Kolbeinn kom til Galatasary á eins árs lánssamningi frá franska liðinu Nantes undir lok síðasta félagaskiptaglugga.
Hann náði þó aldrei að spila fyrir Galatasary vegna erfiðra hnémeiðsla.
Kolbeinn gekk í raðir Nantes frá Ajax sumarið 2015 og skrifaði undir fimm ára samning við franska liðið. Hann skoraði þrjú mörk í 26 deildarleikjum fyrir Nantes á síðasta tímabili.
Kolbeinn er næstmarkahæsti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins með 22 mörk. Hann skoraði tvö mörk á EM í Frakklandi í sumar, þ.á.m. sigurmarkið gegn Englandi í 16-liða úrslitunum.
CLUB STATEMENT: Kolbeinn Sigthorsson's contract has officially been terminated with immediate effect. pic.twitter.com/UrbW81Eapy
— Galatasaray EN (@Galatasaray) December 29, 2016