Þjóðarsamtal um landbúnaðinn orðin tóm Una Sighvatsdóttir skrifar 17. september 2016 12:30 Vísir/Vilhelm Búvörusamningarnir voru samþykktir í vikunni með atkvæðum 19 þingmanna, eða aðeins 30% þingheims. Gylfi Arnbjörnsson formaður Alþýðusambands íslands segir að þessi niðurstaða sé mikil vonbrigði fyrir neytendur, enda festi samningarnir í sessi óbreytt kerfi til næstu 10 ára. Samningarnir tryggja landbúnaðinum beinan stuðning úr ríkissjóði upp á 13-14 milljarða króna á ári, ásamt óbeinum stuðningi í formi tollaverndar sem samsvarar 9-10 milljörðum á ári.Sorglegt fyrir bændur ASÍ segir hinsvegar að þótt ríkur vilji sé í samfélaginu til að styðja við landbúnað þá hafi sú leið sem nú sé verið að festa til framtíðar hingað til reynst afar illa fyrir byggðir landsins, enda hafi hún stuðlað að samþjöppun í landbúnaði. Færri framleiðendur framleiði meira magn en nokkru sinni fyrr, en neytendur, launafólk og bændur njóti takmarkað góðs af því. „Það sem er sorglegt er að þetta er ekki að skila neinum árangri í landbúnaði. Bændur eru ekki að hafa það neitt betur því þeim er alltaf að fækka og möguleikum þeirra til lífsafkomu er að þverra,“ segir Gylfi Ægisson.Vinna gegn tollasamningnum við ESB ASÍ bendir á að skortur sé á samkeppni á innanlandsmarkaði og há tollvernd geri það að verkum að erlend samkeppni sé ekki til staðar. Samtökin myndu vilja sjá að samið yrði um gagnvkæman markaðsaðgang landbúnaðarins á erlenda markaði sem fæli í sér tækifæri fyrir bændur og ábata fyrir neytendur. Skref voru stigin í þá átt með tollasamningi við Evrópusambandið á síðasta ári, en nýju búvörusamningarnir draga að mati ASÍ mjög úr ávinning samningsins fyrir neytendur.Þjóðarsamtal í skötulíki Samningarnir voru gagnrýndir harkalega í meðförum alþingis og gaf Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar fyrirheit um að kallað yrði eftir þjóðarsamtali, þar sem skýr ákvæði yrðu sett um endurskoðun á samningunum innan þriggja ára og að þeirri endurskoðun kæmu verkalýðshreyfingin og fleiri hagsmunaaðilar. Í lokaútgáfu samninganna sem samþykktir voru segir hins vegar að skipaður verði samráðshópur um endurskoðun, en að bændur hafi fullt neitunarvald til að hafna þeim breytingum sem aðrir hagsmunaðilar kunni að leggja til. ASÍ segir því að loforðið um þjóðarsamtal um landbúnað séu í skötulíki.Málinu í reynd lokað til 10 ára „Það er engin launung á því að hér er um að ræða auðvitað mikla fjármuni og við fáum ekki betur séð en að verið sé að meira og minna loka þessu til næstu 10 ára. Þrátt fyrir ákvæði um að það eigi að endurskoða þennan samning innan þriggja ára þá er það gert með hreinu neitunarvaldi bænda. Þannig að sú endurskoðun verður undir mjög skrýtnum kringumstæðum getum við sagt," segir Gylfi. „Þetta endurskoðunarákvæði er ákaflega veikt og byggir alfarið á því að bændur samþykki breytinguna. Ef þeir hafna henni þá gildir bara samningurinn áfram." Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Búvörusamningarnir voru samþykktir í vikunni með atkvæðum 19 þingmanna, eða aðeins 30% þingheims. Gylfi Arnbjörnsson formaður Alþýðusambands íslands segir að þessi niðurstaða sé mikil vonbrigði fyrir neytendur, enda festi samningarnir í sessi óbreytt kerfi til næstu 10 ára. Samningarnir tryggja landbúnaðinum beinan stuðning úr ríkissjóði upp á 13-14 milljarða króna á ári, ásamt óbeinum stuðningi í formi tollaverndar sem samsvarar 9-10 milljörðum á ári.Sorglegt fyrir bændur ASÍ segir hinsvegar að þótt ríkur vilji sé í samfélaginu til að styðja við landbúnað þá hafi sú leið sem nú sé verið að festa til framtíðar hingað til reynst afar illa fyrir byggðir landsins, enda hafi hún stuðlað að samþjöppun í landbúnaði. Færri framleiðendur framleiði meira magn en nokkru sinni fyrr, en neytendur, launafólk og bændur njóti takmarkað góðs af því. „Það sem er sorglegt er að þetta er ekki að skila neinum árangri í landbúnaði. Bændur eru ekki að hafa það neitt betur því þeim er alltaf að fækka og möguleikum þeirra til lífsafkomu er að þverra,“ segir Gylfi Ægisson.Vinna gegn tollasamningnum við ESB ASÍ bendir á að skortur sé á samkeppni á innanlandsmarkaði og há tollvernd geri það að verkum að erlend samkeppni sé ekki til staðar. Samtökin myndu vilja sjá að samið yrði um gagnvkæman markaðsaðgang landbúnaðarins á erlenda markaði sem fæli í sér tækifæri fyrir bændur og ábata fyrir neytendur. Skref voru stigin í þá átt með tollasamningi við Evrópusambandið á síðasta ári, en nýju búvörusamningarnir draga að mati ASÍ mjög úr ávinning samningsins fyrir neytendur.Þjóðarsamtal í skötulíki Samningarnir voru gagnrýndir harkalega í meðförum alþingis og gaf Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar fyrirheit um að kallað yrði eftir þjóðarsamtali, þar sem skýr ákvæði yrðu sett um endurskoðun á samningunum innan þriggja ára og að þeirri endurskoðun kæmu verkalýðshreyfingin og fleiri hagsmunaaðilar. Í lokaútgáfu samninganna sem samþykktir voru segir hins vegar að skipaður verði samráðshópur um endurskoðun, en að bændur hafi fullt neitunarvald til að hafna þeim breytingum sem aðrir hagsmunaðilar kunni að leggja til. ASÍ segir því að loforðið um þjóðarsamtal um landbúnað séu í skötulíki.Málinu í reynd lokað til 10 ára „Það er engin launung á því að hér er um að ræða auðvitað mikla fjármuni og við fáum ekki betur séð en að verið sé að meira og minna loka þessu til næstu 10 ára. Þrátt fyrir ákvæði um að það eigi að endurskoða þennan samning innan þriggja ára þá er það gert með hreinu neitunarvaldi bænda. Þannig að sú endurskoðun verður undir mjög skrýtnum kringumstæðum getum við sagt," segir Gylfi. „Þetta endurskoðunarákvæði er ákaflega veikt og byggir alfarið á því að bændur samþykki breytinguna. Ef þeir hafna henni þá gildir bara samningurinn áfram."
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira