Kostnaður vegna ölvunarslysa fjórfaldast sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 29. desember 2016 10:14 Allt stefnir í að kostnaður vegna umferðarslysa af völdum aksturs undir áhrifum áfengis fari yfir þrjá milljarða í ár og muni rúmlega fjórfaldast á milli áranna 2015 og 2016. Heildarkostnaður vegna ölvunarslysa var 721 milljón árið 2015. Kostnaðurinn er nú kominn í 2,7 milljarða samkvæmt slysaskráningu Samgöngustofu varðandi umferðarslys á fyrstu tíu mánuðum þessa árs, að því er segir í tilkynningu frá Samgöngustofu. Einar Magnús Magnússon, sérfræðingur í kynningarmálum hjá Samgöngustofu, segir vísbendingar um að fylgni sé á milli góðæris og ölvunaraksturs. Hann hvetur fólk til að verða sér úti um áfengismæla. „Við erum að sjá ákveðið samhengi við þetta skilgreinda góðæri. Við eigum síðan eftir að sjá hvort sagan skrifi þetta sem góðæri eða hvað, en það virðist vera,“ sagði Einar Magnús í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir að þörf sé á aukinni fræðslu og vitundarvakningu. „Þetta er langtímaverkefni að ala okkur upp. Það getur tekið einhverjar kynslóðir að hamra það svolítið inn í hausinn á okkur að þegar þú ert búinn að fá þér eitt glas þá er ekki í lagi að keyra á næstu klukkutímum,“ segir hann. „Ég vil í raunninni að það gerist að það hringi bara bjöllum í höfði hvers og eins þegar einhver ætlar að fara af stað eftir neyslu að láta þetta ekki gerast vegna þess að afleiðingarnar eru svo brjálæðislegar. Hérna erum við bara að skoða einhvern kostnað en sorgirnar og skerðing á lífsgæðum og allt þetta er ómælt.“ Í könnun á viðhorfi og aksturshegðun Íslendinga sem Gallup gerði fyrir Samgöngustofu kemur fram að 29 prósent aðspurðra láta það oft, stundum eða sjaldan gerast að þeir aki eftir að hafa drukkið eitt glas af áfengum drykk. Eitt prósent sagðist hafa gert það oft á síðustu sex mánuðum, fimm prósent stundum og 23 prósent sjaldan. 71 prósent sögðust aldrei gera það. Viðtalið við Einar Magnús má heyra í spilaranum hér fyrir ofan. Fréttir ársins 2016 Mest lesið Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Náðu manninum úr sjónum Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Allt stefnir í að kostnaður vegna umferðarslysa af völdum aksturs undir áhrifum áfengis fari yfir þrjá milljarða í ár og muni rúmlega fjórfaldast á milli áranna 2015 og 2016. Heildarkostnaður vegna ölvunarslysa var 721 milljón árið 2015. Kostnaðurinn er nú kominn í 2,7 milljarða samkvæmt slysaskráningu Samgöngustofu varðandi umferðarslys á fyrstu tíu mánuðum þessa árs, að því er segir í tilkynningu frá Samgöngustofu. Einar Magnús Magnússon, sérfræðingur í kynningarmálum hjá Samgöngustofu, segir vísbendingar um að fylgni sé á milli góðæris og ölvunaraksturs. Hann hvetur fólk til að verða sér úti um áfengismæla. „Við erum að sjá ákveðið samhengi við þetta skilgreinda góðæri. Við eigum síðan eftir að sjá hvort sagan skrifi þetta sem góðæri eða hvað, en það virðist vera,“ sagði Einar Magnús í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir að þörf sé á aukinni fræðslu og vitundarvakningu. „Þetta er langtímaverkefni að ala okkur upp. Það getur tekið einhverjar kynslóðir að hamra það svolítið inn í hausinn á okkur að þegar þú ert búinn að fá þér eitt glas þá er ekki í lagi að keyra á næstu klukkutímum,“ segir hann. „Ég vil í raunninni að það gerist að það hringi bara bjöllum í höfði hvers og eins þegar einhver ætlar að fara af stað eftir neyslu að láta þetta ekki gerast vegna þess að afleiðingarnar eru svo brjálæðislegar. Hérna erum við bara að skoða einhvern kostnað en sorgirnar og skerðing á lífsgæðum og allt þetta er ómælt.“ Í könnun á viðhorfi og aksturshegðun Íslendinga sem Gallup gerði fyrir Samgöngustofu kemur fram að 29 prósent aðspurðra láta það oft, stundum eða sjaldan gerast að þeir aki eftir að hafa drukkið eitt glas af áfengum drykk. Eitt prósent sagðist hafa gert það oft á síðustu sex mánuðum, fimm prósent stundum og 23 prósent sjaldan. 71 prósent sögðust aldrei gera það. Viðtalið við Einar Magnús má heyra í spilaranum hér fyrir ofan.
Fréttir ársins 2016 Mest lesið Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Náðu manninum úr sjónum Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira