Ramon Calderón, fyrrverandi forseti Real Madrid, kynnti ráðstefnuna á blaðamannafundi í höfuðstöðvum Íslandsbanka í dag, en Calderón er heillaður af íslenskri knattspyrnu og því "kraftaverki" að strákarnir okkar komust á EM í fyrsta sinn.
Rauði þráður rástefnunnar er hversu margt er líkt með viðskiptum og fótbolta og hvernig fólk í viðskiptaheiminum getur nýtt sér þekkingu úr fótboltaheiminum og öfugt.
Um 800 manns munu fá miða á ráðstefnuna þar sem vonast er til að Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson verði á meðal fyrirlesara.
"Þeir verða að vera þarna. Þeir eru mennirnir sem framkvæmdu kraftaverkið og geta kennt okkur meira en allir," sagði Ramon Calderón á fundinum.
Viðtal við Ramon Calderón kemur inn á Vísi aðeins síðar í dag.