Tólf kennarar í Norðlingaskóla sögðu upp í dag: „Það ríkir bara þögul örvænting“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. nóvember 2016 15:09 Ragnar Þór Pétursson, trúnaðarmaður kennara, er einn tólf kennara í Norðlingaskóla sem sögðu upp störfum í dag. Tólf kennarar í Norðlingaskóla sögðu upp störfum laust eftir klukkan 14 í dag. Ragnar Þór Pétursson, trúnaðarmaður kennara við skólann, er einn af þeim sem lagði inn uppsagnarbréf en hann segir hljóðið í kennurum við skólann mjög þungt. Kjaradeila grunnskólakennara við sveitarfélögin er nú á borði ríkissáttasemjara en samningafundi lauk í gær án árangur. Boðað hefur verið til annars fundar á morgun. „Staðan er mjög alvarleg og ég met það svo að menn hafi ofboðslega lítinn tíma til að bregðast við þessu ef við eigum að hafa möguleika á að fólk verði ekki komið annað því ég veit að menn byrja strax í dag að leita sér að vinnu,“ segir Ragnar í samtali við Vísi. Hann segir stemninguna í Norðlingaskóla þessa dagana vera eins og í öðrum grunnskólum landsins.Nemendur hafa áhyggjur „Það ríkir bara þögul örvænting. Fólk vonar það besta en hefur ekkert endilega tilefni til þess að vera bjartsýnt því ef eitthvað er þá eru skilaboðin frá sveitarfélögunum og öðrum neikvæðari og aggressívari eftir því sem líður á frekar en jákvæðari og til marks um að menn ætli að leysa þetta,“ segir Ragnar. Aðspurður hvernig hljóðið er í nemendum skólans, sem er fyrir krakka í 1. til 10. bekk, segir hann að kennarar hafi markvisst ekki rætt stöðuna í kjaradeilunni við nemendur. „En auðvitað taka þau eftir þessu í fjölmiðlum og hafa áhyggjur en við fullorðna fólkið, bæði kennarar og sveitarfélögin, verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að þetta bitni ekki á börnunum með neinum hætti og reyna að halda skólastarfi eðlilegu, jákvæðu og uppbyggilegu. En það er algjörlega ömurlegt að þurfa að standa í þessum slag fyrir opnum tjöldum en hitt hefur bara ekki virkað.“Verkfallið 2004, hrunið og kjarastefna sveitarfélaganna meginorsakir stöðunnar nú Ragnar kveðst vonast til þess að deiluaðilar finni lendingu sem verði til þess að einhverjir af þeim kennurum sem sagt hafa upp komi til baka, en með uppsögnunum í Norðlingaskóla í dag hafa að minnsta kosti 52 grunnskólakennarar sagt upp störfum vegna kjaradeilunnar. Hann segist þó jafnframt telja að mikil vinna sé framundan næstu mánuði við það að laga samband kennara við sína yfirmenn, það er sveitarfélögin.En hver er ástæðan fyrir þessari stöðu sem nú er uppi í kjaramálum kennara? Ragnar nefnir þrjár meginorsakir. „Í fyrsta lagi eru það atburðirnir 2004 þegar sett voru lög á kennara til að stöðva langt og erfitt verkfall. Síðan er það hrunið sem auðvitað skóp allt samfélagið hér og bitnaði mest á almannakerfunum okkar, heilbrigðiskerfinu og menntakerfinu, eins og við sjáum í dag. Í þriðja lagi eru það síðan sveitarfélögin sem hafa rekið afskaplega misráðna og vonda stefnu í kjaramálum kennara.“ Tengdar fréttir Kennarar við Hagaskóla hætta innleiðingu nýrrar aðalnámskrár Kennarar við Hagaskóla hafa ákveðið að hætta frekari innleiðingu nýrrar aðalnámskrár grunnskóla og ekki hefja vinnu við hana aftur fyrr en samningar nást um kaup og kjör kennara. 22. nóvember 2016 16:58 Hljóðið í kennurum er þungt um allt land Kennarar um allt land lögðu niður störf í gær til að þrýsta á um kjarabætur. Þungt hljóð er í kennurum sem óttast flótta úr stéttinni komi ekki til leiðréttinga á launum þeirra. Aðrir hópar hafa fengið meira að þeirra mati. 23. nóvember 2016 07:00 Fjölmargir kennarar íhuga uppsögn fyrir næstu mánaðamót Grunnskólakennarar lögðu niður störf klukkan hálf tvö í dag. Fjörutíu hafa sagt upp störfum og enn fleiri íhuga uppsögn fyrir næstu mánaðarmót. 22. nóvember 2016 18:42 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Sjá meira
Tólf kennarar í Norðlingaskóla sögðu upp störfum laust eftir klukkan 14 í dag. Ragnar Þór Pétursson, trúnaðarmaður kennara við skólann, er einn af þeim sem lagði inn uppsagnarbréf en hann segir hljóðið í kennurum við skólann mjög þungt. Kjaradeila grunnskólakennara við sveitarfélögin er nú á borði ríkissáttasemjara en samningafundi lauk í gær án árangur. Boðað hefur verið til annars fundar á morgun. „Staðan er mjög alvarleg og ég met það svo að menn hafi ofboðslega lítinn tíma til að bregðast við þessu ef við eigum að hafa möguleika á að fólk verði ekki komið annað því ég veit að menn byrja strax í dag að leita sér að vinnu,“ segir Ragnar í samtali við Vísi. Hann segir stemninguna í Norðlingaskóla þessa dagana vera eins og í öðrum grunnskólum landsins.Nemendur hafa áhyggjur „Það ríkir bara þögul örvænting. Fólk vonar það besta en hefur ekkert endilega tilefni til þess að vera bjartsýnt því ef eitthvað er þá eru skilaboðin frá sveitarfélögunum og öðrum neikvæðari og aggressívari eftir því sem líður á frekar en jákvæðari og til marks um að menn ætli að leysa þetta,“ segir Ragnar. Aðspurður hvernig hljóðið er í nemendum skólans, sem er fyrir krakka í 1. til 10. bekk, segir hann að kennarar hafi markvisst ekki rætt stöðuna í kjaradeilunni við nemendur. „En auðvitað taka þau eftir þessu í fjölmiðlum og hafa áhyggjur en við fullorðna fólkið, bæði kennarar og sveitarfélögin, verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að þetta bitni ekki á börnunum með neinum hætti og reyna að halda skólastarfi eðlilegu, jákvæðu og uppbyggilegu. En það er algjörlega ömurlegt að þurfa að standa í þessum slag fyrir opnum tjöldum en hitt hefur bara ekki virkað.“Verkfallið 2004, hrunið og kjarastefna sveitarfélaganna meginorsakir stöðunnar nú Ragnar kveðst vonast til þess að deiluaðilar finni lendingu sem verði til þess að einhverjir af þeim kennurum sem sagt hafa upp komi til baka, en með uppsögnunum í Norðlingaskóla í dag hafa að minnsta kosti 52 grunnskólakennarar sagt upp störfum vegna kjaradeilunnar. Hann segist þó jafnframt telja að mikil vinna sé framundan næstu mánuði við það að laga samband kennara við sína yfirmenn, það er sveitarfélögin.En hver er ástæðan fyrir þessari stöðu sem nú er uppi í kjaramálum kennara? Ragnar nefnir þrjár meginorsakir. „Í fyrsta lagi eru það atburðirnir 2004 þegar sett voru lög á kennara til að stöðva langt og erfitt verkfall. Síðan er það hrunið sem auðvitað skóp allt samfélagið hér og bitnaði mest á almannakerfunum okkar, heilbrigðiskerfinu og menntakerfinu, eins og við sjáum í dag. Í þriðja lagi eru það síðan sveitarfélögin sem hafa rekið afskaplega misráðna og vonda stefnu í kjaramálum kennara.“
Tengdar fréttir Kennarar við Hagaskóla hætta innleiðingu nýrrar aðalnámskrár Kennarar við Hagaskóla hafa ákveðið að hætta frekari innleiðingu nýrrar aðalnámskrár grunnskóla og ekki hefja vinnu við hana aftur fyrr en samningar nást um kaup og kjör kennara. 22. nóvember 2016 16:58 Hljóðið í kennurum er þungt um allt land Kennarar um allt land lögðu niður störf í gær til að þrýsta á um kjarabætur. Þungt hljóð er í kennurum sem óttast flótta úr stéttinni komi ekki til leiðréttinga á launum þeirra. Aðrir hópar hafa fengið meira að þeirra mati. 23. nóvember 2016 07:00 Fjölmargir kennarar íhuga uppsögn fyrir næstu mánaðamót Grunnskólakennarar lögðu niður störf klukkan hálf tvö í dag. Fjörutíu hafa sagt upp störfum og enn fleiri íhuga uppsögn fyrir næstu mánaðarmót. 22. nóvember 2016 18:42 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Sjá meira
Kennarar við Hagaskóla hætta innleiðingu nýrrar aðalnámskrár Kennarar við Hagaskóla hafa ákveðið að hætta frekari innleiðingu nýrrar aðalnámskrár grunnskóla og ekki hefja vinnu við hana aftur fyrr en samningar nást um kaup og kjör kennara. 22. nóvember 2016 16:58
Hljóðið í kennurum er þungt um allt land Kennarar um allt land lögðu niður störf í gær til að þrýsta á um kjarabætur. Þungt hljóð er í kennurum sem óttast flótta úr stéttinni komi ekki til leiðréttinga á launum þeirra. Aðrir hópar hafa fengið meira að þeirra mati. 23. nóvember 2016 07:00
Fjölmargir kennarar íhuga uppsögn fyrir næstu mánaðamót Grunnskólakennarar lögðu niður störf klukkan hálf tvö í dag. Fjörutíu hafa sagt upp störfum og enn fleiri íhuga uppsögn fyrir næstu mánaðarmót. 22. nóvember 2016 18:42