Ritari Samfylkingarinnar: „Duglaus ráðherra, rasisti og dæmdur þjófur“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 4. ágúst 2016 11:10 Ragnheiður Elín, Ásmundur og Árni sækjast öll eftir oddvitasæti í Suðurkjördæmi. vísir „Duglaus ráðherra, rasisti og dæmdur þjófur. Hver þeirra hreppir oddvitasætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi? Fylgist með.“ Svo ritar Óskar Steinn Jónínu Ómarsson á Twitter-síðu sína. Óskar var í upphafi júnímánaðar kjörinn ritari Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins. Augljóst er af tístinu að átt er við Ragnheiði Elínu Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Ásmund Friðriksson, þingmann flokksins, og Árna Johnsen, fyrrverandi þingmann flokksins.Duglaus ráðherra, rasisti og dæmdur þjófur. Hver þeirra hreppir oddvitasætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi? Fylgist með.— Óskar Steinn (@oskasteinn) August 4, 2016 Með hinum dæmda þjófi er átt við Árna Johnsen. Árið 2003 var Árni dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir fjárdrátt í opinberu starfi. Árna var veitt uppreist æru árið 2006 af handhöfum forsetavalds, þeim Geir H. Haarde, Gunnlaugi Claessen og Sólveigu Pétursdóttur. Hann tók sæti á þingi á ný árið 2007 og sat til 2013. Duglausi ráðherrann hlýtur að vera Ragnheiður Elín Árnadóttir en enn sem komið er er hún eini ráðherrann sem hefur farið fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Sjá einnig:Þingmaður spyr hvort „íslenskir múslimar“ hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna Ásmundur Friðriksson tilkynnti fyrir skemmstu að hann sæktist eftir fyrsta eða öðru sæti á lista flokksins í komandi kosningum. Ásmundur hefur í gegnum tíðina verið umdeildur fyrir að vilja „taka umræðuna“ um málefni útlendinga og flóttafólks. Árni Johnsen var á móti staðfestri samvist samkynja para. Smekklegt hjá honum að tilkynna framboð í Pride-viku. pic.twitter.com/uXOAkmilUm— Óskar Steinn (@oskasteinn) August 4, 2016 Alþingi Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Ásmundur mátar sig við 1. sæti í Suður-kjördæmi Ásmundur Friðriksson sér tækifæri eftir niðurstöðu nýrrar könnunar. 28. júlí 2016 13:23 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira
„Duglaus ráðherra, rasisti og dæmdur þjófur. Hver þeirra hreppir oddvitasætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi? Fylgist með.“ Svo ritar Óskar Steinn Jónínu Ómarsson á Twitter-síðu sína. Óskar var í upphafi júnímánaðar kjörinn ritari Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins. Augljóst er af tístinu að átt er við Ragnheiði Elínu Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Ásmund Friðriksson, þingmann flokksins, og Árna Johnsen, fyrrverandi þingmann flokksins.Duglaus ráðherra, rasisti og dæmdur þjófur. Hver þeirra hreppir oddvitasætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi? Fylgist með.— Óskar Steinn (@oskasteinn) August 4, 2016 Með hinum dæmda þjófi er átt við Árna Johnsen. Árið 2003 var Árni dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir fjárdrátt í opinberu starfi. Árna var veitt uppreist æru árið 2006 af handhöfum forsetavalds, þeim Geir H. Haarde, Gunnlaugi Claessen og Sólveigu Pétursdóttur. Hann tók sæti á þingi á ný árið 2007 og sat til 2013. Duglausi ráðherrann hlýtur að vera Ragnheiður Elín Árnadóttir en enn sem komið er er hún eini ráðherrann sem hefur farið fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Sjá einnig:Þingmaður spyr hvort „íslenskir múslimar“ hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna Ásmundur Friðriksson tilkynnti fyrir skemmstu að hann sæktist eftir fyrsta eða öðru sæti á lista flokksins í komandi kosningum. Ásmundur hefur í gegnum tíðina verið umdeildur fyrir að vilja „taka umræðuna“ um málefni útlendinga og flóttafólks. Árni Johnsen var á móti staðfestri samvist samkynja para. Smekklegt hjá honum að tilkynna framboð í Pride-viku. pic.twitter.com/uXOAkmilUm— Óskar Steinn (@oskasteinn) August 4, 2016
Alþingi Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Ásmundur mátar sig við 1. sæti í Suður-kjördæmi Ásmundur Friðriksson sér tækifæri eftir niðurstöðu nýrrar könnunar. 28. júlí 2016 13:23 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira
Ásmundur mátar sig við 1. sæti í Suður-kjördæmi Ásmundur Friðriksson sér tækifæri eftir niðurstöðu nýrrar könnunar. 28. júlí 2016 13:23