Bændur munu ekki fallast á að stytta tíu ára búvörusamninga Snærós Sindradóttir skrifar 12. júlí 2016 07:00 Búvörusamningarnir taka til tíu ára og fela í sér mikinn kostnað fyrir íslenska ríkið. Þingmenn hyggjast gera breytingar á samningunum. Visir/Antonbrink Bændur munu ekki taka því þegjandi ef Alþingi gerir grundvallarbreytingar á búvörusamningum. Horft verður fram hjá minniháttar orðalagsbreytingum og afsniði agnúa en verði breytingarnar meiri en svo munu bændur fara fram á að koma aftur að samningaborðinu og jafnvel kjósa að nýju. Þetta segir Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna. Fréttablaðið greindi frá því í gær að ekkert benti til þess að meirihluti væri fyrir búvörusamningum á Alþingi eins og þeir standa nú. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, segist munu gera allt sem í hans valdi stendur til að ákveðnar breytingar verði gerðar. Hann hafi áhyggjur af því að búvörusamningar setji hagræðingu síðustu ára í uppnám. „Ef menn sjá eitthvað í samningunum sem er augljóst að þurfi að færa til betri vegar, meðal annars vegna þess að það stenst ekki lög eða slíkt, þá er eðlilegt að það sé skoðað. En grundvallarskipulag og uppsetning samninganna verður að standa að mínu mati,“ segir Sindri. „Það hefur hver og einn bóndi lagt mat á áhrif samninganna gagnvart sér þegar hann tók ákvörðun um hvort hann greiddi atkvæði með eða á móti þeim. Ef menn ætla að gera einhverjar breytingar sem hafa áhrif á það, breytingar sem munu lækka greiðslur eða raska framleiðsluskipulagi þannig að það komi niður á einstaka bændum, þá erum við kominn á þann stað að verið sé að gera of veigamiklar Sindri segir að um grundvallarbreytingu væri að ræða ef Alþingi vill stytta samningstímann. Mörgum hefur blöskrað að samningstíminn sé tíu ár og nái þar með yfir tvö og hálft kjörtímabil. Það er meðal annars þess vegna sem málið er komið í hnút.Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson formaður Bændasamtaka ÍslandsSindri segir að samningsferlið hafi verið opið þeirra megin allan tímann og bændum kynnt vel hvað stæði til að gera. „Ég held það megi orða það þannig að ef ráðuneyti landbúnaðarmála hefði nú kannski unnið þetta opnara og meira með þinginu þá værum við ekki í þessari stöðu í dag. Þetta er spurning um umboð viðsemjandans hinum megin frá,“ segir Sindri. Tollasamningur Íslands við ESB gengur að sumu leyti í berhöggi við búnaðarsamninga. Sindri segir að starfshópur bænda hafi unnið að því að milda áhrif tollasamningsins. „Við gerðum kröfu um að búvörusamningarnir yrðu kláraðir áður en menn myndu ákveða tollasamning.“Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Fleiri fréttir „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Sjá meira
Bændur munu ekki taka því þegjandi ef Alþingi gerir grundvallarbreytingar á búvörusamningum. Horft verður fram hjá minniháttar orðalagsbreytingum og afsniði agnúa en verði breytingarnar meiri en svo munu bændur fara fram á að koma aftur að samningaborðinu og jafnvel kjósa að nýju. Þetta segir Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna. Fréttablaðið greindi frá því í gær að ekkert benti til þess að meirihluti væri fyrir búvörusamningum á Alþingi eins og þeir standa nú. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, segist munu gera allt sem í hans valdi stendur til að ákveðnar breytingar verði gerðar. Hann hafi áhyggjur af því að búvörusamningar setji hagræðingu síðustu ára í uppnám. „Ef menn sjá eitthvað í samningunum sem er augljóst að þurfi að færa til betri vegar, meðal annars vegna þess að það stenst ekki lög eða slíkt, þá er eðlilegt að það sé skoðað. En grundvallarskipulag og uppsetning samninganna verður að standa að mínu mati,“ segir Sindri. „Það hefur hver og einn bóndi lagt mat á áhrif samninganna gagnvart sér þegar hann tók ákvörðun um hvort hann greiddi atkvæði með eða á móti þeim. Ef menn ætla að gera einhverjar breytingar sem hafa áhrif á það, breytingar sem munu lækka greiðslur eða raska framleiðsluskipulagi þannig að það komi niður á einstaka bændum, þá erum við kominn á þann stað að verið sé að gera of veigamiklar Sindri segir að um grundvallarbreytingu væri að ræða ef Alþingi vill stytta samningstímann. Mörgum hefur blöskrað að samningstíminn sé tíu ár og nái þar með yfir tvö og hálft kjörtímabil. Það er meðal annars þess vegna sem málið er komið í hnút.Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson formaður Bændasamtaka ÍslandsSindri segir að samningsferlið hafi verið opið þeirra megin allan tímann og bændum kynnt vel hvað stæði til að gera. „Ég held það megi orða það þannig að ef ráðuneyti landbúnaðarmála hefði nú kannski unnið þetta opnara og meira með þinginu þá værum við ekki í þessari stöðu í dag. Þetta er spurning um umboð viðsemjandans hinum megin frá,“ segir Sindri. Tollasamningur Íslands við ESB gengur að sumu leyti í berhöggi við búnaðarsamninga. Sindri segir að starfshópur bænda hafi unnið að því að milda áhrif tollasamningsins. „Við gerðum kröfu um að búvörusamningarnir yrðu kláraðir áður en menn myndu ákveða tollasamning.“Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Fleiri fréttir „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Sjá meira