12:14 Fimm tekjuhæstu kvikmyndir þessa árs höluðu samanlagt inn 4.424 milljónir Bandaríkjadala. Það reiknast tæplega 509 milljarðar króna. Þessum fimm myndum hefur samkvæmt gróflegri könnun Vísis, verið niðurhalað um 65.000 sinnum á torrent síðunni Deildu.net.1. Iron Man 3 (1,2 milljarðar dala) Sótt um 10 þúsund sinnum.2. Despicable Me 2 (919 milljónir dala) Sótt um 20 þúsund sinnum.3. Fast & Furious 6 (789 milljónir dala) Sótt 5-6 þúsund sinnum.4. The Hunger Games:Catching Fire (772 milljónir dala) Sótt hátt í þúsund sinnum – Myndin er ekki komin á dvd.5. Monsters University (744 milljónir dala) Sótt um 15 þúsund sinnum. Fréttastofan hafði samband við Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóra SMÁÍS og spurði hann hvort niðurhal þetta hefði áhrif á tekjur kvikmynda. „Capacent könnun frá árinu 2011 sýnir að tveir af hverjum tíu hefði keypt efnið hefðu þeir ekki haft aðgang að því ókeypis í gegnum síður eins og deildu.net,“ segir Snæbjörn. „Það mætti líta á þetta allt sem tap, en strangt til tekið hefðu ekki allir sem sóttu efnið, keypt það. Þess vegna förum við oft eftir þessari könnun.“ Yfirleitt haldast í hendur vinsældir mynda og hve oft þær séu sóttar á netið, en þar skiptir líka máli í hvaða gæðum þær leka á netið og tímasetningin. Þar nefnir Snæbjörn dæmi um frönsku myndina Intouchables, sem kom út á síðasta ári. Sú mynd var komin á Deildu.net, með íslenskum texta, mjög fljótlega og jafnvel áður en hún var sýnd í bíóum hérlendis. Henni var mikið niðurhalað en þrátt fyrir það fékk hún mikla aðsókn í bíóhúsum. Deildu.net er þó langt frá því að vera eina torrent síðan þar sem fólk getur sótt afþreyingarefni eins og kvikmyndir. Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira
Fimm tekjuhæstu kvikmyndir þessa árs höluðu samanlagt inn 4.424 milljónir Bandaríkjadala. Það reiknast tæplega 509 milljarðar króna. Þessum fimm myndum hefur samkvæmt gróflegri könnun Vísis, verið niðurhalað um 65.000 sinnum á torrent síðunni Deildu.net.1. Iron Man 3 (1,2 milljarðar dala) Sótt um 10 þúsund sinnum.2. Despicable Me 2 (919 milljónir dala) Sótt um 20 þúsund sinnum.3. Fast & Furious 6 (789 milljónir dala) Sótt 5-6 þúsund sinnum.4. The Hunger Games:Catching Fire (772 milljónir dala) Sótt hátt í þúsund sinnum – Myndin er ekki komin á dvd.5. Monsters University (744 milljónir dala) Sótt um 15 þúsund sinnum. Fréttastofan hafði samband við Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóra SMÁÍS og spurði hann hvort niðurhal þetta hefði áhrif á tekjur kvikmynda. „Capacent könnun frá árinu 2011 sýnir að tveir af hverjum tíu hefði keypt efnið hefðu þeir ekki haft aðgang að því ókeypis í gegnum síður eins og deildu.net,“ segir Snæbjörn. „Það mætti líta á þetta allt sem tap, en strangt til tekið hefðu ekki allir sem sóttu efnið, keypt það. Þess vegna förum við oft eftir þessari könnun.“ Yfirleitt haldast í hendur vinsældir mynda og hve oft þær séu sóttar á netið, en þar skiptir líka máli í hvaða gæðum þær leka á netið og tímasetningin. Þar nefnir Snæbjörn dæmi um frönsku myndina Intouchables, sem kom út á síðasta ári. Sú mynd var komin á Deildu.net, með íslenskum texta, mjög fljótlega og jafnvel áður en hún var sýnd í bíóum hérlendis. Henni var mikið niðurhalað en þrátt fyrir það fékk hún mikla aðsókn í bíóhúsum. Deildu.net er þó langt frá því að vera eina torrent síðan þar sem fólk getur sótt afþreyingarefni eins og kvikmyndir.
Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira