Kennarar við Hagaskóla hætta innleiðingu nýrrar aðalnámskrár Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. nóvember 2016 16:58 Kennarar mættu á borgarstjórnarfund í Hagaskóla í seinustu viku eftir samstöðufund þeirra í Háskólabíó vegna kjaradeilunnar. vísir/ernir Kennarar við Hagaskóla hafa ákveðið að hætta frekari innleiðingu nýrrar aðalnámskrár grunnskóla og ekki hefja vinnu við hana aftur fyrr en samningar nást um kaup og kjör kennara. Eins og fjallað hefur verið um standa grunnskólakennarar nú í kjaradeilu við Samband íslenskra sveitarfélaga en kennarar hafa á þessu ári fellt tvo kjarasamninga. Kjaradeilan er nú á borði ríkissáttasemjara en mikil ólga er meðal kennara en þó nokkrir þeirra hafa sagt upp störfum. Þá gengu kennarar út úr grunnskólum klukkan 13:30 í dag og fyrir viku fjölmenntu þeir á samstöðufund í Háskólabíó. Í ályktun sem kennarar í Hagaskóla samþykktu í liðinni viku eftir kennarafund undir stjórn trúnaðarmanns er greint frá ákvörðun um að hætta frekari innleiðingu nýrrar aðalnámskrár. Þá segir jafnframt: „Grunnskólakennurum hefur verið gert skylt að taka að sér innleiðingu nýrrar aðalnámskrár. Þessi innleiðing kallar á gríðarlega endurskoðun á námsmati og kennslu og ætlast er til að kennarar sinni þessari vinnu án þess að fá til þess nægan tíma eða fjármagn. Aðalstarf kennara á að felast í kennslu, undirbúningi hennar og úrvinnslu. Síaukin verkefni sem lögð hafa verið á herðar kennara hafa dregið úr möguleika þeirra til að sinna aðalstarfi sínu nægilega vel. Innleiðing nýrrar aðalnámskrár hefur ekki aðeins lagt aukið álag á nú þegar störfum hlaðna kennara heldur einnig dregið enn frekar úr tækifærum þeirra til að sinna nemendum sínum af fullum krafti. Með því að stöðva innleiðingu nýrrar aðalnámskrár vilja kennarar við Hagaskóla mótmæla óþarflega miklu vinnuálagi og vanhugsaðri innleiðingu aðalnámskrárinnar. Jafnframt vilja þeir fá til baka eitthvað af löngu glötuðum tíma til að sinna kennslu en fyrst og fremst þrýsta á bæði sveitarfélög og ríki að semja sem allra fyrst.“ Tengdar fréttir Grafalvarleg staða blasir við Seljaskóla „Þetta leggst óskaplega illa í mig.“ 21. nóvember 2016 22:17 „Það er ekki hægt að standa í þessu ár eftir ár að vera alltaf að kvarta yfir þessu“ Ólafur Loftsson, formaður félags grunnskólakennara segir að geti sveitarfélögin ekki forgansraðað fjármunum í grunnþjónustu á borð við rekstur grunnskóla þurfi þau einfaldlega að skila rekstri skólanna aftur til ríkisins. 21. nóvember 2016 10:43 Kennarar ganga út í dag Grunnskólakennarar leggja niður störf vegna kjaradeilunnar. 22. nóvember 2016 10:23 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Kennarar við Hagaskóla hafa ákveðið að hætta frekari innleiðingu nýrrar aðalnámskrár grunnskóla og ekki hefja vinnu við hana aftur fyrr en samningar nást um kaup og kjör kennara. Eins og fjallað hefur verið um standa grunnskólakennarar nú í kjaradeilu við Samband íslenskra sveitarfélaga en kennarar hafa á þessu ári fellt tvo kjarasamninga. Kjaradeilan er nú á borði ríkissáttasemjara en mikil ólga er meðal kennara en þó nokkrir þeirra hafa sagt upp störfum. Þá gengu kennarar út úr grunnskólum klukkan 13:30 í dag og fyrir viku fjölmenntu þeir á samstöðufund í Háskólabíó. Í ályktun sem kennarar í Hagaskóla samþykktu í liðinni viku eftir kennarafund undir stjórn trúnaðarmanns er greint frá ákvörðun um að hætta frekari innleiðingu nýrrar aðalnámskrár. Þá segir jafnframt: „Grunnskólakennurum hefur verið gert skylt að taka að sér innleiðingu nýrrar aðalnámskrár. Þessi innleiðing kallar á gríðarlega endurskoðun á námsmati og kennslu og ætlast er til að kennarar sinni þessari vinnu án þess að fá til þess nægan tíma eða fjármagn. Aðalstarf kennara á að felast í kennslu, undirbúningi hennar og úrvinnslu. Síaukin verkefni sem lögð hafa verið á herðar kennara hafa dregið úr möguleika þeirra til að sinna aðalstarfi sínu nægilega vel. Innleiðing nýrrar aðalnámskrár hefur ekki aðeins lagt aukið álag á nú þegar störfum hlaðna kennara heldur einnig dregið enn frekar úr tækifærum þeirra til að sinna nemendum sínum af fullum krafti. Með því að stöðva innleiðingu nýrrar aðalnámskrár vilja kennarar við Hagaskóla mótmæla óþarflega miklu vinnuálagi og vanhugsaðri innleiðingu aðalnámskrárinnar. Jafnframt vilja þeir fá til baka eitthvað af löngu glötuðum tíma til að sinna kennslu en fyrst og fremst þrýsta á bæði sveitarfélög og ríki að semja sem allra fyrst.“
Tengdar fréttir Grafalvarleg staða blasir við Seljaskóla „Þetta leggst óskaplega illa í mig.“ 21. nóvember 2016 22:17 „Það er ekki hægt að standa í þessu ár eftir ár að vera alltaf að kvarta yfir þessu“ Ólafur Loftsson, formaður félags grunnskólakennara segir að geti sveitarfélögin ekki forgansraðað fjármunum í grunnþjónustu á borð við rekstur grunnskóla þurfi þau einfaldlega að skila rekstri skólanna aftur til ríkisins. 21. nóvember 2016 10:43 Kennarar ganga út í dag Grunnskólakennarar leggja niður störf vegna kjaradeilunnar. 22. nóvember 2016 10:23 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Grafalvarleg staða blasir við Seljaskóla „Þetta leggst óskaplega illa í mig.“ 21. nóvember 2016 22:17
„Það er ekki hægt að standa í þessu ár eftir ár að vera alltaf að kvarta yfir þessu“ Ólafur Loftsson, formaður félags grunnskólakennara segir að geti sveitarfélögin ekki forgansraðað fjármunum í grunnþjónustu á borð við rekstur grunnskóla þurfi þau einfaldlega að skila rekstri skólanna aftur til ríkisins. 21. nóvember 2016 10:43
Kennarar ganga út í dag Grunnskólakennarar leggja niður störf vegna kjaradeilunnar. 22. nóvember 2016 10:23