Heiðar snyrtir kveður upp dóm sinn: „Forsetinn er bráðmyndarlegur með þetta buff“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. nóvember 2016 09:00 „Mér finnst forsetinn bara bráðmyndarlegur með þetta buff,“ segir Heiðar Jónsson snyrtir um höfuðfat sem forseti Íslands skartaði á laugardagsmorgun við afhjúpun upplýsingaskiltis um gamlar minjar á landi Bessastaða. Buffið hefur vakið mikla athygli og sýnist sitt hverjum. Sitt sýnist hverjum um klæðaburð forsetans en í könnun meðal lesenda Vísis skiptist fólk í tvær svo til jafnfjölmennar fylkingar þegar kemur að því hvort Guðni eigi að geyma eða gleyma buffinu. Ljóst er hvorum hópnum Heiðar snyrtir tilheyrir en hann ræddi „stóra buffmálið“ í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Ég skil ekki málið. Þetta er rosalegt. Ég fer út með buff ef veðrið er þannig og ég þarf á því að halda. Mér finnst buff bara flott,“ segir Heiðar og uppskar hlátur hjá þáttastjórnendunum Heimi Karlssyni og Sigrúnu Ósk Kristjánsdóttur líkt og þau hefðu átt von á öðru svari frá snyrtinum sem kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að klæðaburði. Forseta forseta forseta forseta forseta forsetabuff. #forsetabuff SO á @KristjanHrannar fyrir hugmyndina. pic.twitter.com/9bFenyDnYj— Árni Torfason (@arnitorfa) November 13, 2016 Mynd af öllum forsetum Íslands með buff á höfði fór í dreifingu á samfélagsmiðlum um helgina. Heiðar sá þá mynd. „Ég viðurkenni að ég hefði kannski ekki verið samþykkur buffnotkun hinna. En Guðni er flottur með þetta.“ Munurinn felist í persónuleikanum. „Hann er bara fullkomlega venjulegur íslenskur borgari, og buffari, á meðan hann er forsetinn okkar. Það hefur ekki verið áður. Ég er alls ekki að tala niður til fyrri forseta. Mér finnst bara ógurlega gaman að hafa forseta sem er algjörlega einn af okkur. Setur á sig buff ef hann þarf á að halda.“Ragnheiður Jónsdóttir biskupsfrú með buff undir hatti sínum.Heimir spurði Heiðar hvort hann væri nokkuð með fimm þúsund króna seðil á sér enda mætti finna buff á höfði Ragnheiðar Jónsdóttur biskupsfrúr sem prýðir seðilinn. „Þær buffuðu í gamla daga, allar flottu konurnar,“ segir Heiðar sem á ekki von á að Guðni sé búinn að koma af stað tískubylgju. Bráðum verði fullorðið fólk búið að skipta út húfum og höttum fyrir buff. „Ég held ekki en ég held að hann eigi eftir að breyta ýmsu, ekki bara með því að vera með buff en að vera með þennan stíl.“ Þó séu mörk hvenær eigi að nota buffið þegar maður sé forseti Íslands.Guðni með fílabindið sitt á Sólheimum í sumar.Vísir/GVA„Það þarf að vera viðeigandi. Ég er ekki að segja að hann eigi að taka á móti erlendum þjóðhöfðingjum með buff á hausnum.“ Guðni tjáði sig sjálfur um buffið á Facebook í morgun þar sem hann sagði buffið, sem hann fékk frá Alzheimer-samtökunum á fimmtudaginn, þegar hafa komið að góðum notum. Eins og alþjóð veit. Forsetinn ætlar að gefa fílabindið sitt og skrautlegt sokkapar til Dropans, styrktarfélags barna með sykursýki, sem stendur fyrir fjáröflun á uppboðssíðunni ebay.com. Guðni er ekki eini forsetinn til að skarta fílabindi því Ólafur Ragnar á slíkt bindi í skáp sínum, gjöf frá eiginkonunni Dorrit Moussaieff. „Gangi þetta vel er aldrei að vita nema ég gefi Alzheimer-buffið mitt líka til að styrkja gott málefni.“Að neðan geturðu sagt skoðun þína á því hvort Guðni eigi að geyma eða gleyma buffinu. #forsetabuff Tweets Tengdar fréttir Könnun: Á Guðni Th. að geyma eða gleyma forsetabuffinu? Forsetabuff Guðna Th. hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. 13. nóvember 2016 14:30 Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Góð tannheilsa er hluti af hamingju og heilsu Lífið samstarf Fleiri fréttir Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Sjá meira
„Mér finnst forsetinn bara bráðmyndarlegur með þetta buff,“ segir Heiðar Jónsson snyrtir um höfuðfat sem forseti Íslands skartaði á laugardagsmorgun við afhjúpun upplýsingaskiltis um gamlar minjar á landi Bessastaða. Buffið hefur vakið mikla athygli og sýnist sitt hverjum. Sitt sýnist hverjum um klæðaburð forsetans en í könnun meðal lesenda Vísis skiptist fólk í tvær svo til jafnfjölmennar fylkingar þegar kemur að því hvort Guðni eigi að geyma eða gleyma buffinu. Ljóst er hvorum hópnum Heiðar snyrtir tilheyrir en hann ræddi „stóra buffmálið“ í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Ég skil ekki málið. Þetta er rosalegt. Ég fer út með buff ef veðrið er þannig og ég þarf á því að halda. Mér finnst buff bara flott,“ segir Heiðar og uppskar hlátur hjá þáttastjórnendunum Heimi Karlssyni og Sigrúnu Ósk Kristjánsdóttur líkt og þau hefðu átt von á öðru svari frá snyrtinum sem kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að klæðaburði. Forseta forseta forseta forseta forseta forsetabuff. #forsetabuff SO á @KristjanHrannar fyrir hugmyndina. pic.twitter.com/9bFenyDnYj— Árni Torfason (@arnitorfa) November 13, 2016 Mynd af öllum forsetum Íslands með buff á höfði fór í dreifingu á samfélagsmiðlum um helgina. Heiðar sá þá mynd. „Ég viðurkenni að ég hefði kannski ekki verið samþykkur buffnotkun hinna. En Guðni er flottur með þetta.“ Munurinn felist í persónuleikanum. „Hann er bara fullkomlega venjulegur íslenskur borgari, og buffari, á meðan hann er forsetinn okkar. Það hefur ekki verið áður. Ég er alls ekki að tala niður til fyrri forseta. Mér finnst bara ógurlega gaman að hafa forseta sem er algjörlega einn af okkur. Setur á sig buff ef hann þarf á að halda.“Ragnheiður Jónsdóttir biskupsfrú með buff undir hatti sínum.Heimir spurði Heiðar hvort hann væri nokkuð með fimm þúsund króna seðil á sér enda mætti finna buff á höfði Ragnheiðar Jónsdóttur biskupsfrúr sem prýðir seðilinn. „Þær buffuðu í gamla daga, allar flottu konurnar,“ segir Heiðar sem á ekki von á að Guðni sé búinn að koma af stað tískubylgju. Bráðum verði fullorðið fólk búið að skipta út húfum og höttum fyrir buff. „Ég held ekki en ég held að hann eigi eftir að breyta ýmsu, ekki bara með því að vera með buff en að vera með þennan stíl.“ Þó séu mörk hvenær eigi að nota buffið þegar maður sé forseti Íslands.Guðni með fílabindið sitt á Sólheimum í sumar.Vísir/GVA„Það þarf að vera viðeigandi. Ég er ekki að segja að hann eigi að taka á móti erlendum þjóðhöfðingjum með buff á hausnum.“ Guðni tjáði sig sjálfur um buffið á Facebook í morgun þar sem hann sagði buffið, sem hann fékk frá Alzheimer-samtökunum á fimmtudaginn, þegar hafa komið að góðum notum. Eins og alþjóð veit. Forsetinn ætlar að gefa fílabindið sitt og skrautlegt sokkapar til Dropans, styrktarfélags barna með sykursýki, sem stendur fyrir fjáröflun á uppboðssíðunni ebay.com. Guðni er ekki eini forsetinn til að skarta fílabindi því Ólafur Ragnar á slíkt bindi í skáp sínum, gjöf frá eiginkonunni Dorrit Moussaieff. „Gangi þetta vel er aldrei að vita nema ég gefi Alzheimer-buffið mitt líka til að styrkja gott málefni.“Að neðan geturðu sagt skoðun þína á því hvort Guðni eigi að geyma eða gleyma buffinu. #forsetabuff Tweets
Tengdar fréttir Könnun: Á Guðni Th. að geyma eða gleyma forsetabuffinu? Forsetabuff Guðna Th. hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. 13. nóvember 2016 14:30 Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Góð tannheilsa er hluti af hamingju og heilsu Lífið samstarf Fleiri fréttir Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Sjá meira
Könnun: Á Guðni Th. að geyma eða gleyma forsetabuffinu? Forsetabuff Guðna Th. hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. 13. nóvember 2016 14:30