Jenna Jensdóttir látin: "Ég hef bara sjálfa mig og pennann minn“ Atli Ísleifsson skrifar 7. mars 2016 18:52 Rithöfundurinn og kennarinn Jenna Jensdóttir lést á Hrafnistu í Reykjavík í gær, 97 ára að aldri. Eftir hana liggur fjöldinn allur af barna og unglingabókum. Að auki lét hún menntamál barna sig varða en hún kenndi börnum í áratugi. Jenna er þekktust fyrir Öddubækurnar sem seldust í yfir 60 þúsund eintökum. Hún stundaði nám við Kennaraskólann og nam einnig við Háskóla Íslands. Hún lét menntamál sig varða en hún stofnaði Hreiðarsskóla árið 1942 ásamt eiginmanni sínum, kenndi við Barnaskóla Akureyrar, Langholtsskóla og Barnaskóla Garðabæjar svo eitthvað sé nefnt. Í þætti sem gerður var um hana á Stöð 2 síðustu jól kom fram að þrátt fyrir háan aldur skrifaði hún enn á hverjum degi og það sem meira er handskrifaði Jenna allan texta á löngum ferli sínum. „Ég hef aldrei lært á ritvél. Ég hef aldrei haft Facebook. Ég hef aldrei haft farsíma eða neitt sem gildir. Ég hef bara sjálfa mig og pennann minn. Penninn minn og ég,“ sagði Jenna í þættinum. Hún fæddist 24. ágúst 1918 á Læk í Dýrafirði. Eiginmaður hennar var Hreiðar Stefánsson og eignuðust þau tvo syni. Hún komst í fréttirnar ásamt Áslaugu systur sinni sumarið 2014 en þá urðu þær systur langlífustu tvíburar Íslandssögunnar. Sjá má þáttinn um Jennu í heild sinni í spilaranum. Tengdar fréttir „Það er vandi að lifa en ég er sátt“ Jenna Jensdóttir rithöfundur hefur auðgað líf íslenskra barna svo um munar með bókum sínum. Þar ber sögurnar um Öddu hæst. Hátíðardagskrá til heiðurs Jennu verður á sunnudaginn í Félagsheimili Seltjarnarness. 15. október 2015 10:15 Hef alltaf verið með góðu fólki Mér finnst ég vera ótrúlega hamingjusöm, segir Jenna Jensdóttir, heiðursverðlaunahafi Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins. Jenna vann sem kennari um áratugaskeið og er þjóðkunn fyrir barnabækur sínar. Sigríður Björg Tómasdóttir ræddi við Jennu um uppvöxtinn 16. apríl 2011 06:00 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Rithöfundurinn og kennarinn Jenna Jensdóttir lést á Hrafnistu í Reykjavík í gær, 97 ára að aldri. Eftir hana liggur fjöldinn allur af barna og unglingabókum. Að auki lét hún menntamál barna sig varða en hún kenndi börnum í áratugi. Jenna er þekktust fyrir Öddubækurnar sem seldust í yfir 60 þúsund eintökum. Hún stundaði nám við Kennaraskólann og nam einnig við Háskóla Íslands. Hún lét menntamál sig varða en hún stofnaði Hreiðarsskóla árið 1942 ásamt eiginmanni sínum, kenndi við Barnaskóla Akureyrar, Langholtsskóla og Barnaskóla Garðabæjar svo eitthvað sé nefnt. Í þætti sem gerður var um hana á Stöð 2 síðustu jól kom fram að þrátt fyrir háan aldur skrifaði hún enn á hverjum degi og það sem meira er handskrifaði Jenna allan texta á löngum ferli sínum. „Ég hef aldrei lært á ritvél. Ég hef aldrei haft Facebook. Ég hef aldrei haft farsíma eða neitt sem gildir. Ég hef bara sjálfa mig og pennann minn. Penninn minn og ég,“ sagði Jenna í þættinum. Hún fæddist 24. ágúst 1918 á Læk í Dýrafirði. Eiginmaður hennar var Hreiðar Stefánsson og eignuðust þau tvo syni. Hún komst í fréttirnar ásamt Áslaugu systur sinni sumarið 2014 en þá urðu þær systur langlífustu tvíburar Íslandssögunnar. Sjá má þáttinn um Jennu í heild sinni í spilaranum.
Tengdar fréttir „Það er vandi að lifa en ég er sátt“ Jenna Jensdóttir rithöfundur hefur auðgað líf íslenskra barna svo um munar með bókum sínum. Þar ber sögurnar um Öddu hæst. Hátíðardagskrá til heiðurs Jennu verður á sunnudaginn í Félagsheimili Seltjarnarness. 15. október 2015 10:15 Hef alltaf verið með góðu fólki Mér finnst ég vera ótrúlega hamingjusöm, segir Jenna Jensdóttir, heiðursverðlaunahafi Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins. Jenna vann sem kennari um áratugaskeið og er þjóðkunn fyrir barnabækur sínar. Sigríður Björg Tómasdóttir ræddi við Jennu um uppvöxtinn 16. apríl 2011 06:00 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
„Það er vandi að lifa en ég er sátt“ Jenna Jensdóttir rithöfundur hefur auðgað líf íslenskra barna svo um munar með bókum sínum. Þar ber sögurnar um Öddu hæst. Hátíðardagskrá til heiðurs Jennu verður á sunnudaginn í Félagsheimili Seltjarnarness. 15. október 2015 10:15
Hef alltaf verið með góðu fólki Mér finnst ég vera ótrúlega hamingjusöm, segir Jenna Jensdóttir, heiðursverðlaunahafi Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins. Jenna vann sem kennari um áratugaskeið og er þjóðkunn fyrir barnabækur sínar. Sigríður Björg Tómasdóttir ræddi við Jennu um uppvöxtinn 16. apríl 2011 06:00