„Algjörlega galið“ að bera búvörusamninga saman við kjarasamninga Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. júlí 2016 10:45 Ólafur Stephensen formaður Félags atvinnurekenda segir að betra hefði farið á því að hafa samningaferli vegna búvörusamninga opnara og fá fleiri hagsmunaaðila að borðinu, þar á meðal samtök úr atvinnulífinu og hagsmunasamtök neytenda. Sindri Sigurgeirsson formaður Bændasamtakanna segir að hafa verði í huga að um sé að ræða samninga milli bænda og ríkis en Ólafur og Sindri ræddu búvörusamninga í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Mikið hefur verið rætt um búvörusamningana seinustu daga ekki síst í ljósa frétta af sekt sem Samkeppniseftirlitið lagði á MS fyrir helgi og svo frétta af því að ekki sé meirihluti á þingi fyrir þeim samningum sem ríkið og bændur undirrituðu í febrúar síðastliðnum. Búvörusamningarnir eru eitt þeirra stóru mála sem þingmenn Framsóknarflokksins hafa lagt áherslu á að ná að klára áður en gengið verður til kosninga í haust. Gunnar Bragi Sveinsson landbúnaðarráðherra hefur neitað að tjá sig um fyrirhugaðar breytingar á samningunum, og þá hefur fréttastofa ekki náð tali af Sigurði Inga Jóhannssyni forsætisráðherra og fyrrverandi landbúnaðarráðherra. Auk þess vildi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa leitaði eftir því.„Á fulltrúi bænda að sitja við samningaborðið þegar verið er að semja við opinbera starfsmenn?“ „Ríkið er náttúrulega fulltrúi almennings í þessum samningaviðræðum. Á fulltrúi bænda til dæmis að sitja við samningaborðið þegar verið er að semja við opinbera starfsmenn?“ spurði Sindri. Ólafur benti þá á að búvörusamningarnir eru ekki kjarasamningar en Haraldur Benediktsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi formaður Bændasamtakanna setti samningana meðal annars í samhengi við kjarabætur launþega í færslu á Facebook-síðu sinni í gær.„Þetta eru ekki kjarasamningar. Bændur eru sjálfstæðir atvinnurekendur og margir hverjir með fólk í vinnu. Það njóta nú engar aðrar atvinnugreinar þeirra forréttinda að ríkið semji sérstaklega við þær um þeirra starfskjör. Þeir sem eru til dæmis í mínu félagi fara bara að lögum sem Alþingi setur. Alþingi þarf ekki frekar en það vill að semja við bændur um þeirra starfsumhverfi. Það getur einfaldlega bara sett lög um þau þannig að það að bera þetta saman við kjarasamninga og segja þá að bændur ættu að sitja við samningaborðið þegar verið er að semja við opinbera starsfmenn, það er algjörlega galið,“ sagði Ólafur.Gríðarlega mikilvægir samningar fyrir neytendur Sindri rifjaði þá upp hvernig og hvers vegna búvörusamningarnir hefður verið settir á en um var að ræða millifærslur til að koma í veg fyrir víxlverkun launa og verðlags svo samningarnir voru settir upp sem hagstjórnartæki. „Það sem menn átta sig ekki á þegar menn eru að tala um að það eigi að fella þessa samninga á Alþingi út af því að þetta er einhver dúsa fyrir landbúnaðinn er að þetta skiptir neytendur alveg gríðarlega miklu máli. Þetta snýst um niðurgreiðslur á matvælum.“ Ólafur tók undir það að búvörusamningarnir skipti neytendur máli. „Samningarnir ættu að snúa að því að peningarnir sem neytendur leggja í landbúnaðinn ýmist beint með beinum ríkisstyrkjum eða óbeint í formi tollaverndar nýtist með sem skilvirkustum hætti og það er það sem er ekki að gerast,“ sagði Ólafur og bætti við að allir mögulegir opinberir aðilar hefðu bent á að landbúnaðarkerfið væri úrelt og því þyrfti að breyta. Það er væri hins vegar ekki hlustað á það. Þessu mótmælti Sindri og sagði þá búvörusamninga sem nú liggja fyrir Alþingi fela í sér miklar breytingar, og svo miklar breytingar reyndar að ekki er sátt um þá á meðal bænda.Hlusta má viðtalið í Bítinu í spilaranum hér að ofan. Tengdar fréttir Vonast eftir þjóðarsátt um nýja búvörusamninga Formaður atvinnuveganefndar Alþingis vonast eftir nokkurs konar þjóðarsátt um nýja búvörusamninga. Frumvarp um samningana verður eitt af stóru málunum á sumarþingi en nefndin mun leggja til breytingar áður en þing kemur saman. 11. júlí 2016 19:30 Bændur munu ekki fallast á að stytta tíu ára búvörusamninga Formaður Bændasamtakanna segir landbúnaðarráðuneytið ekki hafa haft nægilega sterkt umboð Alþingis þegar ráðist var í gerð búvörusamninga. Miklar breytingar Alþingis kalli á nýjar samningaviðræður. 12. júlí 2016 07:00 Búvörusamningar munu breytast Fyrir liggur að breytingar verði gerðar á nýjum búvörusamningum í meðförum Alþingis. Samtöl Fréttablaðsins við þingmenn benda til þess að ekki sé meirihluti fyrir samningunum eins og þeir liggja fyrir nú en margir stjórnarþingmenn segjast ekki munu samþykkja þá að óbreyttu. 11. júlí 2016 07:00 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Ólafur Stephensen formaður Félags atvinnurekenda segir að betra hefði farið á því að hafa samningaferli vegna búvörusamninga opnara og fá fleiri hagsmunaaðila að borðinu, þar á meðal samtök úr atvinnulífinu og hagsmunasamtök neytenda. Sindri Sigurgeirsson formaður Bændasamtakanna segir að hafa verði í huga að um sé að ræða samninga milli bænda og ríkis en Ólafur og Sindri ræddu búvörusamninga í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Mikið hefur verið rætt um búvörusamningana seinustu daga ekki síst í ljósa frétta af sekt sem Samkeppniseftirlitið lagði á MS fyrir helgi og svo frétta af því að ekki sé meirihluti á þingi fyrir þeim samningum sem ríkið og bændur undirrituðu í febrúar síðastliðnum. Búvörusamningarnir eru eitt þeirra stóru mála sem þingmenn Framsóknarflokksins hafa lagt áherslu á að ná að klára áður en gengið verður til kosninga í haust. Gunnar Bragi Sveinsson landbúnaðarráðherra hefur neitað að tjá sig um fyrirhugaðar breytingar á samningunum, og þá hefur fréttastofa ekki náð tali af Sigurði Inga Jóhannssyni forsætisráðherra og fyrrverandi landbúnaðarráðherra. Auk þess vildi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa leitaði eftir því.„Á fulltrúi bænda að sitja við samningaborðið þegar verið er að semja við opinbera starfsmenn?“ „Ríkið er náttúrulega fulltrúi almennings í þessum samningaviðræðum. Á fulltrúi bænda til dæmis að sitja við samningaborðið þegar verið er að semja við opinbera starfsmenn?“ spurði Sindri. Ólafur benti þá á að búvörusamningarnir eru ekki kjarasamningar en Haraldur Benediktsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi formaður Bændasamtakanna setti samningana meðal annars í samhengi við kjarabætur launþega í færslu á Facebook-síðu sinni í gær.„Þetta eru ekki kjarasamningar. Bændur eru sjálfstæðir atvinnurekendur og margir hverjir með fólk í vinnu. Það njóta nú engar aðrar atvinnugreinar þeirra forréttinda að ríkið semji sérstaklega við þær um þeirra starfskjör. Þeir sem eru til dæmis í mínu félagi fara bara að lögum sem Alþingi setur. Alþingi þarf ekki frekar en það vill að semja við bændur um þeirra starfsumhverfi. Það getur einfaldlega bara sett lög um þau þannig að það að bera þetta saman við kjarasamninga og segja þá að bændur ættu að sitja við samningaborðið þegar verið er að semja við opinbera starsfmenn, það er algjörlega galið,“ sagði Ólafur.Gríðarlega mikilvægir samningar fyrir neytendur Sindri rifjaði þá upp hvernig og hvers vegna búvörusamningarnir hefður verið settir á en um var að ræða millifærslur til að koma í veg fyrir víxlverkun launa og verðlags svo samningarnir voru settir upp sem hagstjórnartæki. „Það sem menn átta sig ekki á þegar menn eru að tala um að það eigi að fella þessa samninga á Alþingi út af því að þetta er einhver dúsa fyrir landbúnaðinn er að þetta skiptir neytendur alveg gríðarlega miklu máli. Þetta snýst um niðurgreiðslur á matvælum.“ Ólafur tók undir það að búvörusamningarnir skipti neytendur máli. „Samningarnir ættu að snúa að því að peningarnir sem neytendur leggja í landbúnaðinn ýmist beint með beinum ríkisstyrkjum eða óbeint í formi tollaverndar nýtist með sem skilvirkustum hætti og það er það sem er ekki að gerast,“ sagði Ólafur og bætti við að allir mögulegir opinberir aðilar hefðu bent á að landbúnaðarkerfið væri úrelt og því þyrfti að breyta. Það er væri hins vegar ekki hlustað á það. Þessu mótmælti Sindri og sagði þá búvörusamninga sem nú liggja fyrir Alþingi fela í sér miklar breytingar, og svo miklar breytingar reyndar að ekki er sátt um þá á meðal bænda.Hlusta má viðtalið í Bítinu í spilaranum hér að ofan.
Tengdar fréttir Vonast eftir þjóðarsátt um nýja búvörusamninga Formaður atvinnuveganefndar Alþingis vonast eftir nokkurs konar þjóðarsátt um nýja búvörusamninga. Frumvarp um samningana verður eitt af stóru málunum á sumarþingi en nefndin mun leggja til breytingar áður en þing kemur saman. 11. júlí 2016 19:30 Bændur munu ekki fallast á að stytta tíu ára búvörusamninga Formaður Bændasamtakanna segir landbúnaðarráðuneytið ekki hafa haft nægilega sterkt umboð Alþingis þegar ráðist var í gerð búvörusamninga. Miklar breytingar Alþingis kalli á nýjar samningaviðræður. 12. júlí 2016 07:00 Búvörusamningar munu breytast Fyrir liggur að breytingar verði gerðar á nýjum búvörusamningum í meðförum Alþingis. Samtöl Fréttablaðsins við þingmenn benda til þess að ekki sé meirihluti fyrir samningunum eins og þeir liggja fyrir nú en margir stjórnarþingmenn segjast ekki munu samþykkja þá að óbreyttu. 11. júlí 2016 07:00 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Vonast eftir þjóðarsátt um nýja búvörusamninga Formaður atvinnuveganefndar Alþingis vonast eftir nokkurs konar þjóðarsátt um nýja búvörusamninga. Frumvarp um samningana verður eitt af stóru málunum á sumarþingi en nefndin mun leggja til breytingar áður en þing kemur saman. 11. júlí 2016 19:30
Bændur munu ekki fallast á að stytta tíu ára búvörusamninga Formaður Bændasamtakanna segir landbúnaðarráðuneytið ekki hafa haft nægilega sterkt umboð Alþingis þegar ráðist var í gerð búvörusamninga. Miklar breytingar Alþingis kalli á nýjar samningaviðræður. 12. júlí 2016 07:00
Búvörusamningar munu breytast Fyrir liggur að breytingar verði gerðar á nýjum búvörusamningum í meðförum Alþingis. Samtöl Fréttablaðsins við þingmenn benda til þess að ekki sé meirihluti fyrir samningunum eins og þeir liggja fyrir nú en margir stjórnarþingmenn segjast ekki munu samþykkja þá að óbreyttu. 11. júlí 2016 07:00