Þjóðarsamtal um landbúnaðinn orðin tóm Una Sighvatsdóttir skrifar 17. september 2016 12:30 Vísir/Vilhelm Búvörusamningarnir voru samþykktir í vikunni með atkvæðum 19 þingmanna, eða aðeins 30% þingheims. Gylfi Arnbjörnsson formaður Alþýðusambands íslands segir að þessi niðurstaða sé mikil vonbrigði fyrir neytendur, enda festi samningarnir í sessi óbreytt kerfi til næstu 10 ára. Samningarnir tryggja landbúnaðinum beinan stuðning úr ríkissjóði upp á 13-14 milljarða króna á ári, ásamt óbeinum stuðningi í formi tollaverndar sem samsvarar 9-10 milljörðum á ári.Sorglegt fyrir bændur ASÍ segir hinsvegar að þótt ríkur vilji sé í samfélaginu til að styðja við landbúnað þá hafi sú leið sem nú sé verið að festa til framtíðar hingað til reynst afar illa fyrir byggðir landsins, enda hafi hún stuðlað að samþjöppun í landbúnaði. Færri framleiðendur framleiði meira magn en nokkru sinni fyrr, en neytendur, launafólk og bændur njóti takmarkað góðs af því. „Það sem er sorglegt er að þetta er ekki að skila neinum árangri í landbúnaði. Bændur eru ekki að hafa það neitt betur því þeim er alltaf að fækka og möguleikum þeirra til lífsafkomu er að þverra,“ segir Gylfi Ægisson.Vinna gegn tollasamningnum við ESB ASÍ bendir á að skortur sé á samkeppni á innanlandsmarkaði og há tollvernd geri það að verkum að erlend samkeppni sé ekki til staðar. Samtökin myndu vilja sjá að samið yrði um gagnvkæman markaðsaðgang landbúnaðarins á erlenda markaði sem fæli í sér tækifæri fyrir bændur og ábata fyrir neytendur. Skref voru stigin í þá átt með tollasamningi við Evrópusambandið á síðasta ári, en nýju búvörusamningarnir draga að mati ASÍ mjög úr ávinning samningsins fyrir neytendur.Þjóðarsamtal í skötulíki Samningarnir voru gagnrýndir harkalega í meðförum alþingis og gaf Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar fyrirheit um að kallað yrði eftir þjóðarsamtali, þar sem skýr ákvæði yrðu sett um endurskoðun á samningunum innan þriggja ára og að þeirri endurskoðun kæmu verkalýðshreyfingin og fleiri hagsmunaaðilar. Í lokaútgáfu samninganna sem samþykktir voru segir hins vegar að skipaður verði samráðshópur um endurskoðun, en að bændur hafi fullt neitunarvald til að hafna þeim breytingum sem aðrir hagsmunaðilar kunni að leggja til. ASÍ segir því að loforðið um þjóðarsamtal um landbúnað séu í skötulíki.Málinu í reynd lokað til 10 ára „Það er engin launung á því að hér er um að ræða auðvitað mikla fjármuni og við fáum ekki betur séð en að verið sé að meira og minna loka þessu til næstu 10 ára. Þrátt fyrir ákvæði um að það eigi að endurskoða þennan samning innan þriggja ára þá er það gert með hreinu neitunarvaldi bænda. Þannig að sú endurskoðun verður undir mjög skrýtnum kringumstæðum getum við sagt," segir Gylfi. „Þetta endurskoðunarákvæði er ákaflega veikt og byggir alfarið á því að bændur samþykki breytinguna. Ef þeir hafna henni þá gildir bara samningurinn áfram." Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Sjá meira
Búvörusamningarnir voru samþykktir í vikunni með atkvæðum 19 þingmanna, eða aðeins 30% þingheims. Gylfi Arnbjörnsson formaður Alþýðusambands íslands segir að þessi niðurstaða sé mikil vonbrigði fyrir neytendur, enda festi samningarnir í sessi óbreytt kerfi til næstu 10 ára. Samningarnir tryggja landbúnaðinum beinan stuðning úr ríkissjóði upp á 13-14 milljarða króna á ári, ásamt óbeinum stuðningi í formi tollaverndar sem samsvarar 9-10 milljörðum á ári.Sorglegt fyrir bændur ASÍ segir hinsvegar að þótt ríkur vilji sé í samfélaginu til að styðja við landbúnað þá hafi sú leið sem nú sé verið að festa til framtíðar hingað til reynst afar illa fyrir byggðir landsins, enda hafi hún stuðlað að samþjöppun í landbúnaði. Færri framleiðendur framleiði meira magn en nokkru sinni fyrr, en neytendur, launafólk og bændur njóti takmarkað góðs af því. „Það sem er sorglegt er að þetta er ekki að skila neinum árangri í landbúnaði. Bændur eru ekki að hafa það neitt betur því þeim er alltaf að fækka og möguleikum þeirra til lífsafkomu er að þverra,“ segir Gylfi Ægisson.Vinna gegn tollasamningnum við ESB ASÍ bendir á að skortur sé á samkeppni á innanlandsmarkaði og há tollvernd geri það að verkum að erlend samkeppni sé ekki til staðar. Samtökin myndu vilja sjá að samið yrði um gagnvkæman markaðsaðgang landbúnaðarins á erlenda markaði sem fæli í sér tækifæri fyrir bændur og ábata fyrir neytendur. Skref voru stigin í þá átt með tollasamningi við Evrópusambandið á síðasta ári, en nýju búvörusamningarnir draga að mati ASÍ mjög úr ávinning samningsins fyrir neytendur.Þjóðarsamtal í skötulíki Samningarnir voru gagnrýndir harkalega í meðförum alþingis og gaf Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar fyrirheit um að kallað yrði eftir þjóðarsamtali, þar sem skýr ákvæði yrðu sett um endurskoðun á samningunum innan þriggja ára og að þeirri endurskoðun kæmu verkalýðshreyfingin og fleiri hagsmunaaðilar. Í lokaútgáfu samninganna sem samþykktir voru segir hins vegar að skipaður verði samráðshópur um endurskoðun, en að bændur hafi fullt neitunarvald til að hafna þeim breytingum sem aðrir hagsmunaðilar kunni að leggja til. ASÍ segir því að loforðið um þjóðarsamtal um landbúnað séu í skötulíki.Málinu í reynd lokað til 10 ára „Það er engin launung á því að hér er um að ræða auðvitað mikla fjármuni og við fáum ekki betur séð en að verið sé að meira og minna loka þessu til næstu 10 ára. Þrátt fyrir ákvæði um að það eigi að endurskoða þennan samning innan þriggja ára þá er það gert með hreinu neitunarvaldi bænda. Þannig að sú endurskoðun verður undir mjög skrýtnum kringumstæðum getum við sagt," segir Gylfi. „Þetta endurskoðunarákvæði er ákaflega veikt og byggir alfarið á því að bændur samþykki breytinguna. Ef þeir hafna henni þá gildir bara samningurinn áfram."
Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Sjá meira