Borga ekki krónu fyrir gamla hafnargarðinn Garðar Örn Úlfarsson skrifar 14. október 2016 07:00 Hafnargarður frá 1928, sem kom i ljós við framkvæmdir við nýtt verslunarhús nærri Reykjavíkurhöfn, er geymdur í Örfirisey. vísir/gva „Við erum að klára málið, það er ekki í neinum vandræðum,“ segir Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar, um lyktir ágreinings um kostnað vegna varðveislu gamals hafnargarðs á framkvæmdasvæði ofan við höfnina í Reykjavík. Eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 þann 20. ágúst í sumar barst Minjastofnun 600 milljóna króna reikningur frá lóðarhafanum, Reykjavik Development, vegna ýmiss kostnaðar af hafnargarðinum sem var skyndifriðaður af Minjastofnun í fyrra eftir að þáverandi forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hafði afskipti af málinu. Minjastofnun hafnaði því að borga reikninginn. „Ástæður þess er fjölþættar. Það er einfaldlega lögbundið sem framkvæmdaaðilinn þarf að gera og við höfnuðum ýmsum liðum á þeirri forsendu. En þetta mál er að leysast í góðri samvinnu og er ekkert vandmál lengur,“ segir forstöðumaðurinn sem kveður „boltann“ vera hjá framkvæmdaaðilanum. „En við erum að vinna að lausn á varðveislu garðanna í sameiningu.“Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar .vísir/anton brinkSteinarnir eru enn í geymslu á lóð hafnaryfirvalda í Örfirisey og liggja þar númeraðir og tilbúnir fyrir frekari notkun. „En þeir fara að koma í húsin og á lóðina. Þessu verður að hluta til komið fyrir í kjallaranum og svo er starfsfólk hér að vinna með starfsfólki framkvæmdaaðila að lausn málsins,“ segir Kristín. Aðspurð hvort Minjastofnun þurfi örugglega ekki að bera kostnað vegna málsins segir Kristín ekki svo vera. „Ekki nema kostnað vegna starfsfólksins,“ tekur hún þó fram. Byggingin sem rís á lóðinni mun hýsa verslanir og þjónustustarfsemi. Meðal annars verslun H&M.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira
„Við erum að klára málið, það er ekki í neinum vandræðum,“ segir Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar, um lyktir ágreinings um kostnað vegna varðveislu gamals hafnargarðs á framkvæmdasvæði ofan við höfnina í Reykjavík. Eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 þann 20. ágúst í sumar barst Minjastofnun 600 milljóna króna reikningur frá lóðarhafanum, Reykjavik Development, vegna ýmiss kostnaðar af hafnargarðinum sem var skyndifriðaður af Minjastofnun í fyrra eftir að þáverandi forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hafði afskipti af málinu. Minjastofnun hafnaði því að borga reikninginn. „Ástæður þess er fjölþættar. Það er einfaldlega lögbundið sem framkvæmdaaðilinn þarf að gera og við höfnuðum ýmsum liðum á þeirri forsendu. En þetta mál er að leysast í góðri samvinnu og er ekkert vandmál lengur,“ segir forstöðumaðurinn sem kveður „boltann“ vera hjá framkvæmdaaðilanum. „En við erum að vinna að lausn á varðveislu garðanna í sameiningu.“Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar .vísir/anton brinkSteinarnir eru enn í geymslu á lóð hafnaryfirvalda í Örfirisey og liggja þar númeraðir og tilbúnir fyrir frekari notkun. „En þeir fara að koma í húsin og á lóðina. Þessu verður að hluta til komið fyrir í kjallaranum og svo er starfsfólk hér að vinna með starfsfólki framkvæmdaaðila að lausn málsins,“ segir Kristín. Aðspurð hvort Minjastofnun þurfi örugglega ekki að bera kostnað vegna málsins segir Kristín ekki svo vera. „Ekki nema kostnað vegna starfsfólksins,“ tekur hún þó fram. Byggingin sem rís á lóðinni mun hýsa verslanir og þjónustustarfsemi. Meðal annars verslun H&M.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira