Sjúkravél Mýflugs gat ekki lent í Reykjavík Þórgnýr Einar Albertson skrifar 29. desember 2016 07:00 Mýflug hefur farið um 660 sjúkraflug það sem af er ári eða um tvö á dag. Alvarlega veikur maður á Hornafirði komst ekki á Landspítalann í Reykjavík í gær til þess að fá umönnun. Allar flugbrautir í Reykjavík og Keflavík voru lokaðar vegna veðurs og var þess í stað flogið með sjúklinginn til Akureyrar. „Það fólk sem ber ábyrgð á þessari skerðingu Reykjavíkurflugvallar lætur sig ekkert muna um að storka örlögum annarra. Við flugum þessum sjúklingi til Akureyrar þar sem hann fær vonandi fullnægjandi umönnun en þó er ljóst að hann hefði þurft að komast til LSH í Reykjavík. Útkallið var í fyrsta forgangi,“ skrifar Þorkell Ásgeir Jóhannsson, flugmaður hjá Mýflugi, á Facebook. Hann bætir því við að þurft hefði að nota NA/SV flugbrautina, svokallaða neyðarbraut, vegna veðursins. Þá hefði verið hægt að lenda á vellinum. Þeirri braut var lokað í júlí í sumar.Matthías?Sveinbjörnsson, forseti Flugmálafélags ÍslandsFlugmálafélag Íslands (FMÍ) gagnrýndi stöðu mála á Reykjavíkurflugvelli í yfirlýsingu í gær en völlurinn var með öllu ófær. „Aðeins stjórnmálamenn standa í vegi fyrir lendingum á brautinni,“ segir í yfirlýsingunni. Í samtali við Fréttablaðið segir Matthías Sveinbjörnsson, forseti FMÍ, að nú fyrst séu erfiðar lægðir að koma yfir landið og þeim fylgi erfiðar flugaðstæður. „Það sem okkur gremst er að það var bent á það margoft að þessar aðstæður myndu koma upp og þær myndu hafa þessar afleiðingar í för með sér,“ segir Matthías og bætir því við að ekki sé hægt að bíða óveðrið af sér þar sem það geti staðið yfir í mjög langan tíma. „Það er mjög sérkennilegt að horfa upp á það að brautin sé þarna og það sé ekkert búið að byggja upp í aðflugið þannig að það hindri eða valdi einhverri hættu fyrir flug. Það eina sem vantar er að Isavia moki brautina og haldi henni við,“ segir Matthías. FMÍ skorar á nýtt þing að opna brautina. „Innanríkisráðuneytið mun að öllum líkindum ekki gera þetta vegna þess að þau sitja undir þessum dómi Hæstaréttar. Borgin reynir að ná sínu fram og þá er bara Alþingi eftir sem getur með einhverjum hætti hlutast til um þetta mál og gripið inn í þessa atburðarás,“ segir Matthías. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Sjá meira
Alvarlega veikur maður á Hornafirði komst ekki á Landspítalann í Reykjavík í gær til þess að fá umönnun. Allar flugbrautir í Reykjavík og Keflavík voru lokaðar vegna veðurs og var þess í stað flogið með sjúklinginn til Akureyrar. „Það fólk sem ber ábyrgð á þessari skerðingu Reykjavíkurflugvallar lætur sig ekkert muna um að storka örlögum annarra. Við flugum þessum sjúklingi til Akureyrar þar sem hann fær vonandi fullnægjandi umönnun en þó er ljóst að hann hefði þurft að komast til LSH í Reykjavík. Útkallið var í fyrsta forgangi,“ skrifar Þorkell Ásgeir Jóhannsson, flugmaður hjá Mýflugi, á Facebook. Hann bætir því við að þurft hefði að nota NA/SV flugbrautina, svokallaða neyðarbraut, vegna veðursins. Þá hefði verið hægt að lenda á vellinum. Þeirri braut var lokað í júlí í sumar.Matthías?Sveinbjörnsson, forseti Flugmálafélags ÍslandsFlugmálafélag Íslands (FMÍ) gagnrýndi stöðu mála á Reykjavíkurflugvelli í yfirlýsingu í gær en völlurinn var með öllu ófær. „Aðeins stjórnmálamenn standa í vegi fyrir lendingum á brautinni,“ segir í yfirlýsingunni. Í samtali við Fréttablaðið segir Matthías Sveinbjörnsson, forseti FMÍ, að nú fyrst séu erfiðar lægðir að koma yfir landið og þeim fylgi erfiðar flugaðstæður. „Það sem okkur gremst er að það var bent á það margoft að þessar aðstæður myndu koma upp og þær myndu hafa þessar afleiðingar í för með sér,“ segir Matthías og bætir því við að ekki sé hægt að bíða óveðrið af sér þar sem það geti staðið yfir í mjög langan tíma. „Það er mjög sérkennilegt að horfa upp á það að brautin sé þarna og það sé ekkert búið að byggja upp í aðflugið þannig að það hindri eða valdi einhverri hættu fyrir flug. Það eina sem vantar er að Isavia moki brautina og haldi henni við,“ segir Matthías. FMÍ skorar á nýtt þing að opna brautina. „Innanríkisráðuneytið mun að öllum líkindum ekki gera þetta vegna þess að þau sitja undir þessum dómi Hæstaréttar. Borgin reynir að ná sínu fram og þá er bara Alþingi eftir sem getur með einhverjum hætti hlutast til um þetta mál og gripið inn í þessa atburðarás,“ segir Matthías. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Sjá meira