Kennarar við Hagaskóla hætta innleiðingu nýrrar aðalnámskrár Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. nóvember 2016 16:58 Kennarar mættu á borgarstjórnarfund í Hagaskóla í seinustu viku eftir samstöðufund þeirra í Háskólabíó vegna kjaradeilunnar. vísir/ernir Kennarar við Hagaskóla hafa ákveðið að hætta frekari innleiðingu nýrrar aðalnámskrár grunnskóla og ekki hefja vinnu við hana aftur fyrr en samningar nást um kaup og kjör kennara. Eins og fjallað hefur verið um standa grunnskólakennarar nú í kjaradeilu við Samband íslenskra sveitarfélaga en kennarar hafa á þessu ári fellt tvo kjarasamninga. Kjaradeilan er nú á borði ríkissáttasemjara en mikil ólga er meðal kennara en þó nokkrir þeirra hafa sagt upp störfum. Þá gengu kennarar út úr grunnskólum klukkan 13:30 í dag og fyrir viku fjölmenntu þeir á samstöðufund í Háskólabíó. Í ályktun sem kennarar í Hagaskóla samþykktu í liðinni viku eftir kennarafund undir stjórn trúnaðarmanns er greint frá ákvörðun um að hætta frekari innleiðingu nýrrar aðalnámskrár. Þá segir jafnframt: „Grunnskólakennurum hefur verið gert skylt að taka að sér innleiðingu nýrrar aðalnámskrár. Þessi innleiðing kallar á gríðarlega endurskoðun á námsmati og kennslu og ætlast er til að kennarar sinni þessari vinnu án þess að fá til þess nægan tíma eða fjármagn. Aðalstarf kennara á að felast í kennslu, undirbúningi hennar og úrvinnslu. Síaukin verkefni sem lögð hafa verið á herðar kennara hafa dregið úr möguleika þeirra til að sinna aðalstarfi sínu nægilega vel. Innleiðing nýrrar aðalnámskrár hefur ekki aðeins lagt aukið álag á nú þegar störfum hlaðna kennara heldur einnig dregið enn frekar úr tækifærum þeirra til að sinna nemendum sínum af fullum krafti. Með því að stöðva innleiðingu nýrrar aðalnámskrár vilja kennarar við Hagaskóla mótmæla óþarflega miklu vinnuálagi og vanhugsaðri innleiðingu aðalnámskrárinnar. Jafnframt vilja þeir fá til baka eitthvað af löngu glötuðum tíma til að sinna kennslu en fyrst og fremst þrýsta á bæði sveitarfélög og ríki að semja sem allra fyrst.“ Tengdar fréttir Grafalvarleg staða blasir við Seljaskóla „Þetta leggst óskaplega illa í mig.“ 21. nóvember 2016 22:17 „Það er ekki hægt að standa í þessu ár eftir ár að vera alltaf að kvarta yfir þessu“ Ólafur Loftsson, formaður félags grunnskólakennara segir að geti sveitarfélögin ekki forgansraðað fjármunum í grunnþjónustu á borð við rekstur grunnskóla þurfi þau einfaldlega að skila rekstri skólanna aftur til ríkisins. 21. nóvember 2016 10:43 Kennarar ganga út í dag Grunnskólakennarar leggja niður störf vegna kjaradeilunnar. 22. nóvember 2016 10:23 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Sjá meira
Kennarar við Hagaskóla hafa ákveðið að hætta frekari innleiðingu nýrrar aðalnámskrár grunnskóla og ekki hefja vinnu við hana aftur fyrr en samningar nást um kaup og kjör kennara. Eins og fjallað hefur verið um standa grunnskólakennarar nú í kjaradeilu við Samband íslenskra sveitarfélaga en kennarar hafa á þessu ári fellt tvo kjarasamninga. Kjaradeilan er nú á borði ríkissáttasemjara en mikil ólga er meðal kennara en þó nokkrir þeirra hafa sagt upp störfum. Þá gengu kennarar út úr grunnskólum klukkan 13:30 í dag og fyrir viku fjölmenntu þeir á samstöðufund í Háskólabíó. Í ályktun sem kennarar í Hagaskóla samþykktu í liðinni viku eftir kennarafund undir stjórn trúnaðarmanns er greint frá ákvörðun um að hætta frekari innleiðingu nýrrar aðalnámskrár. Þá segir jafnframt: „Grunnskólakennurum hefur verið gert skylt að taka að sér innleiðingu nýrrar aðalnámskrár. Þessi innleiðing kallar á gríðarlega endurskoðun á námsmati og kennslu og ætlast er til að kennarar sinni þessari vinnu án þess að fá til þess nægan tíma eða fjármagn. Aðalstarf kennara á að felast í kennslu, undirbúningi hennar og úrvinnslu. Síaukin verkefni sem lögð hafa verið á herðar kennara hafa dregið úr möguleika þeirra til að sinna aðalstarfi sínu nægilega vel. Innleiðing nýrrar aðalnámskrár hefur ekki aðeins lagt aukið álag á nú þegar störfum hlaðna kennara heldur einnig dregið enn frekar úr tækifærum þeirra til að sinna nemendum sínum af fullum krafti. Með því að stöðva innleiðingu nýrrar aðalnámskrár vilja kennarar við Hagaskóla mótmæla óþarflega miklu vinnuálagi og vanhugsaðri innleiðingu aðalnámskrárinnar. Jafnframt vilja þeir fá til baka eitthvað af löngu glötuðum tíma til að sinna kennslu en fyrst og fremst þrýsta á bæði sveitarfélög og ríki að semja sem allra fyrst.“
Tengdar fréttir Grafalvarleg staða blasir við Seljaskóla „Þetta leggst óskaplega illa í mig.“ 21. nóvember 2016 22:17 „Það er ekki hægt að standa í þessu ár eftir ár að vera alltaf að kvarta yfir þessu“ Ólafur Loftsson, formaður félags grunnskólakennara segir að geti sveitarfélögin ekki forgansraðað fjármunum í grunnþjónustu á borð við rekstur grunnskóla þurfi þau einfaldlega að skila rekstri skólanna aftur til ríkisins. 21. nóvember 2016 10:43 Kennarar ganga út í dag Grunnskólakennarar leggja niður störf vegna kjaradeilunnar. 22. nóvember 2016 10:23 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Sjá meira
Grafalvarleg staða blasir við Seljaskóla „Þetta leggst óskaplega illa í mig.“ 21. nóvember 2016 22:17
„Það er ekki hægt að standa í þessu ár eftir ár að vera alltaf að kvarta yfir þessu“ Ólafur Loftsson, formaður félags grunnskólakennara segir að geti sveitarfélögin ekki forgansraðað fjármunum í grunnþjónustu á borð við rekstur grunnskóla þurfi þau einfaldlega að skila rekstri skólanna aftur til ríkisins. 21. nóvember 2016 10:43
Kennarar ganga út í dag Grunnskólakennarar leggja niður störf vegna kjaradeilunnar. 22. nóvember 2016 10:23