Heildarlaun þingmanna lækki Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 9. desember 2016 19:15 Vilji er til þess meðal alþingismanna að lækka eða fella niður álagsgreiðslur til þingmanna til að bregðast við launahækkunum Kjararáðs. Kjör þingmanna og ráðherra verða þannig gerð gagnsærri og heildarlaun þeirra lækkuð. Formenn stjórnmálaflokkanna sem sæti eiga á Alþingi komu saman til fundar í dag til að ræða störf þingsins í desember. Samstaða er um það milli flokkanna að taka til umræðu tvö frumvörp fjármálaráðherra, annars vegar um jöfnun lífeyrisréttinda og hins vegar um Kjararáð og verða þau væntanlega lögð fram á Alþingi strax eftir helgi. „Það liggur fyrir að það var búið að leggja til ákveðnar breytingar á fyrirkomulagi Kjararáðs og fækka þeim sem þar heyra undir. Það er þá verið að gera enn frekari breytingar til að bregðast við þeim úrskurðum sem hafa fallið að undanförnu. Og vonandi verða þessar breytingar til þess að gera þetta fyrirkomulag bæði gagnsærra og meira í takti við almenna launaþróun,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna.Bregðast við úrskurði Kjararáðs Ásamt því að gera róttækar breytingar á fyrirkomulagi Kjararáðs mun forsætisnefnd þingsins endurskoða aukagreiðslur þingmanna til að bregðast við gagnrýni á launahækkanir þingmanna en þingfarakaup er í dag rúmar ellefu hundruð þúsund krónur. Í dag fá varaforsetar Alþingis greitt 15% álag á þingfarakaup – eða rúmar 165.000 krónur. Formenn fastanefnda fá einnig 15% á varaformenn 5-10%. Þá fá þingflokksformenn 15% álag og sama gildir um formenn sérnefnda. Þá geta varaformenn fastanefnda og þingflokka einnig fengið álag við vissar aðstæður. Loka fá þeir þingmenn sem eru formenn stjórnmálaflokka og ekki eru ráðherrar, greitt 50% álag á þingfarakaup.Samstaða um breytingar Þeir þingmenn sem fréttastofa ræddi við í dag, úr öllum flokkum, voru sammála um að taka þurfi þessar greiðslur til endurskoðunar með það að markmiði að lækka eða fella þær niður. Greiðslur sem þessar væru óþarfi þegar laun þingmanna eru orðin samkeppnishæf. „Þannig að launagreiðslurnar endurspegli í raun og veru bara þau laun sem þingmenn fá og það sé þá ekkert annað að leggjast ofan á það,“ segir Katrín. Alþingi Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fleiri fréttir „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Sjá meira
Vilji er til þess meðal alþingismanna að lækka eða fella niður álagsgreiðslur til þingmanna til að bregðast við launahækkunum Kjararáðs. Kjör þingmanna og ráðherra verða þannig gerð gagnsærri og heildarlaun þeirra lækkuð. Formenn stjórnmálaflokkanna sem sæti eiga á Alþingi komu saman til fundar í dag til að ræða störf þingsins í desember. Samstaða er um það milli flokkanna að taka til umræðu tvö frumvörp fjármálaráðherra, annars vegar um jöfnun lífeyrisréttinda og hins vegar um Kjararáð og verða þau væntanlega lögð fram á Alþingi strax eftir helgi. „Það liggur fyrir að það var búið að leggja til ákveðnar breytingar á fyrirkomulagi Kjararáðs og fækka þeim sem þar heyra undir. Það er þá verið að gera enn frekari breytingar til að bregðast við þeim úrskurðum sem hafa fallið að undanförnu. Og vonandi verða þessar breytingar til þess að gera þetta fyrirkomulag bæði gagnsærra og meira í takti við almenna launaþróun,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna.Bregðast við úrskurði Kjararáðs Ásamt því að gera róttækar breytingar á fyrirkomulagi Kjararáðs mun forsætisnefnd þingsins endurskoða aukagreiðslur þingmanna til að bregðast við gagnrýni á launahækkanir þingmanna en þingfarakaup er í dag rúmar ellefu hundruð þúsund krónur. Í dag fá varaforsetar Alþingis greitt 15% álag á þingfarakaup – eða rúmar 165.000 krónur. Formenn fastanefnda fá einnig 15% á varaformenn 5-10%. Þá fá þingflokksformenn 15% álag og sama gildir um formenn sérnefnda. Þá geta varaformenn fastanefnda og þingflokka einnig fengið álag við vissar aðstæður. Loka fá þeir þingmenn sem eru formenn stjórnmálaflokka og ekki eru ráðherrar, greitt 50% álag á þingfarakaup.Samstaða um breytingar Þeir þingmenn sem fréttastofa ræddi við í dag, úr öllum flokkum, voru sammála um að taka þurfi þessar greiðslur til endurskoðunar með það að markmiði að lækka eða fella þær niður. Greiðslur sem þessar væru óþarfi þegar laun þingmanna eru orðin samkeppnishæf. „Þannig að launagreiðslurnar endurspegli í raun og veru bara þau laun sem þingmenn fá og það sé þá ekkert annað að leggjast ofan á það,“ segir Katrín.
Alþingi Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fleiri fréttir „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Sjá meira