50 myrtir í skotárásinni í Orlando Samúel Karl Ólason skrifar 12. júní 2016 14:11 Lögregluþjónar fyrir utan skemmtistaðinn Pulse. Vísir/Getty Borgarstjóri Orlando segir að fimmtíu hafi látið lífið í skotárásinni í Orlando í í Bandaríkjunum í nótt. 53 eru sagðir særðir og þeirra á meðal eru margir í lífshættulegu ástandi. Búið er að bera kennsl á árásarmanninn sem er hinn 29 ára gamli Omar Mateen. Hann er talinn vera öfgasinnaður islamisti og sagður hafa verið aðdáandi Íslamska ríkisins. Um er að ræða mannskæðustu skotárás í sögu Bandaríkjanna. FBI segir að um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í bæði Orlando og fylkinu öllu, Flórída.Hér má sjá yfirlit yfir mannskæðustu skotárásir Bandaríkjanna.Vísir/GraphicNewsMateen er bandarískur ríkisborgari, en foreldrar hans eru innflytjendur frá Afganistan. Mateen bjó sjálfur í Fort Pierce í Flórída. Lögregla hefur staðfest þessar fregnir en samkvæmt heimildum CBS var hann ekki á sakaskrá, né á eftirlitslista yfir mögulega hryðjuverkamenn. Mateen er sagður hafa gengið inn á skemmtistað LGBT fólks, sem heitir Pulse, í Orlando klukkan sex í morgun að íslenskum tíma, klukkan tvö að staðartíma, og hafið þar skothríð. Hann var vopnaður árásarriffli og skammbyssu. Lögregluþjónn skammt frá skiptist á skotum við Mateen fyrir utan Pulse, en Muteen fór aftur þar inn og tók gísla. Um þremur tímum seinna brutu lögregluþjónar sér leið í gegnum vegg hússins og björguðu þar um 30 manns. Sérsveitarmenn sem ruddu sér leið inn á skemmtistaðinn skutu Mateen til bana. Einn lögregluþjónn særðist í skotbardaganum en skot fór í hjálm hans. Samkvæmt erlendum miðlum eru vélmenni nú notuð til að ganga úr skugga um að Mateen hafi ekki komið sprengjum fyrir á skemmtistaðnum. Þetta er önnur skotárásin í Orlandi á tveimur dögum. Á föstudagskvöldið var ung söngkona, Christina Grimmie, skotin til bana skömu eftir tónleika. Árásirnar tengjast ekki. #BREAKING: Fifty dead, 53 injured in Florida mass shooting: Orlando mayor— AFP news agency (@AFP) June 12, 2016 . @orlandomayor Our community is strong. We will need to help each other's get through this. pic.twitter.com/XyUa8g5PT8— Orlando Police (@OrlandoPolice) June 12, 2016 Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Margir látnir í Orlando Árásarmaðurinn var vopnaður riffli og skammbyssu, en óttast er að hann hafi einnig verið með sprengju. 12. júní 2016 09:14 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Borgarstjóri Orlando segir að fimmtíu hafi látið lífið í skotárásinni í Orlando í í Bandaríkjunum í nótt. 53 eru sagðir særðir og þeirra á meðal eru margir í lífshættulegu ástandi. Búið er að bera kennsl á árásarmanninn sem er hinn 29 ára gamli Omar Mateen. Hann er talinn vera öfgasinnaður islamisti og sagður hafa verið aðdáandi Íslamska ríkisins. Um er að ræða mannskæðustu skotárás í sögu Bandaríkjanna. FBI segir að um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í bæði Orlando og fylkinu öllu, Flórída.Hér má sjá yfirlit yfir mannskæðustu skotárásir Bandaríkjanna.Vísir/GraphicNewsMateen er bandarískur ríkisborgari, en foreldrar hans eru innflytjendur frá Afganistan. Mateen bjó sjálfur í Fort Pierce í Flórída. Lögregla hefur staðfest þessar fregnir en samkvæmt heimildum CBS var hann ekki á sakaskrá, né á eftirlitslista yfir mögulega hryðjuverkamenn. Mateen er sagður hafa gengið inn á skemmtistað LGBT fólks, sem heitir Pulse, í Orlando klukkan sex í morgun að íslenskum tíma, klukkan tvö að staðartíma, og hafið þar skothríð. Hann var vopnaður árásarriffli og skammbyssu. Lögregluþjónn skammt frá skiptist á skotum við Mateen fyrir utan Pulse, en Muteen fór aftur þar inn og tók gísla. Um þremur tímum seinna brutu lögregluþjónar sér leið í gegnum vegg hússins og björguðu þar um 30 manns. Sérsveitarmenn sem ruddu sér leið inn á skemmtistaðinn skutu Mateen til bana. Einn lögregluþjónn særðist í skotbardaganum en skot fór í hjálm hans. Samkvæmt erlendum miðlum eru vélmenni nú notuð til að ganga úr skugga um að Mateen hafi ekki komið sprengjum fyrir á skemmtistaðnum. Þetta er önnur skotárásin í Orlandi á tveimur dögum. Á föstudagskvöldið var ung söngkona, Christina Grimmie, skotin til bana skömu eftir tónleika. Árásirnar tengjast ekki. #BREAKING: Fifty dead, 53 injured in Florida mass shooting: Orlando mayor— AFP news agency (@AFP) June 12, 2016 . @orlandomayor Our community is strong. We will need to help each other's get through this. pic.twitter.com/XyUa8g5PT8— Orlando Police (@OrlandoPolice) June 12, 2016
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Margir látnir í Orlando Árásarmaðurinn var vopnaður riffli og skammbyssu, en óttast er að hann hafi einnig verið með sprengju. 12. júní 2016 09:14 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Margir látnir í Orlando Árásarmaðurinn var vopnaður riffli og skammbyssu, en óttast er að hann hafi einnig verið með sprengju. 12. júní 2016 09:14