Bíður ákæru fyrir að setja Sönn íslensk sakamál á Deildu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 8. júní 2016 19:45 Lítil hreyfing hefur verið á málinu frá árslokum 2014. vísir Hæstiréttur hafnaði í dag kröfu manns um að fá tölvu sína, farsíma og flakkara afhentan úr haldi lögreglunnar. Tækin hafa verið í vörslu lögreglunnar frá 24. mars 2014. Maðurinn liggur undir grun um að hafa afritað íslenska sjónvarpsþætti og deilt þeim á skráskiptasíðu. Upplýsingar um hvaða þætti ræðir hafa verið afmáðar úr dómi Hæstaréttar og úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur sem birtur er á vefsíðu Hæstaréttar. Samkvæmt heimildum Vísis eru hinir umræddu þættir úr þáttaröðinni Sönn íslensk sakamál sem sýndir voru á Skjá einum á þessum tíma. Umræddum þáttum var deilt gífurlega á deildu.net en áætlað er að þeir hafi verið sóttir um 90.000 sinnum og að allt að 12.000 manns hafi sótt hvern þátt fyrir sig. Framleiðslu þeirra var að lokum hætt enda stóðu þeir ekki undir kostnaði sökum ólöglegs niðurhals. Rannsókn málsins hófst í febrúar 2014. Hinn kærði var yfirheyrður í þrígang á því ári en frá því í desember 2014 hefur lítil hreyfing verið á málinu þar til degi áður en það var tekið til úrskurðar í héraðsdómi. Í málflutningi lögreglunnar fyrir dómi kom fram að málið væri komið í ákærumeðferð og ákæru væri að vænta fyrir lok júnímánaðar. Sérfræðingar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafi unnið að greiningu og rannsóknum á gögnum á tölvunum og það útskýrði drátt málsins. Í niðurstöðu Hæstaréttar sagði að dráttur á rannsókn málsins væri aðfinnsluverður en í ljósi þess að ákæra verður gefin út áður en júní er á enda var ekki fallist á að fella haldlagninuna úr gildi. Jón H. B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, vildi hvorki staðfesta né neita að umræddir þættir væru Sönn íslensk sakamál. Tengdar fréttir Fimm tekjuhæstu myndir ársins sóttar 65 þúsund sinnum Fimm tekjuhæstu kvikmyndir ársins hafa verið sóttar um 65 þúsund sinnum á Deildu.net, samkvæmt gróflegri rannsókn Vísis. 27. desember 2013 12:14 Skjárinn kærir vegna dreifingar á Biggest loser Ísland Kæran lýtur nánar tiltekið að ólögmætri afritun tiltekins einstaklings á þáttunum og dreifingu þeirra á slóðinni deildu.net. 7. maí 2014 16:15 Dómur gegn Deildu: „Ég mun ekki hika við að deila minni tækniþekkingu“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingflokksformaður Pírata, er ósáttur við dóm sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, um að loka fyrir aðgang á Deildu.net og PirateBay. 14. október 2014 18:00 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Hæstiréttur hafnaði í dag kröfu manns um að fá tölvu sína, farsíma og flakkara afhentan úr haldi lögreglunnar. Tækin hafa verið í vörslu lögreglunnar frá 24. mars 2014. Maðurinn liggur undir grun um að hafa afritað íslenska sjónvarpsþætti og deilt þeim á skráskiptasíðu. Upplýsingar um hvaða þætti ræðir hafa verið afmáðar úr dómi Hæstaréttar og úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur sem birtur er á vefsíðu Hæstaréttar. Samkvæmt heimildum Vísis eru hinir umræddu þættir úr þáttaröðinni Sönn íslensk sakamál sem sýndir voru á Skjá einum á þessum tíma. Umræddum þáttum var deilt gífurlega á deildu.net en áætlað er að þeir hafi verið sóttir um 90.000 sinnum og að allt að 12.000 manns hafi sótt hvern þátt fyrir sig. Framleiðslu þeirra var að lokum hætt enda stóðu þeir ekki undir kostnaði sökum ólöglegs niðurhals. Rannsókn málsins hófst í febrúar 2014. Hinn kærði var yfirheyrður í þrígang á því ári en frá því í desember 2014 hefur lítil hreyfing verið á málinu þar til degi áður en það var tekið til úrskurðar í héraðsdómi. Í málflutningi lögreglunnar fyrir dómi kom fram að málið væri komið í ákærumeðferð og ákæru væri að vænta fyrir lok júnímánaðar. Sérfræðingar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafi unnið að greiningu og rannsóknum á gögnum á tölvunum og það útskýrði drátt málsins. Í niðurstöðu Hæstaréttar sagði að dráttur á rannsókn málsins væri aðfinnsluverður en í ljósi þess að ákæra verður gefin út áður en júní er á enda var ekki fallist á að fella haldlagninuna úr gildi. Jón H. B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, vildi hvorki staðfesta né neita að umræddir þættir væru Sönn íslensk sakamál.
Tengdar fréttir Fimm tekjuhæstu myndir ársins sóttar 65 þúsund sinnum Fimm tekjuhæstu kvikmyndir ársins hafa verið sóttar um 65 þúsund sinnum á Deildu.net, samkvæmt gróflegri rannsókn Vísis. 27. desember 2013 12:14 Skjárinn kærir vegna dreifingar á Biggest loser Ísland Kæran lýtur nánar tiltekið að ólögmætri afritun tiltekins einstaklings á þáttunum og dreifingu þeirra á slóðinni deildu.net. 7. maí 2014 16:15 Dómur gegn Deildu: „Ég mun ekki hika við að deila minni tækniþekkingu“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingflokksformaður Pírata, er ósáttur við dóm sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, um að loka fyrir aðgang á Deildu.net og PirateBay. 14. október 2014 18:00 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Fimm tekjuhæstu myndir ársins sóttar 65 þúsund sinnum Fimm tekjuhæstu kvikmyndir ársins hafa verið sóttar um 65 þúsund sinnum á Deildu.net, samkvæmt gróflegri rannsókn Vísis. 27. desember 2013 12:14
Skjárinn kærir vegna dreifingar á Biggest loser Ísland Kæran lýtur nánar tiltekið að ólögmætri afritun tiltekins einstaklings á þáttunum og dreifingu þeirra á slóðinni deildu.net. 7. maí 2014 16:15
Dómur gegn Deildu: „Ég mun ekki hika við að deila minni tækniþekkingu“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingflokksformaður Pírata, er ósáttur við dóm sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, um að loka fyrir aðgang á Deildu.net og PirateBay. 14. október 2014 18:00